blaðið - 29.05.2006, Blaðsíða 12
12 I DEIGLAN
MÁNUDAGUR 29. MAÍ 2006 blaöiö
Gengið um dalinn
í gciðum félagsskap
Blaöió/Steinaor Hugi
Útivistarræktin býður upp á reglubundnar gönguferðir um Elliðaárdal á hverju mánu-
dagskvöldi kl. 18.
Otivistarræktin, sem er félags-
skapur innan ferðafélagsins Uti-
vistar, stendur fyrir reglulegum
gönguferðum um Elliðaárdal á
mánudagskvöldum kl. 18. Lagt er af
stað frá stóra brúna rafstöðvarhús-
inu og gengið inn eftir dalnum. Áð
er við Árbæjarlaug og síðan haldið
aftur niður með Elliðaám að austan
og lýkur gönguferðinni á sama stað
og hún hófst. Gönguferðin tekur
rúma klukkustund og hentar fólki á
öllum aldri. Útivistarræktin stendur
einnig fyrir gönguferðum um Öskju-
hlíð og Skerjafjörð á fimmtudags-
kvöldum á sama tíma. Á sumrin er
jafnframt boðið upp á gönguferðir í
grennd höfuðborgarsvæðisins á mið-
vikudagskvöldum kl. 18:30. Allir eru
velkomnir í göngurnar og er ekkert
þátttökugjald.
Hreyfingin og félagsskap-
urinn skiptir mestu
Gunnar Hólm, sem heldur utan um
göngurnar á vegum Útivistar, segir
að þær séu yfirleitt mjög fjölmennar
og á síðasta ári hafi verið hátt í 5.000
þátttakendur í þeim. „Það er fólk á
öllum aldri sem tekur þátt í þessu.
Það er alltaf fastur kjarni og svo
kemur fólk og fer eins og gengur,“
segir hann.
Gunnar segir að hreyfingin og
félagsskapurinn sé það sem mestu
skipti í þessum göngum. „Þarna
kemur fólk saman og hreyfir sig og
spjallar saman. Þetta er vettvangur
til að miðla upplýsingum, fræðslu
og skemmtilegum ferðasögum,"
segir Gunnar og bætir við að þessar
göngur hafi styrkt Útivist mikið og
oft fari fólk í aðrar ferðir með félag-
inu í kjölfar þeirra.
Alltaf að uppgötva nýja staði
Frá apríl og fram í september er
boðið upp á gönguferðir á miðviku-
dagskvöldum kl. 18:30. „Þá hittumst
við á sama stað í Elliðaárdalnum en
förum síðan á okkar eigin bílum út
fyrir bæinn og göngum þar,“ segir
Gunnar og bendir á að upplýsingar
um gönguleiðir megi nálgast í ferða-
áætlun félagsins. Að sögn Gunnars
er mikið um áhugaverða staði og
gönguleiðir í næsta nágrenni höfuð-
borgarsvæðisins. „Ég er búinn að
vera að ganga með Útivist í 20 ár og
það eru alltaf nýir og nýir staðir sem
ég er að koma á. Á Reykjanesinu og
í kringum borgina er mjög mikið af
skemmtilegum stöðum og leiðum
til að ganga, miklu meira en maður
ímyndar sér að óreyndu," segir
hann.
Ekki er boðið upp á formlega
leiðsögn eða fræðslu í þessum mið-
vikudagsgöngum eins og í flestum
ferðum félagsins. Oftar en ekki eru
þó einhverjir með sem þekkja sögu
og staðhætti og miðla þeim fróðleik
til samferðarmanna sinna.
Nánari upplýsingar um Útivistar-
ræktina má nálgast á heimasíðu Úti-
vistar www.utivist.is.
Fjölsykrur úr fléttum
Doktorsvörn í lyfja- og efnafræði
náttúruefna frá lyfjafræðideild Há-
skóla Islands.
í dag fer fram doktorsvörn við
lyfjafræðideild Háskóla Islands. Þá
ver Sesselja Sigurborg Ómarsdóttir,
lyfjafræðingur, doktorsritgerð
sína: Fjölsykrur úr fléttum - Ein-
angrun, byggingaákvörðun og in
vitro ónæmisstýrandi áhrif. Polys-
accharides from lichens - Isolation,
structural characterization and in
vitro immunomodulating activity.
Andmælendur eru dr. Hildebert
Wagner, prófessor emeritus í lyfja-
fræði við Háskólann í Munchen,
og dr. Göran Widmalm, prófessor
í lífrænni efnafræði við Háskól-
ann í Stokkhólmi. Leiðbeinandi í
verkefninu var dr. Elín Soffía Ól-
Blalil/SteinarHugi
Sesselja Sigurborg Ómarsdóttir ver í
dag doktorsritgerð sína við lyfjafræði-
deild Háskóia Islands.
afsdóttir, prófessor við lyfjafræði-
deild Hl.
Dr. Þorsteinn Loftsson, deildar-
forseti, stjórnar athöfninni sem fer
fram í hátíðarsal, Aðalbyggingu
og hefst klukkan 13.
Rannsóknarráðstefna
lœknisfrœðinema
Rannsóknarráðstefna 3. árs lækna-
nemaveturinn 2005-2006 ferfram
í Hringsal Landspitala Háskóla-
sjúkrahúss í dag og á morgun.
Á fyrri degi rannsóknarráðstefn-
unnar verða fluttir 18 fyrirlestrar
9:00 -10:20
Krabbameinslækningar, erfða-
fræði og frumulíffræði krabba-
meina. Fundarstjóri: Sigurður
Ingvarsson
10:40 -11:20
Erfðafræði og frumulíffræði
krabbameina. Fundarstjóri: Há-
kon Hákonarson
11:20 -12:20
Lungna- og gigtlækningar
13:20 -15:00
Ónæmisfræði og meltingarsjúk-
dómar. Fundarstjóri: Ingileif
Jónsdóttir
15:20 -16:40
Hjartaskurðlækningar, gjörgæslu-
lækningar, slysa- og bráðalækn-
ingar. Fundarstjóri: Sigríður Ólína
Haraldsdóttir
Frekari upplýsingar um ráð-
stefnuna og einstaka fyrirlestra
er að finna á slóðinni www.
hi.is/page/radstefna.