blaðið - 29.05.2006, Blaðsíða 16

blaðið - 29.05.2006, Blaðsíða 16
16 IGARÐAR MÁNUDAGUR 29. MAÍ 2006 blaftiö Margir eitra garðinn meira en nauðsynlegt er Hœgt er að nota sjóðandi vatn eða gróft salt til að koma í vegfyrirgrasvöxt. Failegur garður þarfnast mik- iliar umhirðu. Eitt af því sem angrar marga garðeigendur eru ýmiskonar óværur eins og lús og maðkar sem sækja á tré og runna. Áður en fólk rýkur til og eitrar er þó mikilvægt að vita að eitrun er ekki fyrirbyggjandi og því ekki hægt að eitra fyrir maðk sem enn er ekki kominn. Auður Ottesen garðyrkjufræð- ingur og ritsjóri Sumarhússins og garðsins segir allt of marga ofeitra garðinn hjá sér. „Þá eru dæmi þess að einstaklingar sem ekki hafa næga þekkingu á trjáplöntum taki að sér að úða garða og úði þá meira en góðu hófi gegni. Það eru fáir skrúð- garðyrkjumenn sem eru í eitrun en ganga þarf úr skugga um að við- komandi hafi leyfi til eitrunar. Það á alltaf að nota eitur sem nauðvörn en permasekt er mikið notað eitur og notað á víði, birki, reyni og hegg. Þá sækir furulús og hvít lús á furu en hún hjúpar sig ullarhárum og því erf- itt að ná til hennar. Þess vegna þarf eitrið að vera sterkara.“ Auður segir að nú sé tími sitka- lúsarinnar og margir sem láti eitra fyrir hana á þessum árstíma en hún fjölgar sér mest á haustin og gerir þá mestan usla. „Áður en fólk rýkur til og eitrar er mikilvægt að minnast þess að lúsin og maðkurinn er fæða margra fugla og því er verið að taka frá þeim matinn. Minni plöntur eins og rósir getur fólk eitrað sjálf en þá er mikil- vægt að vera með hanska og grímu en permasekt er notað á rósirnar. Þegar líður á sumarið gerir álmlús vart við sig en hún sækir eins og nafnið bendir til á álm og vefur blöð- unum utan um sig.“ Margar ieiðir til að losna við illgresi Auður segir margar leiðir færar til að losna við illgresi aðrar en að eitra og nefnir sem dæmi að setja dagblöð og sand í beð til að koma í veg fyrir illgresi. „Þá getur verið gott ráð að nota gasbrennara á gras sem stingur sér upp á milli hellna eða á fífla í beðum. Einnig má þar nota sjóð- andi vatn eða gróft salt til að hindra að gras vaxi þar sem þess er ekki óskað. Það eitur sem mest er notað er casaron eitur en það drepur ekki Sumar tegundir eiturs drepa ekki aðeins það sem er ofan jarðar. aðeins það sem er ofan jarðar heldur einnig það sem er niðri í jörðinni eins og maðka.“ Auður segir að cas- aron hafi verið bannað í Danmörku og Svíþjóð vegna þess að það getur borist í grunnvatn. „Það getur verið varasamt að nota casaron til að koma í veg fyrir gras á milli hellna því alltaf er ákveðin hætta á að dýr sleiki þær eða börn séu þar að leik. Eitt gott ráð til að koma í veg fyrir ill- gresi í blómabeðum er að setja kurl í garðana en það endist í nokkur ár og er m.a. selt hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur og í blómabúðum. Best er að setja um 7 cm lag af kurli en undir það er gott að setja dagblöð og sand.“ hugrun@bladid. net VILTU SKJOL A VERÖNDINA? www.markisur.com Dalbraut 3,105 Reykjavík • Nánari upplýsingar í síma 567-7773 og 893-6337 um kvöld og helgar Salat-og kryddræktun í heimagöröum Salat og kryddræktun fer sífellt vaxandi í görðum, sniðugt er að búa til sinn eigin salatgarð eða planta í allskonar löguð ker, kringl- ótt, ílöng, hvernig sem er, bara að fólk geti notið þess að gera garðinn heimilislegan, teygt sig í næsta ker til að ná í krydd á kjötið og salat sem meðlæti. Best er þá að hafa plönturnar sólarmegin, hálfskuggi er einnig í lagi. Nú er einmitt tíminn til að huga að þessu, róta aðeins í moldinni og bæta við lífrænum áburði, sem er mikilvægur fyrir matjurtaræktun. Fólk getur þá ráðið hvort það vill kaupa tilbúnar salatplöntur og krydd eða sá fyrir því sjálft. Flest krydd vex úti og mjög sniðugt er að blanda nokkrum tegundum saman í ker Forsáning eða sá beint út Forsáning inni er auðveld og þægi- leg byrjun með bæði krydd og sal- atafræ. Þá er sáð í litla bakka eða potta og plastpoki svo settur yfir eða plastfilma með götum yfir til að halda rakanum inni. Einnig er HELGA STEINGRÍMSDÓTTIR GARÐYRKJUFRÆÐINGUR hægt að nota svokallaðar sáðtöflur, sem þenjast út í vatni, hentar þá að setja frá 5-10 fræ í hverja töflu, og planta síðan beint í garðinn eða kerið. Mælt er með því að sá alltaf kryddi fyrst inni og setja það svo út. Flest krydd lifir úti, og dafnar vel, en einnig lifir það vel í eldhúsglugganum. Salati má einnig sá beint út í góða mold, rétt undir yfirborð, talað er um þrefalda þykkt fræsins. Þá er því sáð í rásir, sem þarf þá að grisja seinna. Bil á milli salatplantna skal vera um 20 cm, ef um litlar plöntur eða fræ er að ræða þá er mikilvægt að setja akrýldúk yfir fyrstu 1-2 vik- urnar. Dúkurinn flýtir fyrir spírun á fræjunum og verndar plönturnar meðan þær eru að ná rótfestu. Mikið úrval Hér í Garðheimum er mikið úrval bæði af spennandi kálfræjum og salat- og kryddfræjum. En einnig af tilbúnum salatplöntum og kál- plöntum t.d. blaðsalat, rucola, ice- berg, mizuna salat o.fl. og allir ættu að geta ræktað blómkál, spergilkál og rófur svo eitthvað sé nefnt. Til- búnar kryddplöntur eru líka fáan- legar sem þægilegt er að skella út garð eins og timían, dill, kóríander og svo mætti lengi telja. Orvalið er alltaf að aukast svo fólk ætti ekki að vera í vandræðum með að finna eitthvað við hæfi. MHG V E R S L U N 1 Dalvegur16a 201 Kópavogur Sími 544 4656 Fax 544 4657 mhg@mhg.is ©nusqvarna • m^111 atvinnumanninn í MHG versluninni BHMA

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.