blaðið - 29.05.2006, Blaðsíða 30

blaðið - 29.05.2006, Blaðsíða 30
38 i MÁNUDAGUR 29. MAÍ 2006 blaðið AÐ KJÓSA EÐA EKKl Smáborgarinn fór að kjósa á laugardag, eins og meginþorri kosningabærra manna. Það hvarflaði þó vissulega að honum að sleppa því bara að kjósa, enda er Smáborgarinn á því að það segi mun meira að mæta ekki á kjörstað heldur en að skila auðu. Þá sendir maður þessu blað- urliði mun skýrari skilaboð en ella. Þetta gerði Smáborgarinn í síðustu kosningum og fékk bágt fyrir frá vinum og vanda- mönnum sem höfðu ekki nokkurn skiln- ing á því hversu mikill skellur er fólginn í dvínandi kosningaþátttöku. Liði sem hefur verið alið upp við það að kosninga- rétturinn skipti öllu máli. Je, je. Nó jæja. Smáborgarinn ákvað að kosn- ingarnar nú væru mun meira spennandi en síðast og að nú örlaði aftur á skýrum valkostum, þó vissulega væru allir aðrir á því að sjaldan hefði miðjumoðið verið meira. Það er þó líklega vegna þess að í fyrsta skipti i mörg ár gat Smáborgarinn sagt með sanni að verið væri að kjósa um eitthvaðsem máliskipti. Allirflokkarlétu sig leikskólamálin varða með meiriháttar hætti og reyndu að berja sér á brjóst fyrir áhuga á framtíðinni, á börnunum. Jafn- vel láglaunastéttirnar, sem skipaðar eru konum að mestu, komust í slaginn, Smá- borgarinn er einnig mikill áhugamaður um að bæta kjör umönnunarstétta svo það jók áhugann á kosningaþátttöku. Smáborgarinn fór því með börnin sín til að kjósa og kenna þeim undirstöðuat- riðin i lýðræðisfyrirkomulaginu. Það fór hins vegar ekki betur en svo að útverð- ir lýðræðisins á kjörstað í Grafarvogi meinuðu stúlkubörnunum tveimur um aðgang að kjörklefanum. Smáborgarinn varð að skilja dæturnar eftir umkomu- lausar fyrir framan tjaldið á meðan hann afgreiddi lýðræðið með X-i. Þessi uppákoma varð auðvitað til þess að draga enn úr trú Smáborgarans á þetta lýðræðiskerfi okkar en átti þó eftir að keyra um þverbak þegar fjölskyldan fylgdist með fréttum þetta kvöldið. Það fór ekki framhjá dætrum Smáborgarans að frambjóðendur hinna ýmsu flokka í Reykjavík og víðar sportuðu börnunum sínum á kjörstað og fengu þau öll að fara með foreldrunum inn í klefann. Reiðióp- in í börnum Smáborgarans ómuðu langt inn í kosninganóttina enda sjaldan sem lýðræðismýtan hefur sýnt sitt rétta and- lit eins greinilega. Dætur Smáborgarans gefa lítið fyrir kerfið eftir kosningar á laugardaginn og ólíklegt má teljast að þær eyði tíma sínum í framtíðinni í lýðræðisdútl. Það virðist enda skila sér betur að mæta bara ekkert á kjörstað og afgreiða lýðræðið með þögninni. HVAÐ FINNST ÞÉR? Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði Voru það vonbrigði að ná ekki inn áttunda manninum? „Það var aldrei ætlunin hjá okkur að ná sama eða betri árangri en í kosn- ingunum 2002. Viðmiðið hjá okkur var því 50,2% og við bættum við okk- ur sex prósentum í viðbót. Það er ekki hægt annað en að vera hæstánægð- ur með það.“ Samfylkingarmenn í Hafnarfirði náðu glæsilegri kosningu og eru með sjö menn af ellefu í bæjarstjórn, Næsti maður inn var einnig Samfylkingarmaður. Virkjanastefnu mótmælt Á kosningadaginn fóru fram tónleikar á vegum fslandsvina sem mótmæltu því hvernig stjórnvöld hafa komið fram við fólkið, hvernig stjórnvöld hafa komið fram við landið. Sif Aradóttir mun verða fulltrúi fslands í Miss Universe. Beint í Miss Universe Fegurðardrottning Islands 2006, Sif Aradóttir, mun verða fulltrúi ís- lands í Miss Universe í Los Angeles 23. júlí næstkomandi. Fegurðarsamkeppni íslands hefur ekki sent keppanda í Miss Universe frá árinu 2003 þegar Ma- núela Ósk Harðardóttir var fulltrúi íslands en þurfti að hætta keppni vegna veikinda, aðeins tveimur dög- um fyrir aðalkeppnina. Ásdís Svava Hallgrímsdóttir sem hafnaði í 2. sæti keppir fyrir hönd íslands í Miss World sem fram fer í Varsjá, Póllandi þann 30. september og Jóna Kristín Heimisdóttir ferðast alla leið til Kína til að keppa í Miss Intercontinental í ágúst. eftir Jim Unger Ekki segja mér að ég fái þetta gerpi © Jim Unger/dist. by United Modia. 2001 HEYRST HEFUR... Kosningabaráttan var ekki öll jafndaufleg og sumir kvörtuðu undan. Svandís Svav- arsdóttir og félagar h e n n a r í vinstri- grænum í höfuð- borginni létu út- búa sér- stökbarm- m e r k i, sem á stóð „Aldrei kaus ég fram- sókn“, sem nutu millar hylli. Á kjördag kláruðust merkin á augabragði á kosningaskrifstof- unni í Vonarstræti. Sérstaklega munu það hafa verið nágrann- ar þeirra á kosningaskrifstofu Sjálfstæðisflokkins í Lands- símahúsinu, sem fjölmenntu til þess að merkja sig með þess- um hætti... Mörgum þótti Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og félag á framboðslista sjálfstæðis- m a n n a sveigj a fullmik- ið af leið sjálfstæð- isstefn- unnar í kosninga- b a r á 11 - unni. Einngallharður sjálfstæð- ismaður fékk upphringingu frá kosningaskrifstofu íhaldsins og var spurður hvort hann ætl- aði ekki að fara að kjósa Villa. Sá gamli hélt nú ekki. Þegar á hann var gengið um hvað ylli þessum sinna skiptum svaraði hann því til að ef hann vildi koma á sósíalisma í Reykjavík myndi hann fremur kjósa til þess atvinnumenn en áhuga- menn... Stjórnmálaskýrendur Sam- fylkingarinnar kepptust við að benda á að Sjálfstæð- i s m e n n hefðu mátt þola sín næstverstu kosningaúr- slit í Reykja- vík frá því fornar súl- ur flutu á land. En þegar litið er á súlurit Samfylk- ingarinnar blasir við að þetta er slakasti árangur flokksins í Reykjavík frá upphafi. Samfylk- ingin hefur þrisvar verið mæld í kosningum og fékk hún 29% í þingkosningum árið 1999, tæp 35% í þingkosningum 2003 en aðeins liðlega 27% nú. Þau úr- slit ollu ekki minni vonbrigð- um í ljósi þess að flokkurinn mældist með 36% fylgi í upp- hafi kosningabaráttunnar... Ekki verður samt sagt annað en að Dagur B. Eggertsson hafi borið sig mannalega þeg- ar hann kom á kosninga- vöku Sam- fylking- arinnar, sem hald- in var á Broadway, sem áður nefndist Hótel ísland. Þegar hann og eiginkona hans, Arna Dögg Einarsdóttir, gengu niður stigann, var leikið lagið Eye of the Tiger úr kvikmynd- inni Rocky III, þó Dagur hafi sloppið öllu ólaskaðri úr viður- eigninni en Rocky Balboa forð- um. Þótti viðeigandi að flytja þetta lag með hljómsveitinni Survivor...

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.