blaðið - 01.06.2006, Síða 1
..smjatt, smjatt é’kjamms!
16“ pizza
með 2 aleggstegundum ,
og brauðstangir að auki á I ib«/U
ef þú sækir
fyrir 50 kr i viðbót
færðu 2 lítra af Coca Cola
■ DEIGLAN
Fastagestir frum-
flytja Baróperu á
Grand Rokk
Listahátíð Grand
Rokks hefst í dag
| SfÐAIO
■ ÍPRÓTTIR
Landsliðsmenn
Tógó í knattspyrnu
gera óhóflegar
launakröfur
Þátttaka á
HM í upp-
námi
| SfÐA 30
■ VÍSINDI
Konur gera
karla heimska
Takmörkuð afkastageta giftra
vísindamanna
| SfÐA 12
Frjálst,
óháð &
ókeypis!
Ometanlegar
minningar
Það verður sífellt algengara að
íslendingar leggi í heimsreisur
og geri víðreist um heiminn.
Einn þeirra erTómas Ingi
Ragnarsson, sem hefur þrisvar
sinnum lagt upp í langferð yfir
heimsins höf og ferðast um
Asíu. Tómas á erfitt með að
gera upp á milli allra þeirra fjöl-
mörgu staða sem hann hefur
heimsótt á ferðum sínum enda
hefur hann tyllt niður tá á mörg-
um svæðum sem talin eru með-
al þeirra fegurstu í veröldinni.
„Ég er nýkominn frá Nepal og
Himalayafjöllin eru mér mjög
ofarlega í huga. Einnig varð ég
mjög heillaðuraf N-Víetnam.
Fólkið þartók mér
sérlega vel og
var í alla staði
yndislegt. Fólkið
sem maður hittir
fyrir í þessum
löndum er
svo stórhluti
af þessu öllu
saman." segir
Tómas Ingi.
| SÍÐA24
Olga Guðrún Árnadóttir
ræðir um uppreisnarhug
hippakynslóðarinnar og
hatrömm viðbrögð borg-
arastéttarinnar í viðtali
við Kolbrúnu Bergþórs-
dóttur
| SfÐUR 18-19
Valgerður kærir
morðhótun á
mótmælaspjaldi
Valgerður Sverrissdóttir, iðnaðar-
ráðherra, kærði íslandsvini í gær
sem stóðu fyrir mótmælum á laug-
ardaginn vegna umhverfismála.
Ástæða kærunnar er mótmælaskilti
sem á stóð „Drekkjum Valgerði,
ekki íslandi”. Telur Valgerður þessi
orð fela í sér alvarlega hótun og sé
hún til þess fallin að vekja ótta hjá
sér og fjölskyldu sinni.
Bla6i6/Frikki
Bandaríkjamenn til viðræðu
við írani um kjarnorkumál
Condoleezza Rice, utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna, lýsti yfir því
í gær að stjórnvöld vestra væru til-
búin að taka þátt í marghliða við-
ræðum við fulltrúa írana gegn því
að klerkastjórnin þar hætti við um-
deilda kjarnorkuáætlun sína.
Rice sagði Bandaríkjamenn
tilbúna til að ganga til slíkra við-
ræðna ásamt fulltrúum Evrópu-
sambandsins. Skilyrði væri á hinn
bóginn að íranir hættu starfsemi
sem tengist auðgun úrans og
kjarnorkuendurvinnslu.
George W. Bush forseti kvaðst
þeirrar hyggju að unnt yrði að leysa
kjarnorkudeiluna með diplóma-
tískum aðferðum. Bandaríkjamenn
hafa látið að þvi liggja að til greina
komi að beita hervaldi gegn írönum
reynist það nauðsynlegt til að koma
í veg fyrir að klerkastjórnin i Te-
heran eignist gereyðingarvopn.
Fréttaskýrendur segja yfirlýs-
ingu Rice fela í sér stefnubreytingu
gagnvart Irönum. Ríkin tvö hafa
lítil sem engin samskipti átt frá
árinu 1979 þegar starfsmenn sendi-
ráðs Bandaríkjanna í Teheran voru
teknir í gíslingu.
Utanrikisráðherrann sagði Banda-
ríkjamenn tilbúna til að setjast að
samningaborðinu um leið og íranir
leggðu fram sannanir fyrir því að
kjarnorkuáætlunin hefði verið lögð
til hliðar. Tilgangurinn með þess-
ari tillögu væri ekki síst sá að sýna
fram á vilja Bandaríkjastjórnar
til að leysa deiluna með friðsam-
legum hætti. Hvatti hún stjórnvöld
í Teheran til að íhuga tilboð þetta
af fullri alvöru. Rice mun eiga fund
með ríkjum þeim sem eiga fastafull-
trúa í öryggisráði Sameinuðu þjóð-
anna auk fulltrúa Þjóðverja í Vínar-
borg. Þar verða ræddar hugmyndir
þær sem ríki ESB hafa kynnt i því
skyni að leysa kjarnorkudeiluna.
Rice kvaðst viðurkenna það að
íranir ættu rétt á því að nýta kjarn-
orku í borgaralegum tilgangi en
fordæmdi um leið þann stuðning
sem hún kvað klerkastjórnina veita
hryðjuverkamönnum. Aðspurð
hvort til greina kæmi að fara með
hernaði gegn írönum kvað hún ljóst
að Bush Bandaríkjaforseti hygðist
ekki hafna neinum möguleikum í
því efni.
Fram kom í máli utanríkisráð-
herrans að tilboði um viðræður yrði
komið til íranskra stjórnvalda með
milligöngu svissnesku ríkisstjórnar-
innar. Fréttaskýrendur sögðu í gær-
kvöldi að telja bæri þessa tillögu
um marghliða viðræður við írani
með þátttöku Bandaríkjamanna
mjög mikilvæga.
Lautarferð í
Hljómskála-
garðinum
Þeir skemmtu sér konunglega
krakkarnir af Laufásborg
sem fór í lautarferð með
kennaranum sínum í
Hljómskálagarðinn í gær. Þar
var farið í leiki og sungið
hástöfum. Krakkarnir gengu
með hendur fyrir aftan bak að
hætti fullorðinna en ósagt skal
látið hvort tilgangurinn var sá
að líkja eftir þeim eldri.