blaðið - 01.06.2006, Blaðsíða 6

blaðið - 01.06.2006, Blaðsíða 6
6IFRÉTTIR FIMMTUDAGUR 1. JÚNÍ 2006 blaöið Hunangs^ Simmepsscsúi... ... þeqúr virdbr fivín! Góð með kjúklingi, svínakjöti, reyktum laxi, graflaxi, sem salatsósa og i kalt pastasalat hverskonar. VOGABÆR Frábær köld með kjúklingi og lambakjöti og út á pizzuna. Góð á saltkexið með rifsberjahlaupi og sem ídýfa. _____________________________________________________________ Auglýsingar J I U ú i blaðið Chavez styrkir stöðu sína í Suður-Ameríku Venesúelamenn taka að sér að hreinsa hráolíu frá Ecuador. Bandaríkjamenn hafa áhyggjur af þróun mála í Rómönsku-Ameríku. Hugo Chavez, forseti Venesúela, hefur lokið við gerð nokkurra samninga á sviði orkumála við stjórnvöld í nágrannaríkinu Ecua- dor. Þykir þetta líklegt til að auka enn á áhyggjur ráðamanna í Banda- ríkjunum vegna þróunar mála í Rómönsku-Ameríku. Samningarnir kveða m.a. á um að Venesúela taki að sér að hreinsa um íoo.ooo tunnur af hráolíu frá Ecuador á degi hverjum. Stjórnvöld í Ecuador segja að samningurinn muni minnka útgjöld á þessu sviði um 300 milljónir Bandaríkjadala á ári. Chavez er nú í opinberri heim- sókn í Ecuador. Hafa stjórnvöld þar Iagt áherslu á að heimsóknin sé ekki pólitísk í eðli sínu. Alfredo Palacio, forseti Ecuador, hefur sagt að stjórn- völd hafi ekki hug á að ganga í banda- lag það sem Chavez hefur leitast við að mynda um orkusölu í álfunni sem einnig miðar á því að draga úr pólitískum og efnahagslegum áhrifum Bandaríkjamanna þar. Bandaríkjastjórn fylgist grannt með framgöngu Chavez enda nýtir hann hvert tækifæri til að gagnrýna George W. Bush forseta og hefur myndað bandalag með þeim Fídel Castro Kúbuleiðtoga og Evo Mora- les, forseta Bólivíu sem eru lengst til vinstri í stjórnmálum álfunnar. Heimsókn Chavez til Ecuador kemur í kjölfar þeirrar ákvörðunar stjórnvalda þar að þjóðnýta olíu- lindir sem bandaríska fyrirtækið Occidental Petrolium hafði á leigu og rifta samningi um nýtingu þeirra. Bandaríkjastjórn hefur farið hörðum orðum um þessa ákvörðun stjórnvalda í Quito. Ákvörðunin hefur hins vegar mælst vel fyrir í Ecuador, einkum á meðal hinna fá- tæku og indíána. Ecuador býr líkt og Venesúela yfir umtalsverðum olíulindum. Samn- ingurinn sem gerður var kveður á um að Venesúela hreinsi hráolíu við hagstæðu verði og aðstoði síðan Ecuador við að reisa olíuhreinsun- arstöð. Ecuador kaupir bæði tækja- búnað og margvísleg efni sem tengj- ast olíuvinnslu frá Bandaríkjunum. Vilja að Bókin um bílinn verði kennd í grunnskólum Mótor-listinn á Þórshöfn í oddaaðstöðu eftir kosningarnar. Mótor-listinn á Þórshöfn komst í oddaaðstöðu um helgina þegar þeir náðu manni inn í sveitarstjórn sameinaðs sveitarfélags Þórshafnar- hrepps og Skeggjastaðahrepps. Þórir Jónsson, oddviti Mótor-list- ans segir að meirihlutaviðræður O-lista og Mótor-listans standi nú Níutíu ára en samt ný Viðopnum 2. júní yfir og skýrist það mjög bráðlega hvort að samkomulag náist. O-listi og K-listi náðu báðir inn þremur mönnum í sveitarstjórn, en M-list- inn einum. „Mótor-listinn er þverpólitískur listi með fólki sem hefur áhuga á bæjarpólitík. Við tengjumst flest ein- hverju mótortengdu, svo sem vinnu- vélum og vörubílum, auk þess sem margir frambjóðendur hafa áhuga á jeppum, vélsleðum og slíku. Þannig varð þetta nafn til,“ segir Þórir í sam- tali við Blaðið, sem sjálfur er vinnu- vélaverktaki á Þórshöfn. Meðal stefnumála Mótor-listans er að laga vegi innan sveitarfélags- ins, malbika aðalgötu Þórshafnar og bæta almenn búsetuskilyrði. „Við viljum einnig koma upp sérstöku æf- ingasvæði fyrir mótorista og þannig auka öryggi þeirra sem stunda slíkar íþróttir og koma í veg fyrir Þórir Jónsson, oddviti Mótor-listans í sam- einuðu sveitarfélagi Þórshafnarhrepps og Skeggjastaðahrepps. skemmdir á landi og gróðri. Einnig viljum við að Bókin um bílinn verði kennd í grunnskólum," segir Þórir. SUMARFJARNÁM Skráning á sumarönn fer fram 22.maí - 2.júni á heimasíðunni www.fa.is/fjarnam

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.