blaðið - 01.06.2006, Síða 8
8IFRÉTTIR
FIMMTUDAGUR 1. JÚNÍ 2006 blaöið
Vöruskiptahallinn kemur að landi
Vöruskiptahall-
inn eykst um
21 milljarð
1 aprílmánuði voru fluttar frá
landinu vörur fyrir 17,7 millj-
arða króna og til landsins fyrir
27,3 milljarða. Frá þessu greinir
Hagstofa íslands. Vöruskiptin
voru því óhagstæð um 9,7 millj-
arða króna, en á sama tímabili
í fyrra voru þau óhagstæð um
5,4 milljarða á föstu gengi.
Ef litið er til fyrstu fjögurra
mánaða ársins nam vöruskipta-
hallinn 41,6 milljörðum króna
en á sama tíma í fyrra voru
vöruskiptin óhagstæð um 20,6
milljarða á sama gengi.
Reuters
íraskur lögreglumaður notar málmleitartæki til að athuga hvort sprengjur kunni að vera faldar líkkistum við útför sem fram fór í bæn-
um Hilla I gær. Þá voru borin til grafar 25 fórnarlömb í sjálfsmorðsárás sem gerð var í bænum.
Heita því að veita upplýsingar
um meint fjöldamorð í Irak
Sérfræðingar
hjálpa til við
sakfellingu
Bandaríkjaher vinnur að rannsókn á því hvort landgönguliðar hafi tekið
rúmlega tuttugu íraska borgara af lífi í nóvember í fyrra. Málið er talið geta
orðið alvarlegra og haft enn verri afleiðingar en Abu-Ghraib-hneykslið.
mbl.is | Héraðsdómur Reykja-
víkur hefur dæmt konu í sex
mánaða skilorðsbundið fangelsi
fyrir að falsa nafn fyrrum sam-
býlismanns fyrir yfirdráttar-
heimildir, samtals nærri 7 millj-
ónir króna. Konan neitaði sök
en maðurinn sagði hana hafa
játað fölsunina fyrir sér.
Fyrir dóminn komu sænskir
sérfræðingar sem rannsökuðu
undirskriftirnar á skjölunum
og báru þeir báðir að niður-
stöður þeirra bentu til þess að
maðurinn hefði ekki skrifað
undir skjölin. Komst dómurinn
að þeirri niðurstöðu að konan
hafi vitað að umrædd skjöl voru
fölsuð þegar hún framvísaði
þeim.
Við erum flutt
- en bara stutt
Viðopnum 2. júní
Talsmaður George W. Bush Banda-
ríkjaforseta hét því á þriðjudags
að birtar yrðu allar upplýsingar
sem fram kæmu í tengslum við
rannsókn á meintu fjöldamorði á
óbreyttum borgurum í írak.
Stjórnvöld brugðust með þessu
við fullyrðingum um að hermenn
úr landgönguliði Bandaríkjanna (e.
„Marines”) hefðu myrt 24 óbreytta
íraka í bænum Haditha í nóvember-
mánuði. Talsmaðurinn sagði Bush
forseta áhyggjufullan vegna upp-
lýsinga sem fram'hefðu komið um
fjöldamorðið en kvað hann vilja að
Bandaríkjaher lyki rannsókn máls-
ins áður en hann tjáði sig um það.
Meira áfall en Abu Ghraib?
Forsætisráðherra íraks lýsti því
einnig yfir í gær að stjórnvöld þar
í landi hygðust rannsaka ásakanir
þessar. Ráðherrann, Nouri Maliki,
sagði í samtali við Reuters-frétta-
stofuna að takmörk væru fyrir því
hvað talist gætu „ásættanlegar afsak-
anir” þegar um mannfall í röðum
óbreyttra borgara ræddi.
Bandaríska varnarmálaráðu-
neytið vinnur nú að tveimur rann-
sóknum tengdum fjöldamorðinu
meinta í Haditha. Annars vegar
er kannað hvort manndrápin hafi
í raun í átt sér stað en hin rann-
sóknin beinist að fullyrðingum um
að reynt hafi verið að halda þeim
leyndum.
Samkvæmt fyrstu skýrslum
Bandaríkjahers féllu 15 óbreyttir
borgarar og átta íraskir uppreisnar-
menn í átökum sem blossuðu upp
eftir að landgönguliði hafði týnt lifi
í sprengjutilræði í Haditha. Banda-
ríkjaher segir nú að rannsóknin
beinist að dauða 24 manna.
Fréttaskýrendur ýmsir halda því
fram að komi í ljós að fjöldamorð
hafi verið framið í Haditha 19. nóv-
ember geti það reynst meira áfall
fyrir Bandaríkjamenn en upplýs-
ingar um að fangar hafi verið pynt-
aðir og niðurlægðir í Abu Ghraib-
fangelsinu í Irak.
Heita því að ekkert
verði dregið undan
Tony Snow, nýr talsmaður Banda-
ríkjaforseta, sagði ráðamenn í varn-
armálaráðuneytinu hafa fullvissað
hann um að „öll atriði” rannsókn-
arinnar yrðu gerð opinber. „Við
munum fá glögga mynd af því sem
gerðist,” sagði Snow. Kvað hann
Bush forseta ekki hafa fengið vitn-
eskju um málið fyrr en í byrjun
ársins þegar fréttamaður einn tók
að spyrja hann um fjöldamorðið
meinta í Haditha. Hefði forsetinn
þá fengið embættismenn til að
veita sér upplýsingar um málið.
Breytt útgáfa íslenskra vegabréfa
VAKIN ER ATHYGLI ÁAÐ:
Á höfuborgarsvæðinu er aðalumsóknarstaður
hjá Sýslumanninum í Kópavogi, Dalvegi 18.
Afgreiðslutími frá kl. 09:00 til 15:30.
Sækja má um vegabréf hjá öllum sýslu-
mannsembættum utan Reykjavíkur og hjá
Lögreglustjóranum ÍReykjavík, Borgartúni 7b,
óháð búsetu eða lögheimili.
Myndataka fyrir vegabréfsumsókn ferfram
á umsóknarstað á sama tíma og sótt er um,
umsækjanda að kostnaðarlausu. Einnig má koma
með eigin myndir frá Ijósmyndara á rafrænu formi.
Dóms- og kirkjumálaráðuneytið
frekari upplýsingar fást Á: www.vegabref.is
Forsetinn hefði ákveðið að fylgja
reglum í þessu efni og því væri það
Bandaríkjahers að rannsaka málið
og skila um það skýrslu. Sagði
Snow að landgönguliðar flotans
tækju þátt í rannsókninni.
John Murtha, þingmaður Demó-
krataflokksins og fyrrum land-
gönguliði, segist hafa fengið upplýs-
ingar um rás atburða í Haditha frá
embættismönnum innan hersins.
Murtha telur að óbreyttir borgarar
hafi verið myrtir og að reynt að
hafa verið, skipulega, að hylma yfir
málið. Fréttaritari breska ríkisút-
varpsins í Washington segir að upp-
lýsingum varðandi Haditha hafi
verið lekið í bandariska fjölmiðla
og margir Bandaríkjamenn telji
ásakanirnar mjög alvarlegar og ef
til vill sannar.
Bandaríkjaher fullyrti að
óbreyttir borgarar hefðu fallið ann-
aðhvort í sjálfu sprengjutilræðinu
eða í bardaga sem blossaði upp
eftir það. Sagt er að þá hafi íröksu
uppreisnarmennirnir verið felldir.
Vitni að atburðinum hafa hins
vegar aðra sögu að segja. Fullyrt
er að landgönguliðarnir hafi gjör-
samlega tapað sér þegar einn félagi
þeirra týndi lífi í sprengjuárásinni.
Þessar frásagnir hafa verið birtar í
bandarískum fjölmiðlum.
„Ég þóttist vera dáin"
Safa Younism, tólf ára stúlka sem
lifði árásina af segir að bandarískir
hermenn hafi barið að dyrum á
heimili hennar í Haditha. Þeir hafi
skotið föður hennar og varpað
handsprengju inn á baðherbergið.
„Bandaríkjamennirnir héldu áfram
að skjóta. Ég þóttist vera dáin og
þeir áttuðu sig ekki á því,” segir
hún að því er fram kemur í gögnum
sem írösk mannréttindasamtök
hafa safnað um málið. Samkvæmt
frétt í bandaríska dagblaðinu Wall
Street Journal liggja sannanir fyrir
um að bandarísku hermennirnir
hafi tekið óbreytta borgara, konur
og börn þar á meðal, af lífi. Segir
í fréttinni að líklegt megi telja
að margir landgönguliðar verði
dregnir fyrir rétt, sakaðir um morð.
Þá sé og trúlegt að fleiri verði gerðir
ábyrgir fyrir yfirhylmingunni.
Ryan nokkur Briones, landgöngu-
liði sem tók þátt í aðgerðunum í
Haditha, hefur sagt í viðtali við
dagblaðið Los Angeles Times að
hann hafi tekið ljósmyndir og
hjálpað til við „hreinsunarstarfið”
sem m.a. hafi falist í því bera lík
út úr húsum. „Þetta voru lítil börn,
karlar og konur. Ég mun aldrei
losna undan þessari reynslu. Ég
finn ennþá blóðlyktina.”
Teddy Roosevelt og hinir hörðu
reiðmenn hans í spænsk-bandaríska
stríðinu 1898. Bandarískir símnot-
endur hafa verið að borga fyrir
stríðið í 107 ár.
Símnotendur
Ijúka fjármögn-
un á stríði
Bandaríkjamenn hafa nú lokið
við að fjármagna stríðið við
Spánverja sem var háð árið
1898 um yfirráð yfir nýlendum
Spánverja í Kyrrahafinu og í
Karabíska-hafinu. Eitt síðasta
verk Jack Snow, fráfarandi fjár-
málaráðherra Bandaríkjanna,
var að tilkynna að 107 ára skatt-
lagningu á símtöl væri lokið.
Til þess að fjármagna stríðið
við Spánverja á sínum tíma
setti William McKinley, þáver-
andi forseti Bandaríkjanna, á
skattheimtu á símanotkun. I
upphafi var þetta skattur á fríð-
indi þar sem að einungis vel
stætt fólk átti síma á þessum
tíma. Stríðið tók aðeins fjóra
mánuði en eins og oft vill verða
gleymdu yfirvöld að afnema
skattinn.
Fram til þessa dags hafa
Bandaríkjamenn þurft að
greiða 3% skatt af öllum sím-
tölum. Skatturinn hefur runnið
beint í ríkissjóð og hefur aldrei
verið eyrnamerktur ákveðnum
verkefnum eins og endurfjár-
festingu í símakerfi landsins.
Símnotendur geta þó huggað
sig við þá tilhugsun að Banda-
ríkjamenn sigruðu stríðið og sá
sigur er yfirleitt talinn marka
upphafið að framgangi banda-
ríska heimsveldisins.
Exista kaupir
VÍS eignar-
haldsfélag
Exista ehf. hefur eignast 100%
hlutafjár í VÍS eignarhaldsfé-
lagi hf. Eigendur rúmlega 80%
hlutafjárs samþykktu kauptil-
boð Exista en fyrir átti félagið
tæp 20%.
Kaupverðið, 53,2 milljarðar
króna verður greitt með nýút-
gefnum hlutum í Exista og fá
seljendur tæplega 18,5% hluta-
fjár í Exista. Heildarverðmæti
VÍS er metið í kaupunum á 65,8
milljarða króna. Samkvæmt til-
kynningu frá Exista eru þessi
kaup Iiður í umbreytingu fé-
lagsins en gert er ráð fyrir að
félagið verði skráð í Kauphöll
íslands í sptember.
Þá stendur til að sameina VÍS
eignarhaldsfélag og Exista
undir nafni þess síðarnefnda.
Innan Exista eru Vátrygginga-
félag íslands og vátryggingafé-
lagið Vörður Islandstrygging
en markaðshlutdeild þeirra á ís-
lenskum vátryggingamarkaði
er um 38%. Exista rekur einnig
líftryggingafélagið Lífís, Örygg-
ismiðstöð Islands og eignaleigu-
fyrirtækið Lýsingu.
Finnur Ingólfsson lætur af
störfum sem forstjóri VÍS eign-
arhaldsfélags en hann verður
starfandi stjórnarformaður Vá-
tryggingafélags Islands.