blaðið - 01.06.2006, Side 14
blaðið____
Útgáfufélag: Ár og dagur ehf.
Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson.
Ritstjóri: Ásgeir Sverrisson.
Fréttastjórar: Aðalbjörn Sigurðsson og Erna Kaaber.
EINANGRUN HAMAS
Otti magnast um að valdabarátta hinnar íslömsku Hamas-hreyf-
ingar og fylgismanna Mahmoud Abbas, forseta Palestínu, kunni
að kalla frekari hörmungar yfir palestínsku þjóðina. Fylkingar
þessar hafa löngum tekist á í Palestínu enda er hugmyndafræðilegur ágrein-
ingur þeirra djúpstæður. Frestur sem Abbas hefur gefið fylkingunum til
að binda enda á deilur sínar rennur út um næstu helgi. Náist ekki sættir
hyggst forsetinn boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um landamæri sjálfstæðs
ríkis Palestínumanna. Verði fyrirliggjandi tillaga í því efni samþykkt felur
hún í sér óbeina viðurkenningu á tilverurétti Ísraelsríkis. Þann rétt neitar
Hamas-hreyfingin að viðurkenna. Á vettvangi palestínskra öryggismála er
ástandið vægt til orða tekið eldfimt. Hið sama gildir um stjórnmálasviðið.
Ríkisstjórnir Vesturlanda hafa brugðið á það ráð, að freista þess að ein-
angra með öllu ríkisstjórn Hamas á alþjóðavettvangi. Viðbrögð þessi eru
einkum til komin sökum afstöðu hreyfingarinnar til fsraelsríkis. Rétt-
mætt er að bregðast með þessum hætti við yfirlýstri stefnu Hamas-hreyf-
ingarinnar en forsendan er sú að ábyrgir aðilar í forustusveitinni nái að
sveigja stefnu hinnar nýju stjórnar Palestínu í átt til raunsæis. Gerist það
ekki er voðinn vís.
Margir ráðamanna Hamas gera sér ljóst að algjör einangrun á alþjóða-
vettvangi og skortur á fjárhagslegum stuðningi mun kalla enn frekari
hörmungar yfir palestínsku þjóðina. Palestínumenn höfnuðu Fatah-hreyf-
ingu Abbas forseta með eftirminnilegum hætti í þingkosningunum í
janúar. Verði sú niðurstaða til þess eins að auka á hörmungar þjóðarinnar
er líklegt að Palestínumenn hafni hinu lýðræðislega ferli og glati allri trú
á slíkum stjórnarháttum. Slíkt gæti haft ólýsanlegar hörmungar í för með
sér.
Hafa ber í huga að Hamas nýtur mikils stuðnings í ríkjum Araba. Sigur
hreyfingarinnar í þingkosningunum og myndun ríkisstjórnar í Palestínu
hefur víða vakið vonir um að unnt verði að koma á viðlíka pólitískum um-
skiptum. Spilltir og valdasjúkir leiðtogar fjölmargra Arabaríkja njóta hverf-
andi alþýðuhylli. Með því að gera Hamas ókleift að stjórna Palestínu er því
óbeint unnið gegn pólitískum breytingum í þessum heimshluta.
Hamas-hreyfingin er illa þokkuð á Vesturlöndum sökum þeirra hryðju-
verka sem liðsmenn hennar hafa staðið fyrir í Israel. Sú afstaða er réttmæt.
Algjör einangrun hreyfingarinnar mun á hinn bóginn skila því einu að
gera erfitt ástand stórhættulegt. Fái Hamas með engu móti stjórnað Pal-
estínu er raunveruleg hætta á að barátta stjórnvalda og Fatah-hreyfingar
Abbas forseta leiði til upplausnar og jafnvel borgarastríðs.
Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson. Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2,110 Reykjavík.
Aðalsími: 510 3700. Símbréf á fréttadeild: 510.3701. Símbréf á auglýsingadeild: 510.3711.
Netföng: vbl@vbl.is, frettir@vbl.is, auglysingar@vbl.is.
Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dreifing: íslandspóstur.
Oriental BBQ-marinerin? meistara flr?entínu komin i verslanir
Oriental BBQ-marinering meistara Argentínu steikhúss
hefúr notið gríðarlegrar hylli gesta staðarins í 16 ár.
Nú er þessi óviðjafnanlegi kryddlögur fáanlegur í verslunum
svo að eldklárir grillmeistarar heimilanna geta nýtt sér hann
til aukinna vinsselda í sumar.
Fullkomnaðu grillsteikina að hœtti Argentínu steikhúss!
14 I ÁLJT
FIMMTUDAGUR 1. JÚNÍ 2006 blaóiö
PÚiMMRmn
ÖtW&l/M Á TVÆR.
íNHfriWtl-
SiGl-UFJOR-P 06
BoLONG/tÍVjK
EPUNEJWW
GbNG
SVC HtLVítI
669 MiR vtmm
5m
wm
Aftur og nýbúnir
Eins og rakið var á þessum stað í gær
var árangur Samfylkingarinnar í ný-
liðnum kosningum ekkert til þess að
hrópa húrra yfir. Og hvað mega þá
framsóknarmenn segja? En það er
fleira, sem máli skiptir en atkvæða-
hlutföll og fulltrúafjöldi. Þannig
virðist framsóknarmönnum ætla
að lukkast bærilega að komast inn i
meirihlutasamstarf víða um landið,
en Samfylkingin hefur ekki átt góða
viku í þeim efnum.
Ákafast horfa menn til Reykjavíkur
í þeim efnum og vinstrimenn hafa
gantast með að Björn Ingi Hrafnsson
hafi sagt baráttuna standa milli sín
og áttunda manns Sjálfstæðisflokks-
ins, en svo hafi á daginn komið, að
hann sjálfur hafi reynst áttundi
maður þeirra! En þá má eins spyrja
hvort það hafi ekki verið vinstri-
grænir eða samfylkingarmenn, sem
hafi kosið Björn Inga í meirihlutann.
Ljóst var að meirihluti yrði trauðla
myndaður í Reykjavík án aðkomu
íhaldsins og vísasti vegurinn til þess
að halda framsóknarmönnum frá
stjórnartaumunum hefði þá verið að
mynda meirihluta með Sjálfstæðis-
flokknum fremur en að bjóða Birni
Inga upp í fjögurra flokka dans og
eftirláta íhaldinu um leið þann eina
kost. Eða hvað?
Vinstrigrænir misstu af vagninum
af ótta við andstöðu Ögmundar Jón-
assonar meðan óbeit Ingibjargar
Sólrúnar Gísladóttur á Sjálfstæðis-
flokknum kom í veg fyrir að þann
kost mætti nefna á nafn í herbúðum
Samfylkingarinnar hvað þá meir.
Tvær stjörnur
Óhætt er að segja að kosningar lið-
innar helgar hafi skotið tveimur
nýjum stjörnum upp á himinn ís-
lenskra stjórnmála. Það voru þau
Björn Ingi Hrafnsson og Svandís
Svavarsdóttir, sem hvort á sinn hátt
eru til alls líkleg og geta hæglega
orðið leiðtogar flokka sinna fyrr en
margan myndi gruna.
Hugmyndaríkidæmið var líka
ágætt hjá þeim og sjálfsagt veitir ekki
af því hjá Birni Inga, því það mun
að líkindum velta nokkuð á honum
hvern árangur naflaskoðun Fram-
sóknarflokksins í heild ber. Verk-
efnið er ekki lítið og mikið í húfi, því
staðan kallar á endurfæðingu flokks-
ins; nú eða menn gefist einfaldlega
upp og kasti rekunum.
Andrés Magnússon
En auðvitað voru þau tvö ekki einu
stjörnurnar. Jónmundur Guðmars-
son, hinn ungi og sigursæli bæjar-
stjóri á Seltjarnarnesi er ljóslega fram-
tíðarmaður í Sjálfstæðisflokknum.
Eins verður því vart trúað að Sam-
fylkingin kalli Lúðvík Geirsson, bæj-
arstjóra í Hafnarfirði ekki til trún-
aðarstarfa í fremstu röð á næstunni.
Eins gæti sjálfstæðismaðurinn Árni
Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ,
nánast bent á það, sem hann vildi.
Eftirskjálftarnir
En áhrifin liggja víðar. Stórsigur
Lúðvíks í Hafnarfirði valtaði um
leið yfir Sjálfstæðisflokkinn þar.
Sem hlýtur að vekja Hafnarfjarðar-
ráðherrana Árna M. Mathiesen og
Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur til
umhugsunar. Imprað hefur verið á
að annað hvort þeirra fari í Suður-
kjördæmi, þar sem sumum þykja
framboð sjálfstæðismanna vera
lítil meðan eftirspurn kjósenda sé
gífurleg. Fyrir norðan hafa sjálfstæð-
ismenn lfka áhyggjur og leita fram-
bærilegra frambjóðenda í dyrum og
dyngjum.
Þá má ekki gleyma því að tap Sam-
fylkingarinnar 1 Reykjavík kann að
hafa þau áhrif að öflugir borgarfull-
trúar hennar reyni fyrir sér í lands-
málunum, eins og nokkuð hefur
verið um rætt.
Útlitið fremur tvísýnt hjá frjáls-
lyndum þrátt fyrir að þeim gengi
síður en svo illa í kosningunum.
Þingmaðurinn Magnús Þór Haf-
steinsson náði raunar kjöri í bæj-
arstjórn Akraness, þar sem hann
myndaði meirihluta með sjálfstæðis-
mönnum, en sumir hafa spurt hvort
hann sé ekki aðeins að leita sér að
útleið af þingi. Stóra spurningin hjá
þeim er hvort Margrét Sverrisdóttir
reyni ekki fyrir sér á næsta ári, en
hún er sjálfsagt ein vannýttasta at-
kvæðaauðlind á íslandi.
En hafi mönnum þótt framboðin
í sveitarstjórnarkosningunum ein-
sleit og baráttan daufleg ættu þeir
kannski ekki að vænta of mikillar
spennu á næsta ári. Miðjusóknin
í landsmálunum er síst minni en
sveitarfélögunum. Svo kannski
fáum við bara endurtekið efni. En í
stærri skömmtum.
Höfundur er blaðamaður.
Klippt & skorið
klipptogskorid@vbl.is
Tll tfðlnda bar í fjölmiðlaheimmum f
gær að ritstjórum tímaritanna Sáð og
heyrt og Vikunnar, sem Fróði gefur út,
var sagt upp störfum. Þetta eru þau Bjarni
Brynjólfsson, sem verið hefur ritstjóri Séðs
og heyrðs frá upphafi, og Elín Albertsdóttir
hjá Vikunni. Þetta var kynnt á starfsmanna-
fundi hjá Fróða og um leið var tveimur blaða-
mönnum sagt upp. Ástæðan ersögð vera slæm
afkoma beggja blaðanna á fyrstu mánuðum
ársins og á að grípa til rekstararhagræðingar,
en blöðin halda áfram að koma út. Stutt er
sfðan Kristján Þorvaldsson lét af störfum
sem hinn ritstjóri Séðs og heyrðs, en það hefur
fengið talsverða samkeppni frá Hér og nú, sem
Dagsbrún hefur gefið út á sömu miðum. Nýleg
breyting DV í vikublað er svo talið munu enn
þrengja að Séð og heyrt.
Frjálshyggjumennirnir á Vef-Þjóðvilj-
anum (www.andriki.is) hafa aldrei
tekið undir kröfur þeirra, sem vilja að
Alþingi starfi lengur. Telja þeir enda að aukin
framleiðni þar á bænum sé helst til þess fallin
að minnka frelsi borgaranna og auka skatta
þeirra. í gær gerir Vef-Þjóðviljinn
nýsett sumarþing að umræðu-
efni og lýstekki nema mátulega á
hin veigamiklu málefni, sem þar
eru tekin til kostanna. Sérstaka at-
hygli vekur hann á fyrirspurn Valdimars Leós
Friðrikssonarum fþróttastefnu rfkisins.
„Valdimarspyr-öllum aö óvörum - hvortað
aukiö fjármagn til íþróttamála eða iþrótta-
hreyfingarinnarmuni fylgja framkvæmd
stefnunnar, og geta menn giskaö á hvort að
Valdimar telur ástæöu til að auka eöa minnka
styrki rlkisins til iþróttamála."
Einkennileg sending barst lesendum
Morgunblaðsinsgegnumlúgunaígær-
morgun. Með blaðinu fylgdi aukablað
um fullnaðarsigur fslend-
inga í þorskastríðunum.
Orðræðan í kálfinum er í
anda upphafinnarþjóðern-
ishyggju, en undarlegri er
þó hin mikla umfjöllun,
sem Sigurður Einars-
son, stjórnarformaður KB-
banka, Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis
og sjávarútvegssérfræðingar Landsbankans
fá, þvf klippara er ekki kunnugt um að þessir
sómamenn hafi leikið neitt sérstakt hlutverk
f þorskastríðunum. En síðan er ekkert rætt við
útgerðarmenn eða sjómenn. Ef til vill er þetta
til marks um þá söguskoðun sem stunduð er á
tímum „útrásar-víkinga."