blaðið

Ulloq

blaðið - 01.06.2006, Qupperneq 15

blaðið - 01.06.2006, Qupperneq 15
blaðið FIMMTUDAGUR 1. JÚNÍ 2006 SKOÐUN I 15 Garmurinn hann Ketill Eftir Jóhönnu Sigurðardóttur Það hlýtur að vera : áhyggjuefni í lýð- Hr ræðisþjóðfélagi að W Framsóknarflokk- I urinn skuli bæði ý-1 Æ í þingkosningum I og bæjarstjórnar- ™ kosningum vera Jóhanna leiddur til valda þó Sigurðardóttir hann býði afhroð í kosningum. Það er líka sannarlega fátítt í lýðræðis- ríkjum að forystumaður í stjórn- málaflokki með örfá prósent á bak við sig skuli verða forsætisráðherra. Það er heldur ekki hollt fyrir lýðræði og valddreifingu að sömu flokkar og setið hafa í nærri 12 ár í ríkisstjórn skuli einnig stjórna höfuðborginni. En íhaldið hefur góða reynslu af því að geta beygt og stjórnað framsókn- armönnum að vild í landsmálum. Því vildu þeir líka nýta garminn hann Ketil við stjórn borgarinnar. Um leið og Villi smellti fingrum var hækjan því mætt og sagði umsvifa- laust já án þess að málefnapakkinn lægi fyrir. Launin voru formennskan í borgarráði. Áfram í hækjuhlutverkinu Það er auðvitað kaldhæðnislegt að það skuli vera framsóknarmenn sem leiði Sjálfstæðisflokkinn til valda í höfuðborginni. Ekki síst í ljósi þess sem Björn Ingi Hrafnsson sagði um þann flokk fyrir kosningar, sem nú virðist gleymt og grafið. Sannarlega er það líklegt að það geti orðið flokknum dýrkeypt í komandi alþingiskosningum, því fjöldi fólks hefur fengið meira en nóg af undir- lægjuhætti framsóknar við íhaldið í hveju málinu á fætur öðru. Það var m.a. þess vegna sem Framsóknar- flokkurinn galt afhroð víðast hvar í sveitastjórnarkosningunum. Fram- sóknarmenn þurfa heldur ekki að undra að þeim sé kennt um slæm kjör og aðbúnað lífeyrisþega og vax- andi fátækt og misskiptingu í þjóðfé- laginu. Verkefni þeirra var að verja velferðarkerfið en ekki að gerast hækja íhaldsins í að eyðileggja það. Framsóknarmenn hlustuðu ekki á skilaboðin frá kjósendum, sem höfn- uðum þeim víðast hvar um landið í sveitastjórnarkosningunum. Garm- urinn hann Ketill hélt bara áfram uppteknum hætti að leiða íhaldið allsstaðar til valda og vera áfram í hækjuhlutverkinu. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. www. alth ingi. is/johanna Smáauglýsingar 510-3737 Auglýsingadeild 510-3744 Meirihluta- flóran er orðin fjölskrúðug Þetta eru dagar hinna miklu meiri- hlutamyndana. Smám saman er að komast mynd á í hvað stefnir. Þrátt fyrir tal um annað síðustu dægrin, þá blasir við að meirihlut- arnir verða fjölbreyttir að allri gerð. Þessi flóra verður með öðrum orðum býsna fjölskrúðug. Það er í sjálfu sér ánægjulegt og er til vitnis um kraft og fjölbreytileika stjórn- málanna. Það mætti ætla að þeir sem ekki koma auga á þetta séu glámskyggnir í meira lagi. Skemmtilegast er auðvitað að tala um sveitarfélögin þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er í hreinum meirihluta. Þau eru alls 13 sveitar- félögin þar sem flokkurinn er í slíkri stöðu. Og smám saman eru aðrir meirihlutar að fæðast. Lítum á nokkur dæmi. Á ísafirði og í Kópavogi verður farsælu og reyndu meirihlutasam- starfi Framsóknar og Sjálfstæð- isflokksins haldið áfram. Sama mynstur verður í höfuðborginni. Nú er verið að reyna meirihluta- myndun Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar á Akureyri. f Borgar- byggð verður framhaldið öflugu og ágætu samstarfi Sjálfstæðisflokks og Félagshyggjufólks. Á Akranesi er nýbúið að ljúka meirihluta- myndun Sjálfstæðisflokks og Frjáls- lyndra þar sem Gísli S. Einarsson verður bæjarstjóri. í Fjarðarbyggð eru það Framsókn- armenn sem mynda meirihluta með Samfylkingu og sama er verið að reyna í Skagafirði. Framsókn, Sjálfstæðisflokkur og VG reyndu meirihlutamyndun á Dalvík og allir nema Sjálfstæðisflokkur reyndu að berja saman meirihluta í Árborg. Hvorugt tókst. Athyglis- vert er að ekki eru mörg dæmi um klassíska vinstri meirihluta með margflokka samsetningu. Ætli sporin hræði ekki þar. Af þessu öllu má sjá hversu frá- leitt samsæristal Vinstri Grænna og Samfylkingar er um meirihluta- myndanir, út frá þeim meirihluta sem myndaður var í Reykjavík. Það sem einkennir meirihluta- myndanir í sveitarstjórnum nú - og eflaust líka oft fyrr og síðar er ein- mitt fjölbreytnin. Samsæriskenn- ingarsmiðirnir verða því að smíða dellumakeríið sitt upp á nýtt og leggja út frá þeirri miklu samsæris- kenningu, að allir stjórnmálaflokk- arnir koma að meirihlutamynd- unum í afskaplega fjölbreyttum myndum. EinarK. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra www. ekg.is SETTU ÞAÐ SAMAN Innréttingar í eldhús, svefnherbergi, baðherbergi og þvottahús. Þessi gullfallega innrétting heitir EG HVID DEK0R/900 og er hönnuð og framleidd af snillingunum í HTH í Danmörku. Ein allra vinsælasta og mest selda eldhúsinrétting frá HTEI Settu þaÖ saman, enda gott dæmi um smekklega, nútímalega hönnun og vandaða framleiðslu. Ósamsettu innréttingarnar frá HTH eru léttar á pyngjuna en standast ítrustu kröfur og væntingar. Ótæmandi möguleikar, gæði og þjónustu í skiptum fyrir - hagstætt verð. ORMSSON 1 TILAÐVER51A SMÁRAUND ■ Símar: 530-2906 / 530-2907 / 530-2908 AKUREYRI Furuvöllum 5 • Sími: 461-5003

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.