blaðið - 01.06.2006, Síða 20
+
20 I SAMSKIPTI
FIMMTUDAGUR 1. JÚNÍ2006 blaðið
Auðveldar konur
Eiga konur að reyna við karlmenn?
íslenskar konur eru meðal
fárra í heiminum sem eiga oft
frumkvæðið að því að reyna
við karlmenn. Það er erfitt að
segja til um hvað veldur þessari
sérstöku áræðni íslenskra kvenna.
Kannski bara það að við búum
á eyju? Samskipti eyjarskeggja
eru oft ólík því sem gerist á meg-
inlandinu og hefur svo verið í
gegnum tíðina.
Það eru ekki margir sem búa á
þessari eyju og þegar kemur að
samskiptum kynjanna þá hefur það
stundum verið frumskógarlögmálið
sem gildir. Það er kannski einn
árennilegur karl á svæðinu og um
að gera fyrir einhleypar konur að
stökkva á stegginn áður en einhver
önnur nær honum. Því hefur oft
verið fleygt að álitlegir piparsveinar
séu af skornum skammti á íslandi
(þær voru ófáar konurnar sem fóru
til Bandaríkjanna i seinni heims-
styrjöldinni). Kannski hefur þetta
alltaf verið svona? Kannski hefur
þetta erfst i gegnum langömmur
og ömmur til dætra tuttugustu og
fyrstu aldarinnar?
Otlendir karlmenn sem hingað
koma verða oft forviða yfir þessum
hressleika íslenskra kvenna. Þeir
hafa aldrei upplifað það áður að
áræðnar konur gangi upp að þeim
og bjóði jafnvel í glas sem endar
svo í náttúrunnar glímutökum á
hótelherbergi eða í heimahúsi. Þetta
kemur þeim oft skemmtilega á óvart,
kannski vegna þess að fljótlega
halda þeir aftur til heimalandsins.
Flestir karlmenn eru nefninlega
aldir upp við það að „auðveldar“
konur séu ekki vænlegir kvenkostir.
Þeir verða helst að hafa fyrir því
að ná sér í konu. Konan á ekki að
láta „glepjast" strax heldur á hún að
halda honum frá sér á meðan hann
sýnir allskonar kúnstir til að ganga
í augun á henni. Bjóða henni út að
borða og kaupa blóm. Eftir einhvern
tíma lætur svo daman undan, þau
kyssast og eftir það er leiðin að alt-
arinu greið.
Þetta hefur alveg farið framhjá
flestum íslenskum konum. Ef þær
sjá strák sem er álitlegur þá hika
þær oft ekki við að reyna við þá líkt
og karlmenn reyna við konur. Senda
SMS eða bara ganga upp að þeim á
skemmtistað og hefja spjall. En
hvernig ganga svo þessi sambönd?
Því miður þá virðst það vera svo
að þessi öfuga aðferð sé ekki eins
heppileg og sú aðferð sem notuð er í
mökunarferlum víðast hvar annars-
staðar í heiminum. Karlar hérlendis
virðast einnig þurfa að hafa svolítið
fyrir því að ná í konur til að virða
þær til fulls. Kannski er þetta veiði-
eðli? Það gæti verið. Allavega hefur
mér sýnst á flestum þeim stelpum
sem ég þekki að ef þær eiga frum-
kvæðið að því að hefja kynni við
karlmenn þá endist það sjaldan eins
vel og þegar þeir fá að byrja. Byrja og
vinna svo leikinn. Vinna og hugsa
-Jesss, ég náði henni! Þetta leiðir til
þess að þeir halda meira upp á feng-
inn sinn. Passa hann betur. Passa að
enginn annar nái honum af þeim og
þetta gera þeir með því að standa sig
sem góðir kærastar.
Er þetta andfeminískur áróður?
Ég held ekki. Ég held að þetta snúist
kannski frekar um hormónastarf-
semi, ólíkt eðli og félagslegt uppeldi
kynjanna. Auðvitað eru alltaf und-
antekningar líka. Það eru eflaust til
mörg farsæl sambönd sem hófust á
því að konan átti frumkvæðið. Svo
eru eflaust líka til sambönd sem
byrjuðu þannig að hann reyndi við
hana heillengi en fór svo að leiðast
fljótlega eftir að hún beit á öngulinn
og fór að hugsa um eitthvað annað
en að reyna að vera sjarmerandi. En
hvað sem þessu líður. Ekki vera of
auðveldar stelpur. Þó að þið vitið
betur þá vita þeir það ekki og þess
vegna er óþarfi að ljóstra þessu
upp...
Hvað er svona merki-
legt við það að vera
karlmaður?
Það er margt sem kynin eiga sameiginlegt og annað ekki. En hvað
er það sem gerir karlmann að karlmanni. Hvað er karlmennska?
Að drekka í botn, fara út i gadd á
stuttermabol, grilla ber að ofan
-Það er ýmisiegt sem aðeins karl-
menn virðast hafa áhuga á að gera
en konur ekki og það er vel. Því
við getum bara ekki verið eins,
sama þó við reynum. Enda væri
það lítið gaman þegar allt kemur
til alls.
Alvöru karlmaður...
Er með ör á líkamanum
Auðvitað væri best ef örið hefði verið
eftir árás þar sem þú varðir þig karl-
mannlega með því að snúa árásar-
manninn niður en ör eftir straujárn
er alvegjafngott.
-Úff, var þetta ekki ógeðslega
vont?!
-Nei, nei.
Yddar blýant -með
veiðimannahníf
Frekar karlmannlegt ekki satt?
Losar úrgang
Það er sérlega karlmannlegur verkn-
aður að keyra með rusl, lyfta því og
kasta svo í hrúgu af
öðru rusli. Hávaði, lœti
oggereyðing. Mjöggott.
Drekkur í botn
Sérstaklega ef þú
stendur upp frá borði,
skellir þér í jakkann
og klárar svo restina
af bjórnum í einum
sopa. Svo hnykkirðu
höfði að dyrunum
segir„komum okkur'og
strunsar af stað á meðan restin af
liðinu reynir að halda í viðþig. Úff...
þetta er harka.
Á mjóa spýtu
1 skúrnum eða
geymslunni,
sérstaklega
til að hrœra
málningu.
*
Sparkar í bílskúrshurðina
Klang-g-g-g-g-g-! -Reyndu þetta
Eiður Smári! Eg sparka svo fast að
þjófavarnir bílanna fara í gang!
Pælir ekkert í því hvað hann er
þungur
Fita er fyrir feminista. Frábœrt.
Meira beikon fyrir mig!
Sker
steikina
...og segir
um leið að
hann sé mest
/ fyrir lœri
eða bringur
við strákana
og -Má bjóða þér
fyllingu vina, við
stelpurnar.
Blikkar
Það gerir konur
veikar í hnjánum
-Erþaggi?!
Prófar sleggjur
Helst œtti Byko að
vera með mátunar-
klefa þar sem þú getur fylgst með því
hvernig þú tekur þig út með hamar-
inn eða hvaða verkfæri sem er. fesss...
flottur!
Tekur 50.000 kall út úr hrað-
banka, rúllar þeim upp og setur
teygju utan um bunkann: Ókei,
þú ert að fara að borga pípar-
anum á eftir en það er samt ein-
hver Joe Soprano tilfinning yfir
þessu. Sem verður enn betri
þegar þú togar seðlana úr
rúllunni og réttir pípar-
anum hvern á eftir öðrum.
Endar svo á því að spyrja
- Sáttur?
Fær raunverulega alvar-
legan sjúkdóm
Þetta erfrábært, sér í lagi efþú gerir
rosalega lítið úr
því „Afhverju gat
ég ekki mœtt? Ha?
Já, það kom upp
smá heilaæxli.
Ekkert stórmál."
Fer með Blaðið á
klósettið
Þetta eru skila-
boð til annara
þýða -Ég er
ao fara að létta á
mérogþetta verða
engin lambaspörð
svo égætla að taka
mér tíma takk.
margret@bladid.
net
Opnar krukkur fyrir konur
Uhmmmm... hún er að rembast með
sultukrukkuna. Þú tekur hana föður-
lega afhenni ogskrúfarlokið áreynslu-
laust af. Krukkur erukarlmannsverk!
Segir „vinur“ við aðra karlmenn
Þetta hljómar mjög sannfærandi
þegar lögreglumaður segir það en
jafnvel þó þú segir þetta bara við
krakka þá gerir það þig ósjálfrátt að
meiri karlmanni.
Er þunnur með bólu í andlitinu
Þegar stelpur djamma þá verða þær
bara svolítið slappar næsta dag en
þú hefur líkamlegar sannanir þess
að þú hafir verið að skemmta þér og
þetta sönnunargagn sprettur út úr
andlitinu.
Notar rafmagnsverkfæri
Helst aðeins öflugri en þú hefur þörf
fyrir að nota. Til dæmis er mjög kúl
og karlmannlegt að vinna með högg-
borá meðan maður reykir sígarettu.
afleiðandi að besta bílstjóra Evrópu.
Á ekki simtöl sem
endast lengur en
mínútu
Öfugtviðstelpurnar
þá koma karlmenn
sér beint að efninu.
„Hæ. Já tökum pool.
Gaukurinn? Sjáumst
sjö. Bœ.“
Bakkar í stæði
Sleðar afturábak ( hvaða
stæðisboru sem er. Getur
g Schumacher gert þetta?
\ ■ Nei, afþvíþað eru ekki bakk-
gírar á bílunum sem hann
keyrir, sem gerir ÞIG þar
4