blaðið - 01.06.2006, Page 24
24 I FERÐALÖG
FIMMTUDAGUR 1. JÚNÍ 2006 blaöiö
Að láta drauminn rœtast
Ekki láta neitt aftra ykkur. Seljið bílinn, leigið út íbúðina, gefið pottaplönturnar og haldið á vitþess óvœnta.
Við veljum okkur mismunandi
ferðamáta. Sumir vita ekkert
betra en að dorma inn á glæsilegu
hótelherbergi í Lundúnum eða
París, kíkja í búðir og njóta alls
þess sem stórborg hefur upp á að
bjóða. Aðrir vilja storma með alla
fjölskylduna til Hollands eða Dan-
merkur, leigja sumarhús og bruna
um sveitirnar á bílaleigubíl. Svo
eru það þeir sem gera ferðalagið að
Iífsstíl mánuðum saman og leggja
upp í heimsreisu með ævintýraþrá
í ómældu magni í farteskinu.
Flest höfum við líklega oft látið okkur
dreyma um að leggja upp í alvöru
heimsreisu.
Það er óneitanlega heillandi til-
hugsun að komast burt úr hversdags-
lífinu, pakka helstu nauðsynjum í
lítinn bakpoka og leggja af stað á vit
ævintýra í framandi löndum. Fæstir
ná þó að láta þennan draum verða að
veruleika. Það er alltaf eitthvað sem
nær að kyrrsetja okkur. Við fáum
ekki margra mánaða frí frá vinnu,
eigum erfitt með að útvega pössun
fyrir köttinn og erum dauðhrædd
við framandi skordýr og sjúkdóma.
Því ypptum við bara öxlum, jörðum
drauminn góða og höldum áfram
að sinna daglegu amstri eins og alla
aðra daga. Reglulega heyrum við þó
af fólki sem lætur ekkert stoppa sig,
tekst að losa sig úr viðjum hins borg-
aralega lífs og gerir það sem okkur
flest langar til.
Tommi fer út í heim
Þeir eru fjölmargir sem hafa lifað
drauminn sinn undanfarna mánuði
í gegnum ungan pilt frá Blöndósi,
Tómas Inga Ragnarsson, sem hefur
þrisvar sinnum lagt upp í langferð
yfir heimsins höf og ferðast um Asíu.
Tómas hefur sagt ferðasögu sína á
slóðinni www.landakonnun.blogs-
pot.com. Tómas er grafískur hönn-
uður og starfar sem slíkur í Reykja-
vík. „Ég kom heim 12. maí úr nokkra
vikna ferð um SA-Asíu. Það er dálítið
erfitt að koma aftur heim til íslands,
sérstaklega þar sem veðrið hefur
verið frekar leiðinlegt. Mér er búið að
FULLKOMLEGA FERSKT - LENGUR!
Te og kaffi notar einungis kaffibaunir frá bestu ræktunar-
svæðum heims og ristar þær daglega. Umbúðirnar eru með
sérstöum einstreymisventli sem heldur kaffinu fullkomlega
fersku - lengur!
Njótið vel, við höfum vandað okkursíðan 1984!
Verslanir:
Kringlunni
Smáralind
Laugavegi 27
Suðurveri
Akureyri
Egilsstöðum
Sveitasæla í Laos
sem leiddur var af leiðsögumanni
sem var vel kunnugur svæðinu. Ég
held að það hafi verið ágæt leið til að
byrja að ferðast um framandi slóðir.
Asía töfraði mig upp úr skónum og ég
hef farið í tvær langar ferðir þangað
síðan.“
Ópíum í næturlest
Tómas segir það ekki einfalt mál
að útskýra hvað það sé við þennan
heimshluta sem hafi náð að heilla
hann svo mjög. „Þetta er sambland
af ólíkum þáttum. Fyrst og fremst
er svæðið gjörólíkt öllu því sem ég
þekki frá Isíandi. Menningin, sagan,
veðurfarið og landslagið freistar mín
mjög og það er frábær hvíld að kynn-
ast einhverju framandi og nýju.“
Það er oft ekki tekið út með sæld-
inni að ferðast um framandi slóðir.
Margur ferðalangurinn kemst í hann
krappann. Flest höfum við heyrt
sögur af ráðvilltum Vesturlanda-
búum sem hafa verið rændir og prett-
aðir af innfæddum eða villst af leið
svo um munaði. Tómas Ingi hefur
þó ekki orðið fyrir neinum teljandi
skakkaföllum á ferðum sínum. „Ég
hef þó vissulega lent í ýmsu á þessum
ferðum mínum. Minnisstæðust er
líklega nóttin þegar ég ferðaðist með
næturlest til Hanoi í Víetnam. Ég
deildi lestarklefa með þremur öðrum
ferðalöngum en þeir höfðu brugðið
sér frá. A meðan ég var einn i klef-
anum kom starfsmaður lestarinnar
inn með stóran böggul sem innihélt
20-30 kíló af ópíum sem hann ætlaði
að smygla til Hanoi. Mér leist ekki á
blikuna og beitti miklum fortölum
til þess að telja starfsmanninn á að
fara með böggulinn annað. I Víet-
nam liggur nefnilega dauðarefsing
Bmio/Frim
við eiturlyfjasmygli og því hefði
verið ákaflega slæmt að láta góma sig
með slíkan farangur. Ég lenti aldrei í
líkamsárás eða ránum af neinu tagi
en eitt sinn munaði litlu að ég lenti í
miðjum slagsmálum óðra vatnabuffa-
lóa og hefði það hæglega getað orðið
minn bani.“
Eðlilega á Tómas erfitt með að gera
upp á milli allra þeirra fjölmörgu
staða sem hann hefur heimsótt á
ferðum sínum enda hefur hann tyllt
niður tá á mörgum svæðum sem
talin eru meðal þeirra fegurstu í ver-
öldinni. „Ég er nýkominn frá Nepal
og Himalayafjöllin eru mér mjög ofar-
lega í huga. Einnig varð ég mjög heill-
aður af N-Víetnam. Fólkið þar tók
mér sérlega vel og var í alla staði ynd-
islegt. Fólkið sem maður hittir fyrir
í þessum löndum er svo stór hluti af
þessu öllu saman.“ segir Tómas Ingi.
Tómas Ingi Ragnarsson
vera svolítið kalt í Reykjavík eftir að
hafa vanist asíska hitanum."
Tómas hefur lengi haft áhuga á
ferðalögum: „Ég er með ferðabakt-
eríu á háu stigi. Áhuginn kviknaði
fyrir alvöru þegar ég lauk prófi í graf-
jskri hönnun frá Listaháskóla Islands
fyrir nokkrum árum. Ég fór í fyrstu
ferðina árið 2003 en þá keypti ég ferð
til Asíu með ástralskri ferðaskrif-
stofu og ferðaðist með litlum hóp