blaðið - 09.06.2006, Blaðsíða 1
■ AFPREYING
í hlutverka-
leik í svefn-
herberginu
| SÍÐA 37
Frjálst,
óháð &
ókeypis!
Aukablað um
mat fylgir
Blaðinu
i dag
|SÍÐUR 17-24
“™= j ~'-aÍͰílÍ.H_Mmeí mexíkóska matnum
Ofbeldi gegn
öldruðum
algengt hér
á landi
Margt bendir til þess að ofbeldi
gagnvart öldruðum sé frekar
algengt hérá landi.
í óformlegri könnun sem gerð
var á síðasta ári og 41 félags-
ráðgjafi tók þátt í kom í Ijós að
70% þeirra höfðu orðið varir við
ofbeldi gagnvart öldruðum í
sínu starfi.
Félagsráðgjafi hjá þjónustumið-
stöð Laugardals og Háaleitis
telur að skoða þurfi þann mögu-
leika að koma á fót sérstöku
eftirlitskerfi til að sporna gegn
ofbeldi af þessu tagi.
| SfÐA 12
íéutérs
GlNURNAR GERÐAR KLÁRAR I SLAGINN Starfsmaður klæðir gínur í búninga knattspyrnumanna í Berlín f gær. Á borðinu liggur dómarinn og sýnist sem skóþvengur hans sé
enn óhnýttur. Mikið var um dýrðir í höfuðborg Þýskalands í gær en þar hefst í dag heimsmeistaramótið í knattspyrnu. Spennan fer vaxandi fyrir fyrsta leikinn sem blásinn verður á
klukkan 16 i dag en þá mæta Þjóðverjar liði Kosta Ríka.
Mikill hús-
næóisvandi
Blóöbanka
Boðar stjórnarslit verði
þingi framsóknar flýtt
Áhrifamaður innan Framsóknarflokksins segir að ekki verði liðið að gengið verði gegn
vilja formannsins. Tekist á um tímasetningu flokksþings á miðstjórnarfundinum.
Húsnæðismál Blóðbankans eru
i þvílíkum ólestri að starfsem-
inni verður ekki haldið uppi öllu
lengur við núverandi aðstæður.
Stofnunin hefur fengið alvarleg-
ar athugasemdir frá Vinnueft-
irlitinu en þrátt fyrir mikia við-
leitni hafa stjórnvöld hundsað
kröfur um úrbætur.
„Við fáum engin svör," segir
Sveinn Guðmundsson, forstöðu-
maður Blóðbankans, í samtali
við Blaðið.
| SÍÐA 2
Leitt er líkum að því að fái Halldór
Ásgrímsson ekki sínu fram á mið-
stjórnarfundi Framsóknarflokks-
ins sem hefst á Hótel Sögu í dag
klukkan fjögur, verði ekkert af frek-
ara ríkisstjórnarsamstarfi. Blaðið
hefur þetta eftir áhrifamanni
innan Framsóknarflokksins.
Á miðstjórnarfundinum verður
helst tekist á um tímasetningu
flokksþings Framsóknarflokksins,
en Halldór hefur lagt til að það
verði haldið í haust.
„Það er alveg ljóst að fái Halldór
ekki fullan stuðning á þessum mið-
stjórnarfundi verður ekkert úr frek-
ara ríkisstjórnarsamstarfi. Ef hann
kemur ekki út úr þessum fundi með
miðstjórnina á bak við sig og það
lítur út fyrir að flokkurinn lendi í
höndunum á Guðna, Siv og Kristni,
þá verður ekkert af frekara sam-
starfi á milli Framsóknarflokks og
Sjálfstæðisflokksins,“ segir heimild-
armaður Blaðsins. „Þetta er staðan
eins og hún blasir við.“
Þessi heimildarmaður heldur
því fram að bíði Halldór lægri hlut
á miðstjórnarfundinum muni sjálf-
stæðismenn slíta ríkisstjórnarsam-
starfinu og þá yrði boðað til nýrra
kosninga.
Halldór Ásgrímsson lýsti því yfir
á Þingvöllum á mánudag að flokks-
þingið yrði haldið snemma í haust.
Guðni Ágústsson hefur hins vegar
sagt að hann telji ekki óeðlilegt
að flýta þinginu. Undir þetta sjón-
armið hafa fleiri þingmenn tekið
þ.á.m. Kristinn H. Gunnarsson.
Hjálmar Árnason, þingflokks-
formaður, sagðist í samtali við
Blaðið í gær telja að það væri „inni
í myndinni“ að flýta þinginu yrði
það til þess að eyða óvissunni um
það hver næsti leiðtogi flokksins
verði. Hins vegar hafa aðrir áhrifa-
menn innan Framsóknarflokksins
vertekið fyrir að flýta þinginu.
Þingvöllum sagðist Halldór Ás-
grímsson ætla að nýta tímann
fram að flokksþingi í haust til þess
að hvetja flokksmenn til dáða fyrir
þingkosningar sem halda á, að öllu
óbreyttu, næsta vor.
Heimildir Blaðsins herma hins
vegar að tímann eigi ekki síst að
nýta til þess að finna verðugan
eftirmann í formannstólinn sem
skákað gæti Guðna Ágústssyni,
varaformanni. Því munu samherjar
Halldórs leggja á það höfuðáherslu
að flokksþinginu verði ekki flýtt.
Bush fagnar dauða al-Zarqawi
George Bush, forseti Bandaríkj-
anna, sagði í gær að dauði hryðju-
verkaleiðtogans Abu Musab
al-Zarqawi væri mikið áfall fyrir al-
Qaeda-samtökin. Kvað forsetinn
stjórnvöld í írak nú fá mikilvægt
svigrúm til þess að kveða niður
uppreisnina í landinu. Bandarískir
sérsveitarmenn felldu al-Zarqawi
á miðvikudag. Hann hefur stýrt
uppreisn íslamista fyrir hönd
aí-Qaeda í Irak og er sagður bera
einna mesta ábyrgð á þeirri skálm-
öld sem hefur verið á milli súnníta
og sjíta múslima í landinu.
Forsetinn sagði ennfremur að
Bandaríkjamenn þyrftu að sýna
áframhaldandi þolinmæði gagn-
vart ástandinu í írak. Hann sagði
hins vegar að fall al-Zarqawi gæfi
ástæðu til bjartsýni um að sigur
myndi hafast í svokölluðu hryðju-
verkastríði. George Bush mun
funda með ráðamönnum í írak
í næstu viku um hvernig banda-
rískar hersveitir geti nýst þeim
við að slökkva það ófriðarbál sem
logar í landinu.
Reuters
George Bush Bandaríkjaforseti er
bjartsýnn á ástandið Irak