blaðið - 09.06.2006, Page 2

blaðið - 09.06.2006, Page 2
...••••»1 blaðið^— Hádegismóum 2,110 Reykjavík Sími: 510 3700 • www.vbl.is FRÉTTASÍMI: 510 3799 netfang: frettir@bladid.net AUGLÝSINGADEILD: 510 3744 netfang: auglysingar@bladid.net Lést í umferð- arslysi á Elliða- vatnsvegi M a ð u r i n n sem lést í um- ferðarslysi á Elliðavatnsvegi síðastliðiðþriðju- dagskvöld hét Hallgrímur Páll Guðmunds- son. Hann var fæddur árið 1971, ókvæntur en lætur eftir sig fjögurra ára gamlan son. Hallgrímur Páll var starfs- maður Blaðsins. Við fráfall Hall- gríms sendir starfsfólk Blaðs- ins fjölskyldu hans innilegar samúðarkveðjur. Hallgrímur Páll Guðmundsson. Hafna kröfu Jóns Ólafssonar Hæstiréttur hafnaði í gær kröfu kaupsýslumannsins Jóns Ólafs- sonar, um að embætti ríkislög- reglustjóra verði gert að fella niður rannsókn á hendur Jóni vegna ætlaðra brota hans á skattalögum og fleiri lögum og til vara að ríkislögreglustjóra væri skylt að víkja sæti við rannsóknina. 2IFRÉTTIR FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 2006 blaöiö Bruni í Súðarvogi Blaöiö/Steinar Hugi Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað að verksmiðjuhúsnæði við Súðarvog laust fyrir hádegi i gær, en þar hafði kviknað eldur í loftræstistokki. Engan sakaði í brunanum en einhverjar reykskemmdir urðu á húsnæðinu þar sem verið er að innrétta vinnustofur fyrir listamenn. Sakaður um fimm milljóna svik hjá Fróða Tímaritsútgáfan Fróði sakar Bjarna Brynjólfsson, fyrrver- andi ritstjóra Séð og Heyrt, um að hafa svikið alls fimm millj- ónir út úr fyrirtækinu. Elín G. Ragnarsdóttir framkvæmda- stjóri Fróða sakaði Bjarna um fjársvik þegar hún meinaði honum að sækja einkaeigur sínar á þriðjudaginn síðastlið- inn eftir að honum hafði verið vikið úr starfi. Samkvæmt Bjarna mun hann vera sakaður um að hafa svikið verktakalaun upp á tvær millj- ónir og fréttaskot og greiðslur til þeirra sem hafa sent inn myndir. Alls gera þetta fimm milljónir, samkvæmt Bjarna. Bjarni hefur vísað ásökunum framkvæmdastjórans á bug og hefur hann vísað málinu til Blaðamannafélags íslands. Munu viðbrögð Bjarna skýrast eftir helgi þegar lögfræðingar hans hafa farið yfir málið. Húsnæðisvandi Blóðbankans gríðarlegur en engin svör fást Yfirlæknir veltir því fyrir sér hvort ófriður á stjórnarheimilinu orsaki seinagang í mál- efnum Blóðbankans. Forstjóri LSH bindur enn vonir við liðveislu stjórnvalda. Sveinn Guðmundsson, yfirlæknir og forstöðumaður Blóðbankans, segir að húsnæðismál Blóðbankans við Barónsstíg séu í miklum ólestri. „Það læðist að manni sá grunur að ófriður á stjórnarheimilinu hafi valdið því að menn hafi ekki sinnt því starfi að leysa húsnæðisvanda Blóðbankans. Ef svo er þá er það mjög alvarlegt mál að slíkt skuli bitna á jafn viðkvæmri starfsemi og okkar. Ef svo er ekki þá hljóta heil- brigðisráðherra og fjármálaráðherra að vera búnir að leysa sín mál og við megum eiga von á að fá nýtt hús- næði mjög bráðlega. Við fáum hins vegar engin svör þessa stundina,“ segir Sveinn í samtali við Blaðið. Alvarlegar athugasemdir Sveinn segir að starfseminni verði ekki áfram sinnt við núverandi aðstæður. „Við höfum fengið alvar- legar athugasemdir frá Vinnueftir- litinu. Við vitum og þekkjum það að húsnæðið uppfyllir heldur ekki skilyrði um brunavarnir og öllum aðbúnaði starfsfólks og þá sérstak- lega blóðgjafa er mjög ábótavant. Á þetta hefur verið bent í vel á annan áratug. Það eru komnir mjög stífir Evrópuskilmálar um starfsemi blóð- banka. Okkur er ætlað að standa við þá og það er heilbrigðisyfirvalda að tryggja að sá möguleiki sé fyrir hendi,“ segir Sveinn. Ófullnægjandi húsnæði í Blóðbankanum starfa um 50 manns og fær Blóðbankinn um 20.000 heimsóknir frá blóðgjöfum á ári hverju. „Húsnæðið er allsendis ófullnægjandi til að sinna þörfum starfseminnar. Það hafa verið gerðar þarfagreiningar og skoðanir og það er ljóst að Blóðbankinn þarf á um 1.600 fermetra húsnæði að halda. Það voru áform um að byggja við núverandi húsnæði. Stjórn Land- spítalans hefur staðið við bakið á okkur og hefur sagt þetta vera for- gangsmál,“ segir Sveinn. Húsnæði Blóðbankans við Barónsstíg er um 650 fermetrar. Að sögn Sveins var svo skyndilega tekin ákvörðun í byrjun árs um að falla frá áformum um slíka viðbygg- ingu og ákveðið var að athuga með leiguhúsnæði fyrir Blóðbank- ann. „Það hafa verið skoðuð nokkur hús- næði til leigu, meðal annars ákveðið hús- næði í nágrenni Landspítala- há- skólasjúkrahúss við Hringbraut sem var eins og sérsniðið fyrir þarfir okkar. Fjár- málaráðherra tók hins vegar þá ákvörðun um að þetta ætti að fara í útboð. Það virðist einnig vera fyrir atbeina fjármálaráðuneytisins að ekkert hafi gerst í þessum~málum svo mánuðum skiptir og því eru málin í þessu öngþveiti.“ 1 svari heilbrigðisráðherra við fyr- irspurn Valdimars L. Friðrikssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, um málefni Blóðbankans kemur fram að endurnýjun á húsnæði Blóðbank- ans hafi verið til skoðunar undan- farin ár. Þar kemur jafnframt fram að óskað hafi verið eftir heimild Sveinn Guðmundsson fjármálaráðuneytisins til að auglýsa eftir húsnæði, en ekkert svar hefur borist enn. Bindur enn vonir við yfirvöld Magnús Pétursson, forstjóri Land- spítala-háskólasjúkrahúss, segir að stjórn spítalans sé vel kunnugt um húsnæðisaðstæður Blóðbank- í framkróka ur 1 að reyna að leysa þennan vanda.tUpphaflega átti að byggja við Bléjðbankann en það gekk hins vegaí ékki eftir.“ Magnús segir að stjórnin hafi reynt að fá samþykki fyrir því að fá á leigu fyrrum húsnæði UVS í Skátaheimilinu við Snorrabraut. „Stjórnin hefur einnig samþykkt að nota hluta af söluandvirði eigna á þessu ári til að geta gert þetta. Það liggur hins vegar fyrir að ekki er hægt að fá húsnæði á leigu án heim- ildar frá stjórnvöldum og þær heim- ildir hafa ekki komið. Við bindum hins vegar enn vonir við það að yfirvöld verði okkur hliðholl við að koma þessu máli í höfn,“ segir Magnús. Glæsileiki engu líkur Meik sem aðlagast þínum húðlit á fullkominn hátt. Svo létt að þú gleymir því sjálf að þú sért meikuð. Fæst í Hagkaupum Smáralind og í betri spótekum Merkiö tryggir gæöin Helðskírt léttskýjaðL-Jk Skýiaö Alskvlað'm—* I Algarve 24 Amsterdam 22 Barcelona 22 Berlin 20 Chicago 18 Dublin 21 Frankfurt 23 Glasgow 22 Hamborg 19 Helsinki 14 Kaupmannahöfn 19 London 24 Madrid 32 Mallorka 27 Montreal 14 New York 17 Orlando 23 Osló 24 París 25 Stokkhólmur 16 Vín 18 Þórshöfn 10 Veðurhorfur í dag kl: 15.00 Veðursíminn 902 0600 Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu íslands

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.