blaðið - 09.06.2006, Blaðsíða 12
121 DEIGLAN
FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 2006 blaðiö
ÞorvaldurThoroddsen
Ráðstefna
um Þorvalds
Thoroddsen
Vísindafélag Islendinga í samvinnu
við fræðslumiðstöð þjóðgarðsins
á Þingvöllum stendur fyrir ráð-
stefnu um vísindamanninn Þorvald
Thoroddsen á morgun. Ráðstefnan
verður haldin í fræðslumiðstöð-
inni á Þingvöllum og stendur frá
klukkan 13.30 til 16.15.
Fjölmargir fræðimenn munu
stíga í pontu og fjalla um ævi og
störf Þorvalds frá hinum ýmsu sjón-
arhornum. Þannig mun Sigurður
Steinþórsson, prófessor í jarðfræði
við Háskóla íslands (HÍ), fjalla um
jarðfræðirannsóknir Þorvalds og
þá mun Helga Kress, prófessor í bók-
menntafræði við HÍ, tala um bréfa-
safn hans. Einnig verður sýnt brot
úr heimildamynd um Þorvald sem
Þorsteinn Helgason, sagnfræðingur,
vinnur nú að.
Þorvaldur Thoroddsen (1855-1921)
var lengi vel ein helsta uppspretta
heimsins um flest það sem náttúru
íslands varðaði. Hann skrifaði fjöl-
margar ritgerðir og bækur um rann-
sóknir sínar á íslenskri náttúru og
hlaut fyrir það fjölmargar alþjóð-
legar viðurkenningar.
Ægisborg fagnar 25 ára afmæli
Leikskólinn Ægisborg við Ægis-
síðu fagnar 25 ára starfsafmæli í
dag. I tilefni dagins verður efnt til
hátíðar í skólanum og hefst hún
klukkan 15.
Boðið verður upp á margvísleg
skemmtiatriði fyrir gesti og gang-
andi. Þar má m.a. nefna harm-
onikkuleik, atriði úr leikritinu
Hafinu bláa og þá mun verða sett
upp sýning á verkum barnanna í
leikskólanum. Þá verða grillaðar
pylsur og að sjálfsögðu boðið upp
á afmælisköku.
'Börn og starfsfólk Ægisborgar
bjóða gömlum nemendum, starfs-
mönnum og öðrum velunnurum
að samfagna í dag. Hátíðinni lýkur
klukkan 17.
Blokkflautukór Áslandsskóla lék undir á opnunarhátíð Bjartra daga í Hafnarfirði í
síðustu viku.
Knattspyrna og
Hansakaupmenn
Mikið verður um dýrðir á lista- og
menningarhátíð Hafnarfjarðar í
dag en hátíðinni lýkur formlega
á morgun. I tilefni af heimsmeist-
aramótinu í knattspyrnu sem hefst
í Þýskalandi í dag verður sérstök
áhersla lögð á knattspyrnumenn-
ingu og tengsl Hafnarfjarðar við
hinu þýsku Hansakaupmenn.
ÞU FÆRÐ HM
SÆTIÐ HJÁ OKKUR
kr. 19.900,-
MATTHEW HÆGINDASTÓLL
MEÐ MICROFIBERÁKLÆÐI
SKOÐAÐU ÚRVALIÐ
Þýskubíll
Lista- og menningarhátíð Hafn-
arfjarðar, Bjartir dagar, hófst á
fimmtudaginn í síðustu viku en
henni lýkur formlega á morgun. I
ár var sérstök áhersla lögð á börn,
unglinga og fjölmenningu og var
m.a. haldin alþjóðleg söngvakeppni
um síðustu helgi í tengslum við það
þema.
I dag og á morgun mun allt snú-
ast um knattspyrnu enda hefst
heimsmeistaramótið í knattspyrnu
í Þýskalandi í dag. Sýnt verður beint
frá opnunarleik mótsins á risaskjá í
Kaplakrika og hefst sýning klukkan
16. Sérstakur þýskubíll verður á
svæðinu til að kynna mótið og fá
áhugasamir þar tækifæri til að fræð-
ast um allt sem viðkemur þýskri
knattspyrnumenningu og jafnvel
læra nokkur þýsk orð er snúa að
íþróttinni.
Knattspyrnumót
Á morgun heldur svo veislan áfram
en þá verður haldið svokallað Han-
samót í knattspyrnu. Þar munu
etja kappi krakkar úr 5. flokki FH
og Hauka í búningum merktum
þýskum borgum. Hefst keppnin
klukkan 12.
Á sama tíma verða haldnir há-
degistónleikar í Hafnaborg undir
yfirskriftinni „Uppháhaldslagið
hans langafa, Stefán Islandi.“ Fram
koma Stefán Helgi Stefánsson, tenór,
ásamt Antoníu Hevesí sem leikur
undir á píanó.
Margt annað verður í boði en há-
tíðinni lýkur formlega klukkan 20
með sýningu dansleikhúshópsins
Panic Production á verkinu Rauðar
liljur í Hafnarfjarðarleikhúsinu.
HUSGAGNAVERSLUN
OPNUNARTlMI: MÁNUD - FÖSTUD 11:00 -1800 LAUGARDAGA 11:00 -16:00 SUNNUDAGA LOKAÐ
SETT HÚSGAGNAVERSLUN • ASKALIND 2A - 201 KÓPAVOGUR - SÍMI534 1400 - VWVW.SETT.IS
Ofbeldi gegn öldruðum
algengt hér á landi
Finna þarfleiðir til að skilgreina og takast
á við vandann að mati Sigrúnar Ingvars-
dóttur, félagsráðgjafa.
Margt bendir til þess að ofbeldi
gagnvart öldruðum sé frekar al-
gengt hér á landi. Félagsráðgjafi
hjáþjónustumiðstöð Laugar-
dals og Háaleitis telur að skoða
þurfi þann möguleika að koma
á fót sérstöku eftirlitskerfi til
að sporna gegn ofbeldi af þessu
tagi. Alþjóðlegur dagur gegn
ofbeldi á öldruðum verður hald-
inn í fyrsta skipti þann 15. júní
næstkomandi.
Ofbeldið meira en mælingar sýna
Velferðarsvið Reykjavíkurborgar
og Öldrunarfræðafélag Islands
stóðu fyrir sérstöku málþingi í
gær um forvarnir gegn ofbeldi á
öldruðum. Málþingið var haldið
í tilefni af alþjóðlegum degi gegn
ofbeldi á öldruðum sem haldinn
verður þann 15. júní næstkomandi.
Er þetta í fyrsta skipti sem haldið
er upp á þennan dag en markmið
hans er að vekja umræðu og með-
vitund um ofbeldi gegn öldruðum
og sporna gegn því.
I óformlegri könnun sem gerð
var á síðasta ári og 41 félagsráð-
gjafi tók þátt i kom í ljós að 70%
þeirra höfðu orðið varir við of-
beldi gagnvart öldruðum í sínu
starfi. Þá sýna erlendar kannanir
fram á að um 2 til 10% aldraðra
verði fyrir einhvers konar ofbeldi
og telja fagaðilar í þeim löndum að
rannsóknir sýni aðeins toppinn af
ísjakanum.
Á vefsíðu velferðarsviðs Reykja-
víkurborgar stendur nú yfir
könnun þar sem ætlunin er að
mæla á óformlegan hátt tíðni
ofbeldis gegn öldruðum en fáar
mælingar hafa verið gerðar hér á
landi. Niðurstöður verða kynntar
sérstaklega í næstu viku.
Margar birtingarmyndir
Sigrún Ingvarsdóttir, félagsráð-
gjafi og deildarstjóri hjá Þjónustu-
miðstöð Laugardals og Háaleitis,
segir margt benda til þess að
ofbeldi gagnvart öldruðum sé
vandamál hér á landi. Vísar hún
til málþings sem Öldrunarfræði-
félagið hélt fyrir þremur árum þar
sem allir þeir fagaðilar sem tóku
til máls þá höfðu orðið varir við
einhvers konar ofbeldi. „Á þessari
ráðstefnu komu þrjú dæmi frá lög-
reglunni þar sem um var að ræða
kynferðislegt ofbeldi gagnvart
eldri konum. Slíkt er reyndar ekki
algengt en sýnir okkur engu að
síður að þetta getur komið upp.“
Sigrún segir ofbeldið hafa
margar birtingarmyndir og ekki
99......................
Við viljum ekki fara
út í ofmikla forræð-
ishyggju og taka
þannig fram fyrir
hendurnar á fólki sem
er kannski fullfært um
að sjá um sig sjálft.
sé alltaf um beint Hkamlegt of-
beldi að ræða. Þetta getur verið
andlegt ofbeldi, fjárhagsleg mis-
notkun eða hrein vanræksla. Vand-
inn að sögn Sigrúnar er að skil-
greina hvenær ofbeldi á sér stað.
.Hvenær verður ofbeldi ofbeldi?
Það er vandamál að skilgreina
þetta nákvæmlega og því þurfum
við að fara varlega þegar skoðaðar
eru tölur yfir ofbeldi gagnvart
öldruðum. Við viljum ekki fara út
í of mikla forræðishyggju og taka
þannig fram fyrir hendurnar á
fólki sem er kannski fullfært um
að sjá um sig sjálft.“
Að sögn Sigrúnar gerir skilgrein-
ingarvandinn það að verkum að
gerendur átta sig ekki alltaf á því
að þeir séu að beita fólk ofbeldi.
„Oft er þetta ákveðið samskipta-
mynstur milli geranda og þolanda
sem erfitt er að brjóta. Ég hef ekki
rekið mig á að það sé virkileg ætlun
gerenda að beita fólk ofbeldi."
Þá segir Sigríður eðlilegt að
skoða þörfina á því að hér verði
komið upp einhvers konar eftir-
litskerfi til að bregðast við ofbeldi.
„1 Bandaríkjunum eru til staðar
sérstök teymi sem fagaðilar hafa
samband við ef þeir verða vitni
að eða þá grunar að um ofbeldi sé
að ræða. Það þarf að athuga hvort
vilji sé fyrir hendi hér á landi að
koma á fót svipuðu kerfi."