blaðið - 09.06.2006, Page 17

blaðið - 09.06.2006, Page 17
blaðiö FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 2006 FJÖLSKYLDAN I 25 Geronimo er aftur kominn í vandrœði! Þegar Geronimo Stilton frá Mús- ítalíu gefur út símaskrá fulla af villum lendir hann í óhugnanlegri lífsreynslu sem tekur til silfureyju, sjóræningjakatta og ferðalags með loftbelg. Hin ostaspennandi bók Sjóræningjakettirnir er sú þriðja í ítalska bókaflokknum um ritstjóra- músina Geronimo Stilton en áður eru útkomnar Leyndardómur smar- agðsaugans og Fluguhristingur handa greifanum. Geronimo er ráðsettur ritstjóri í Músahöfn sem lendir einatt í ótrúlegum ævintýrum, oftast fyrir tilstuðlan Teu, systur sinnar, eða Styrmis frænda síns. Benjamús, litli frændi, er einnig oft með í för. Geronimo lauk embættisprófi í músafræðum og meistaraprófi í nag- dýrabókmenntum. { rúmlega tutt- ugu ár hefur hann ritstýrt farsæl- lega stærsta dagblaði Músahafnar, fæðingarbæ sínum, Músahafnar- fréttum. Hann hefur að auki hlotið Bókmenntaverðlaun músabókasala fyrir rit sitt Leyndardómurinn um horfna fjársjóðinn. { frístundum sínum safnar Geronimo osta- skorpum frá 18. öld og spilar golf. Bækurnar um Geronimo eru gefnar úr hjá Vöku-Helgafelli en það er Sigríður Halldórsdóttir sem þýðir þær. Tmmpólínin halda vinsœldum sínum Leiktœki ígarðinum gera útiveruna ennþá skemmtilegri Skemmtileg leiktæki í garðinn gera útiveruna ennþá skemmtilegri. Þegar vorar færist leikvettvangur barnanna út úr húsi og þá er skemmtilegt að hafa eitthvað fyrir stafni í garðinum. Margt er í boði þegar kemur að leiktækjum í garðinn. Sum leiktækin eru sniðin fyrir yngstu kynslóðina á meðan allur aldur getur skemmt sér við önnur tæki. Trampólínin hófu innreið sína fyrir nokkrum árum og vinsældir þeirra fara síst dvínandi. garð fyrir krakkana.“ Hjá Húsasmiðjunni fengust þær upplýsingar að körfuboltaspjöid til að festa á vegg væru mjög vinsæl. Þá selur timbursala Húsasmiðj- unnar einnig trérólusett sem sam- anstendur af kastala, rennibraut og rólu sem kostar 35.203 krónur. Minni útfærsla er til af þessu sem er róla og renni- braut en þ a ð verslunina hafa selt trampólín í gámavís undanfarin ár og að ekkert lát sé á vinsældum þeirra. „Svo virð- ist sem æðið fyrir trampólínunum færist á milli landshluta en nú er mikil sala á þeim í Vestmannaeyjum. { sumar fáum við einnig barnatjöld sem tilvalið er að setja út í Hjá Europris við Fiskislóð er hægt að fá eina stærð af trampólínum sem eru 3,6 metrar að þvermáli en þessi stærð af kostar 14.900 krónur. { Einnig er hægt að kaupa öryggisnet við trampólinið og yfirbreiðslu. Ey- þór Österby, verslunarstjóri, segir kostar 31.565 krónur. Helga Hans- dóttir, starfs- maður Húsams- iðjunnar, segir þessi tæki henta vel börnum frá 2-3 ára aldri. „í Húsasmiðjunni er einnig hægt að fá plastsund- laugar sem eru 90 cm í þvermál en þær kosta 460 krónur. Þá seljum við fótboitamark sem hægt er að nota fyrir golf eða hafnarbolta með því að setja aukahluti í netið. Þá selur Húsasmiðjan lítil fótbolta- mörk á 1.890 krónur ásamt minni leik- föngum eins og skóflum og fötum.“ Það ættu því allir að fá eitthvað við sitt hæfi í garðinn í sumar en minni leiktæki eins og körfuboltaspjöld nýtast einnig í sumarbústaðinn. hugrun@bladid.ne Herdís L. Storgaard, sérfræðingur íslysavörnum barna Hlaupahjól, línuskautar og hjólabretti Það er skemmtilegt að leika sér á hlaupahjólum, línuskautum og hjólabrettum og ekki síður nauð- synlegt fyrir börn og unglinga að finna sér leið til að stunda holla hreyfingu. En því miður fylgja slys þessum farartækjum sem sum hver eru mjög alvarleg. Það er því mikilvægt að fara að öllu með gát. Hér fyrir neðan eru að finna nokkur góð ráð sem geta komið í veg fyrir slys: 1. Mikilvægt er að velja vand- aðan búnað sem uppfyllir allar kröfur sem gerðar eru. 2. Notið alltaf hjálm. Hjálmar sem má nota eru reiðhjóla- hjálmar og brettahjálmar. Notið alltaf hnéhlífar, olnboga- hlífar og úlnliðshlífar. 3. Mikilvægt er að læra vel á farar- tækin og fara sér hægt í fyrstu. 4. Haldið farartækjum í góðu standi. Mikilvægt að fara yfir slit reglulega en slitinn bún- aður getur valdið slysum. 5. Mikilvægteraðveljasvæðisem eru laus við rusl, möl og sand. 6. Farið gætilega i kringum aðra vegfarendur og munið að hægja á ykkur þegar þið mætið öðrum á gangstéttum. 7. Mikilvægt er að vera ekki á um- ferðargötum, jafnvel þó þær séu fáfarnar. Góða skemmtun Vegna aukinna umsvifa í blaðadreifingu óskar Morgunblaðið eftir að ráða fólk á öllum aldri í blaðburð víða á höfuðborgarsvæðinu sem fyrst. Blaðberi hjá Morgunblaðinu fær að meðaltali 30.915 kr. á mánuði fyrir klukkustundar langan hressandi göngutúr.* Til viðbótar kemur þungaálag og greiðslur fyrir aldreifingar tvisvar í viku. Vinsamlegast hafið samband í síma 5691440 eða sendið tölvupóst á netfangið bladberi@mbl.is. ’Miöað vió aó 65 eintökum af Morgunblaóinu sé dreift i 30 skipti.

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.