blaðið


blaðið - 09.06.2006, Qupperneq 22

blaðið - 09.06.2006, Qupperneq 22
30 I ÍPRÓTTIR FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 2006 blaöiö Cisse sárþjáður eftir f ótbrotið. Govouí stað Cisse Sidney Govou, sóknarmaður Lyon, hefur verið kallaður inn í franska landsliðið í stað Djibril Cisse sem fótbrotnaði í vináttu- landsleik gegn Kína á miðviku- dag. Cisse var frá vegna svip- aðra meiðsla nær allt tímabilið 2004-5 en þá fótbrotnaði hann hins vegar á vinstri fæti, en nú á þeim hægri. Govou, sem er 26 ára, var einnig kallaður inn í franska landsliðið fyrir EM 2004 á síðustu stundu en þá kom hann í stað Ludovic Giuly sem meiddist. Thierry Henry, samherji Cisse hjá franska landsliðinu, segir að hugur liðsins alls dvelji hjá Cisse um þessar mundir og fyrirhugað sé að liðið fari að heimsækja hann. Cisse dvelur á sjúkrahúsi í Þýskalandi þar sem hann þurfti að gangast undir skurðaðgerð á fætinum. „Ég veit að hann kemur tvíefldur til baka þegar hann hefur jafnað sig af meiðslunum. Við munum reyna að finna tíma til að fara að heimsækja hann,“ sagði Henry. ■ HM-leikir dagsins Þýskaland - Kosta Ríka Michael Ballack fagnar samherja sínum Miroslav Klose I æfingaleik. Ballack verður fjarri góðu gamni í dag vegna kálfameiðsla en Klose heldur upp á 28 ára afmæli sitt. A-Riðill ki.16 Leikstaður: Allianz-leikvangurinn í Munchen. Dómari: Horacio Elizondo frá Argentínu. Styrkleikalisti FIFA: Þýskaland: 19 Kosta Ríka: 26 Veðbankarnir: Sigur Þýskalands á HM: 7/1 Sigur Kosta Ríka á HM: 500/1 Staðreyndir um leikinn: • Þjóðverjar verða án fyrirliða síns, Michael Ballack, en hann hefur ekki náð að jafna sig af kálfameiðslum sem hann hlaut í æfingaleik gegn Kólumbíu fyrir viku. • Tim Borowski, leikmaður Werder Bremen, mun að öllum líkindum hlaupa í skarð Chelsea-mannsins. • Paulo Wanchope, fyrrum leik- maður Derby, er stærsta stjarnan í landsliði Kosta Ríka og stjórnar sóknarleik þeirra. Þýskaland og Kosta Ríka hafa aldrei áður mæst í knattspyrnuleik. Það telst vart lengur til tíðinda að stórþjóðir tapi fyrir veikari andstæðingum í opnunarleikjum HM. Árið 1990 töpuðu þáverandi heimsmeistarar Argentínu fyrir Kamerún r-o og árið 2002 töp- uðu þáverandi heimsmeistarar Frakka fyrir Senegal 1-0. Þýskaland hefur tekið þátt í 15 heimsmeistaramótum en aðeins einu sinni tapað fyrsta leik sínum. Það var árið 1982 þegar liðið tap- aði óvænt fyrir Alsír 2-1. Jurgen Klinsmann, þjálfari Þýska- lands, er annar tveggja þjálfara sem hafa unnið HM sem leik- maður. Klinsmann var í sigurliði Vestur-Þýskalands árið 1990 en Ri- cardo Lavolpe, þjálfari Mexíkó, var í sigurliði Argentínu á HM1978. Þýski sóknarmaðurinn Miroslav Klose heldur upp á 28 ára afmæli sitt í dag. Hann var markahæstur í silfurliði Þýskalands á HM 2002. Þýskaland er gestgjafi HM í annað sinn en þar var mótið einnig haldið árið 1974. Það var í eitt af þremur skiptum sem Þýskaland sigraði mótið, þá eftir úrslitaleik gegn Hollandi. Skeytin inn Alþjóða knattspyrnusam- bandið, FIFA, hyggst beita sér fyrir því að í efstu deild á Englandi og víðar verði aðeins 18 lið í stað 20. Á fundi FIFA í gær var lögð fram tillaga að knattspyrnu- sambönd þjóða yrðu skylduð til að fækka í efstu deild fyrir þarnæsta tímabil. „Okkur hefur verið gefið vald til að vinna að þessu og við munum gera það. Með þessu fyr- irkomulagi fáum við fjóra daga aukalega til landsleikja," sagði Sepp Blatter, forseti FIFA. Dan Johnson, talsmaður ensku úrvalsdeildarinnar, segir þessa hugmynd FIFA fráleita. „Okkur líst ekkert á þetta. Það er enginn að fara að segja okkur hvernig við eigum að reka deild- ina nema stjórnarformenn eirra 20 liða sem í henni leika. g veit að þeir eru ekki hrifnir af þessu,“ sagði Johnson. Wigel Martyn, mark- vörður Everton, hefur neyðst til að leggja skóna á hilluna vegna þrálátra bakmeiðsla. Martyn, sem er 39 ára, fór í sneiðmyndatöku á miðvikudag og leiddi hún í ljós að bein í bakinu hafði ekki gróið sem skyldi. Martyn gekk til liðs við Everton frá Leeds 2003 og átti upphaflega að verða varamarkvörður fyrir Richard Wright en hefur verið að miklu leyti í byrjunarliðinu. Farðu alla leið '■ lífsins með Heilbrigðum — ■ HM-leikir dagsins Ekvador Luis Antonio Valencia er einn af lykilmönnum Ekvador. Raulætlar aðsannasig Spænski sókn- armaðurinn Raul segist ætla að þagga niður í gagn- rýnisröddum með því að verða einn af bestu leik- mönnum HM. Raul var frá í þrjá mánuði í vetur vegna hnémeiðsla og skor- aði aðeins fimm mörk fyrir Real Madrid á tímabilinu. Frammi- staða hans hefur orðið til þess að sæti hans í byrjunarliði Spánar er ótryggt. „Þetta er eJcki í fyrsta sinn sem ég er gagnrýndur. En ég veit að ég nýt ennþá trausts landsliðs- þjálfarans og liðsfélaga minna,“ sagði Raul. „Eftir að hafa verið frá í þrjá mánuði er ég betur hvíldur en ella og er þrátt fyrir allt með miklu meira sjálfs- traust en áður,“ sagði Raul enn fremur og bætti við að hann hafi mikla trú á að Spánn geti orðið spútniklið keppninnar. Er þér heitt? Sknfstofo- og tolvukœlar líshúsið ehf S-.566 6000 Pólland - A-Riðill KI.19 Leikstaður: Veltins-leikvangurinn í Gelsenkirchen Dómari: Kamikawa Toru frá Japan. Styrkleikalisti FIFA: Pólland: 29 Ekvador: 39 Veðbankarnir: Sigur Þýskalands á HM: 7/1 Sigur Kosta Ríka á HM: 500/1 Staðreyndir um leikinn: • Búist er við því að Artur Boruc, markvörður Celtic, muni verja mark Póllands í stað Tomasz Kuszczak, leikmanns WBA, eftir herfileg mistök hins síðarnefnda í æfingaleik gegn Kólumbíu í síðustu viku. Annar leikmaður Celtic, Maciej Zurawski, fer fyrir sókn Póllands en hann skoraði sjö mörk í undankeppninni. • Hnémeiðsli hafa hrjáð Agustin Delgado, en hann er helsti sókn- armaður Ekvador, og því er óvist hvort hann verði með. Pawel Janas, þjálfari Póllands, hefur sagst ætla að notast við Ieik- kerfið 4-5-1 sem fleytti Pólverjum í þriðja sætið á HM í Þýskalandi 1974- Pólland og Ekvador hafa einu sinni mæst áður. Það var í vináttu- landsleik sem fram fór í Barcelona í nóvember í fyrra. Pólverjar sigr- uðu3-o. Ekvador tók í fyrsta sinn þátt á HM í Japan og Suður-Kóreu 2002. Þá komst liðið ekki upp úr riðla- keppninni. Pólverjar eru hins vegar að taka þátt í sínu sjöunda móti og hafa tvisvar hafnað í þriðja sæti - árin 1974 og 1982. Ekvador vann alla heimaleiki sína í undankeppninni en veru- lega erfitt þykir að leika á heima- velli Ekvador sökum þess hversu hátt hann er yfir sjávarmáli. Liðið vann aðeins einn útileik, gegn Bólivíu, en heimavöllur þeirra er einmitt líka afar hátt yfir sjávarmáli. Andreas Isaksson, mark- vörður Svía, mun missa a f fyrsta leik liðsins á HM gegn Trínidad og Tóbagó eftir að hafa orðið fyrir minniháttar m e i ð s 1 u m á æfingu. Is- aksson fékk fast skot liðsfélaga sins, Kim Kallström, í höfuðið og skall í jörðina með þeim af- leiðingum að hann hlaut heila- hristing. Það verður því Rami Shaaban eða John Alvbage sem mun standa í sænska markinu í fyrsta leiknum en hvorugur hefur mikla reynslu af því að leika með landsliðinu. Búist er við því að Isaksson verði búinn að ná sér fýrir annan leik liðsins gegn Paragvæ 20. júní. Brasilíski sóknarmað- urinn Ronaldo missti af æfingu liðsins í gær vegna veikinda. Læknar brasil- íska liðsins gáfu út yfirlýsingu þar sem sagði að Ronaldo hefði fengið háan hita en þeir búast þó við því að hann verði búinn að jafna sig fyrir fyrsta leik liðsins gegn Króatíu 13. júní. Ronaldo, sem var markakóngur HM 2002, missti af síðustu leikjum Real Madrid á tímabilinu vegna meiðsla en er að sögn orðinn góður afþeim. Raul á æfingu.

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.