blaðið - 27.06.2006, Síða 8

blaðið - 27.06.2006, Síða 8
8IFRÉTTIR ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 2006 blaAÍÖ Reuters Viö Brandenburgarhliðið er mikilfenglegt minnismerki yfir myrta Gyðinga sem gert er úr 2700 steinsúlum. Um minnismerki Óttar Guðmundsson skrifar frá Berlín. Það er nánast fullt starf að fylgjast með heimsmeist- arakeppninni í knattspyrnu. Á morgnana eru blöðin lesin og skoð- anir blaða- ÓttarGuömundsson manna og álitsgjafa bornar saman við eigin álit á leikjum gærdagsins. Síðan þarf að undirbúa daginn áður en sjálfir leikirnir hefjast eftir hádegi. Síðustu vikurnar hef ég horft á 2-3 leiki á hverjum degi frá klukkan þrjú og fram að miðnætti. Þetta mætti kalla fulla vinnu á stöð- ugum kvöldvöktum. Þjóðverjarnir á kránni fögnuði gífurlega í gærkveldi þegar Hol- lendingar voru sendir heim af pilt- unum hans Salazars frá Portúgal. Keppnin er að snúast uppí stóra þýska veislu þar sem landsliðinu gengur vel og kalvinistísku erki- féndurnir farnir heim til að rækta túlipana og sleikja sár sín. í hvert skipti sem áhyggjufullt andlit Marcó van Bastens þjálfara Kal- vínistanna birtis í skjánum hlógu menn dátt og glöddust innilega. „Ohne Holland wir fahren nach Berlin,“ var sungið enn og aftur og ölkúsum veifað. En Berlin hefur uppá margt annað að bjóða en knattspyrnu og fagnaðarlæti. Saga borgarinnar á tuttugstu öldinni er mikill harm- leikur. Með valdatöku litla korp- óralsins frá Austurríki árið 1933 hófst ljótasti kafli allrar Evrópusög- unnar. Á tólf ára valdaferli sínum leiddi hann þjóðina útí tortíming- arstríð þar sem húmanisminn var fyrsta fórnarlambið. Lítilsigld meðalmenni höguðu sér eins og Guð almáttugur og réðu yfir lífi og dauða. Gyðingar voru drepnir kerf- isbundið í útrýmingarbúðum auk Sígauna, homma, þroskaheftra og fjölda annarra sem ekki voru í náð- inni hjá hinum nýju almáttugu yfirvöldum. Berlin er í dag full af minnis- merkjum um allt þetta dána fólk. Útum alla borg má finna litla skildi með nöfnum og einhverri áletrun. Við Brandenburgarhliðið er mikilfenglegt minnismerki yfir myrta Gyðinga sem gert er úr 2700 steinsúlum. Víða má finna texta sem minnir á eyðilagða eða brennda Synagógu, Gyðinga- kirkjugarða eða skóla. Maður fær þá tilfinningu að Berlín sé í raun tvær borgir; önnur er sýnilega en hin liggur þarna einhvers staðar undir nútímabyggingum og minnismerkjum en er ekki síður raunveruleg. Það má segja Þjóðverjum til hróss að á síðustu 2-3 áratugum hafa þeir tekist á við skuggalega fortíð sína eins og öll minnis- merkin sýna vel. Venjulegir þýskir borgarar eiga aldrei að fá að gleyma þessari sögu. Stundum hlæja þeir reyndar að þessu minnismerkjaæði stjórn- valda og segja þetta til merkis um keppnisanda og stórveldisdrauma þjóðarinnar. Þjóðverjum finnist þeir alltaf þurfi að vera fremstir í hópi þjóða. Þeir eiga heimsmet í fjöldamorðum og skipulagðri út- rýmingu annarra þjóða.. Nú eru þeir orðnir ótvíræðir heimsmeist- arar í því að byggja minnismerki yfir eigin grimmdarverk. Auglýsingar 510 3744 blaðiða Hvað vakir fyrir Kim Jong-il? Stjórnvöld í Norður-Kóreu hafa eina ferðina enn ákveðið að treysta á ögranir sem samningatækni. Norður-Kóreumenn segjast eiga kjarnavopn og nú hóta þeir að skjóta á loft langdrægri eldflaug. Stjórnvöld í Norður-Kóreu hafa eina ferðina enn ákveðið að ögra alþjóða- samfélaginu, trúlega í þeim tilgangi að bæta samningsstöðu sína gagn- vart Vesturlöndum og nágranna- ríkjum. Að þessu sinni er á hinn bóg- inn vandséð nákvæmlega hvað það er sem stjórn Kim Jong-il, leiðtoga Norður-Kóreu, telur sig geta fengið fram með því að hóta að skjóta á loft langdrægri eldflaug í tilraunaskyni. Svo virðist sem Norður-Kóreu- menn vinni áfram að undirbúningi tilraunarinnar í norðausturhluta landsins þrátt fyrir afdráttarlausar viðvaranir stjórnvalda í Japan og Bandaríkjunum. Sérfræðingar segja að Norður-Kóreumenn hafi ítrekað beittslíkumögrunumsemsamninga- tækni og vera kunni að hugsunin nú sé að beita eldflauginni sem vopni i viðræðum við Bandaríkjamenn. Þar ræðir einkum um kjarnorkuáform Norður-Kóreumanna sem kveðast ráða yfir gereyðingarvopnum. „Frá Bandaríkjunum heyrum við að þar séu menn búnir að fá sig fullsadda á ósveigjanleika stjórn- valda í Norður-Kóreu. Þetta [þ.e.a.s. fyrirhuguð tilraun með eldflaug- ina] sýnir að Norður-Kóreustjórn er sama sinnis og leitast nú við að vekja athygli Bandaríkjamanna á kröfum sínum,“ segir Jun Bong- Geun, sem starfar við Utanríkis- og öryggismálastofnun Suður-Kóreu í höfuðborginni, Seoul. Viðræðum slitið Viðræður sex rikja um kjarnorku- áætlun Norður-Kóreumanna hafa legið niðri frá því í nóvembermán- uði. Þá sakaði stjórn Kim Jong-il Bandaríkjastjórn um að hafa gripið til refsiaðgerða í kjölfar tilbúinna ásakana um fjármálasvik. Mill- ljónir dollara í eigu norður-kóreska ríkisins hafa verið frystar í banka einum í Macau vegna fullyrðinga Bandaríkjastjórnar um að bankinn hafi tekið þátt í peningaþvætti á vegum stjórnvalda í Norður-Kóreu. Stjórn Kim Jong-il hefur krafist þess að fjármunir þessir verði losaðir og lýst yfir því að viðræður verði ekki hafnar á ný fyrr en gengið hafi verið að þeirri kröfu. Þátt í viðræðunum taka auk Bandaríkjanna og Norður- Kóreu, Kína, Suður-Kórea, Rúss- land og Japan. Tilgangurinn með þeim er að fá stjórnvöld í Norður- Kóreu til að hætta við kjarnorku- áform sín gegn þróunaraðstoð og öryggistryggingum. Bandaríkjamenn hafa þver- tekið fyrir að verða við kröfum Norður-Kóreu. „Norður-Kóreumenn eru að koma þeim skilaboðum á framfæri að þeir eigi bæði eldflaugar og kjarnorku- vopn,“ segir Jun, sem er fyrrum ráð- gjafi sameiningarráðherra Suður- Kóreu en sá embættismaður fer með samskiptin við nágrannaríkið í norðri. Hófleg áhætta eða fífldirfska? Sumir sérfræðingar telja hins vegar að stjórn Kims muni einfaldlega ganga of langt verði langdrægu eld- flauginni skotið á loft. Sagt er að hún muni geta dregið alla leið til Alaska i Bandaríkjunum. Hún er einnig talin bera létta hleðslu sem vakið hefur grunsemdir um að henni sé ætlað að ferja kjarnorkusprengju. Kim Tae-Woo, sem starfar við Rannsóknarstofnun á sviði varnar- mála í Suður-Kóreu, segir að skjóti Kim Jong-il eldflauginni á loft taki hann mikla áhættu og sennilega óhóflega áhættu. Hann spáir því að Bandaríkjamenn muni grípa til enn hertra efnahagslegra refsiaðgerða verði af tilraunaskotinu. „Stjórn- völd í Pyongyang finna nú þegar fyrir áhrifum refsiaðgerða Banda- Reuters Fyrrum foringjar í her Suður-Kóreu mótmæla fyrirhuguðu eldflaugaskoti stjórnar Kims, leiðtoga nágrannaríkisins í norðri. Taro Aso, utanríkisráðherra Japans, ræðir öryggismál á fundi með blaðamönnum í Tókíó. Japanar hafa boðað hörð viðbrögð skjóti Norður-Kóreumenn á loft lang- drægri eldflaug í tilraunaskyni. ríkjamanna. Stjórnin myndi að auka missa marga vini og stuðnings- menn í Suður-Kóreu,“ segir Kim. Japanir og Bandaríkjamenn hafa þegar látið þau boð út ganga að brugðist verði hart við taki eld- flaugin flugið. Stjórnvöld í Kína og Norður-Kóreu hafa á hinn bóginn lítt látið til sín taka í deilunni. Afstaða Suður-Kóreu- manna og Kínverja Stjórnvöld í Suður-Kóreu fylgja þeirri stefnu að reyna eftir fremsta megni að auka samskiptin við lok- aða nágrannaríkið í norðri. Sérfræð- ingar telja heldur ólíklegt að horfið verði frá þeirri stefnu framkvæmi Norður-Kóreumenn tilraunaskotið. Haft var eftir varnarmálaráðherra Suður-Kóreu á fimmtudag að til- raunaskotið væri ekki „yfirvofandi", Norður-Kóreumenn hefðu hvergi nærri lokið undirbúningi þess. Kínverjar, sem eru helstu stuðn- ingsmenn stalínistastjórnarinnar í Pyongyang, þykja ekki líklegir til að styðja frekari refsiaðgerðir gegn stjórn Kim Jong-il. Sú afstaða myndi síðan hafa í för með sér að viðbrögð Bandaríkjamanna reyndust ekki jafn áhrifamikil og að væri stefnt. Ýmsir fræðimenn telja raunar að afstaða ráðamanna í Suður-Kóreu og Kína geti orðið til þess að Kim ákveði að stíga skrefið til fulls og skjóti eldflauginni á loft. „Ýmsir eru þeirrar hyggju að Norður-Kór- eumenn hafi þegar lokið við þetta reikningsdæmi og hafi komist að þeirri niðurstöðu að tilraunaskotið verði frekar til að styrkja stöðu þeirra en hitt,“ segir Jun. Kveðast eiga gereyðingarvopn Norður-Kóreumenn hafa einu sinni áður skotið langdrægri eldflaug á loft í tilraunaskyni. Það var árið 1998. Tilraunaskotið vakti gífur- lega hörð viðbrögð en að mati Juns reyndist niðurstaðan ráðamönnum i Pyongyang heldur hagfelld. „Þegar til lengri tíma er litið kann að vera að sú tilraun hafi heldur orðið til þess að snúa þróun mála þeim í hag,“ segir hann. Jun minnir á að skömmu eftir tilraunaskotið 1998 hafi samningaviðræður við Banda- ríkjamenn hafist á ný. Ári síðar lýsti Norður-Kóreustjórn yfir því að frek- ari tilraunir á þessu sviði eldflauga- tækni yrðu ekki gerðar. I fyrra lýstu fulltrúar Norður- Kóreustjórnar síðan ítrekað yfir því að ríkið réði yfir kjarnorku- vopnum. Kváðust stjórnvöld tilbúin að hætta við þá vopnaáætlun gegn efnahagsaðstoð og öryggistrygg- ingum. Síðar sleit stjórn Kim Jong- il viðræðunuih og spennan tók að vaxa á ný í sajmskiptum við Banda- ríkjamenn. Sú spenna hefur nú náð nýju stigi með boðuðu tilraunaskoti Norður-Kóreumanna. íslendingar styðja Englend- inga en hafa litla trú á þeim íslendingar styðja flestir Eng- lendinga á heimsmeistaramót- inu í knattspyrnu. Brasilíumenn fylgja fast á hæla þeirra en Hollendingar eru i þriðja sæti nokkuð á eftir. Þetta kemur fram í könnun sem Gallup fram- kvæmdiádögunum. 27,i%þeirra sem svöruðu sögðust halda með Englendingum, 22,5% halda með Brössum og 7,8% styðja Hollend- inga. Hins vegar svöruðu 11,6% aðspurðra á þann veg að þeir styddu ekkert land í keppninni. Frændur okkar Svíar nutu að- eins stuðnings fimm prósenta aðspurðra og Frakka styðja rúm tvö prósent. Þrátt fyrir þennan mikla stuðning við Englendinga virð- ast menn þó hafa takmarkaða trú á því að þeir muni hampa titlinum. Þegar fólk var beðið um að spá fyrir um sigurvegara mótsins kom í ljós að 62% lands- manna eru á því að Brasilía muni hampa titlinum. Heima- menn í þýska landsliðinu koma næstir en ríflega 11% spá þeim sigri og fylgja Argentínumenn í kjölfarið. Aðeins um fimm pró- sent aðspurðra hafa trú á því að Englendingar fari alla leið.

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.