blaðið - 27.06.2006, Síða 22

blaðið - 27.06.2006, Síða 22
30 IFÓLK ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 2006 blaðið SKRÍTIN SKILTI Smáborgarinn var á rúntinum um helg- ina með ís í hendi og góðan félaga í far- þegasætinu. Tilgangur ferðarinnar var að skoða nokkur af hinum fjölmörgu nýju hverfum sem virðast spretta upp á höfuðborgarsvæðinu eins og gorkúl- ur þessa dagana. Smáborgarinn gerir slíkt reglulega til að skoða í hvað pen- ingum landsmanna er eytt þessa dag- ana. Hann talará þessum ferðum mikið um óþarfa eyðslusemi almennings - sem taki lán fyrir allt of stórum húsum sem fólk hafi ekki efni á. Um leið öfund- ar hann eigendur þessara sömu húsa innst inni. Slíkt myndi hann hinsvegar aldrei gefa upp, sama hver ætti í hlut. Varúð, sprengingar Þar sem smáborgarinnar keyrði um eitt af þessum nýju hverfum blasti allt í einu við honum skilti sem á stóð - Varúð, sprengingar! Smáborgaranum brá að vonum verulega þegar hann rak augun í skiltið og beygði sig ósjálfrátt niður um leið og hann hóf að horfa í kring um sig í leit að illilegum mönn- um í vinnugöllum með dínamíttúpur í hendi. Hann hægði einnig verulega á sér til að hafa betri tíma til að skima í kring um sig eftir þeirri gríðarlegu hættu sem skiltið varaði við. En ekkert var þarna að sjá og stuttu síðar keyrði smáborgarinn út úr hverfinu án þess að hafa lent í nokkurri hættu, og án þess að heyra svo mikið sem kókómjólkur- fernu sprengda af einhverju saklausu barninu. Með hjálm í aftursætinu? Smáborgarinn hefur síðan náð að jafna sig af hræðslutilfinningunni sem hrísl- aðist um æðar hans þarna um helgina, en viðurkennir að hann hefur hugsað mjög mikið um skiltið „góða". Hann velt- ir því nú fyrir sér af hverju það hafi verið sett niður. Hvaða ráðstafanir átti hann að gera? Búast menn við að almenning- ur keyri til að mynda um með appelsínu- gula hjálma í aftursætinu sem settir eru upp þegar von er á spreningum í næsta nágrenni? Eða að fólk myndi allt í einu taka u-beygju á götunni og láta sig hverfa, og þannig gefa verktak- anum betra næði til að vinna vinnuna sína? Honum hefur líka dottið í hug að verktakinn hafi einfaldlega viljað koma í veg fyrir að fólki myndi bregða ef helj- arsprenging yrði við hliðina á bíl þess á ísrúntinum. Smáborgarinn verður að viðurkenna að hann telur að skiltið muni ekki hafa þau áhrif. HVAÐ FINNST ÞER? BlaÖiÖ/SteinarHugi Jótt Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra. Sprakk ríkisstjórn Þorsteins Pálsson- ar ekki í beinni? Það er þjóðsaga. Það vissu allir sem að málinu komu. Fjöl- miðlungar vildu hins vegar þakka sér þetta gustukaverk. ingólfur Margeirsson, sagnfræðingur, hefur sett fram þá kenningu að ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar, sem Jón Baldvin átti sæti í, hafi ekki sprungið í beinni útsendingu í sjónvarpssal eins ávallt hefur verið haldið fram. 1 m W m. ,$»' M| | j Æ * m, J i jþgij ú á wmÉ % ffr Í' m 1 1 Jgjp V'; íTfiiiP Það var margt sem gladdi augað þegar vor- og sumarlína Emporio Armani var kynntfyrir árið 2007. Sýningin fór fram á tískuviku í Mílanó og enn á ný má greinaferska sýn hjá Armani. Og þá grétu allir Kidman og Urban grétu bœði í brúðkaupi sínu um helgina. Óskarsverðlaunaleikkonan Nicole Kidman gekk um síðustu helgi í það heilaga með kántrísöngvaran- um Keith Urban. „Ég mun elska þig og virða alla mína ævidaga," sagði leikonan við Urban með gleðitárin í augunum. „Fallegasta stundin í brúðkaupinu var þegar allir sátu við borðin í veisl- unni og svo stóð Urban upp og gekk upp á sviðið og söng gullfallegt lag tU konu sinnar. Annars var þetta í heild sinni ótrúlega falleg athöfn,“ sagði Jessica Rowe eftir athöfnina. „Ég held að ekki hafi verið þurrt auga í salnum, Kidman grét og allir grétu," hélt hún áfram. Kidman, sem er 39 ára, var sem kunnugt er áður gift Tom Cruise en skildi við hann 2001 eftir tíu ára hjónaband. Hún og Urban, sem er 38 ára, eru sennilega nú þegar farin af stað í brúðkaupsferðina og líklegt þykir að staðirnir Fiji og Tahiti hafi orðið fyrir valinu. Hafðu augun hjá þér, við söknum tveggja fanga. HEYRST HEFUR... AFSÖKUWAR BEIÐNI Hér á þessum stað birtist þann 20. þessa mánaðar klausa þar sem fullyrt var að Viggó Sig- urðsson, f y r r u m þjálfari landsliðs íslands í handknatt- leik, hefði daginn áð- ur mætt í Héraðsdóm Reykjavíkur vegna umferðarlagabrots. Þetta er ekki rétt. Viggó Sigurðsson mætti ekki í Héraðsdóm og hefur ekki verið sakaður um umferðarlagabrot. Viggó Sigurðsson er hér með beðinn afsökunar á þessum röngu staðhæfingum. ValurGrettisson. Heyrst hefur að blaðamað- ur tímaritsins Grapevine, Paul F. Nikolov, sé farinn að skrifa pistla og fréttir bæði í Grapevine og svo fyrir hinn nýja samkeppnisaðila þeirra, Reykjavík Mag, sem er á enskri tungu líkt og Grapevine. Sam- kvæmt heimildum mun hann vera í barneignarleyfi þessa stundina og nýtir tækifærið til þess að skrifa í bæði blöðin. Samkvæmtstaðfestumheimild- um fyrirgefa Grapevine-menn honum fyllilega og segjast lítið sem ekkert hafa fundið fyrir samkeppni á markaðnum enn sem komið er. Peir sem skemmtu sér í mið- bænum á laugardagskvöld- inu ráku upp stór augu þegar þeir sáu skyndilega Kalla á þak- inubregða fyrir, en Sveppi úr Strák- u n u m leikur per- s ó n u n a að öllu jöfnu við góðar undirtektir. Slík sjón er undarleg á hvaða degi sem er en menn ráku upp enn stærri augu þegar þeir áttuðu sig á því að þarna var Eiður Smári Guðjohnsen fótboltakappi klæddur eins og persónan viðkunnanlega. Ekki er vitað hvers vegna hann klæddi sig þannig en uppi eru kenningar um að hann taki að sér hlut- verkið í hjáverkum á meðan hann bíður þess að fara til Barc- elona. Heimasíðan b r u n a r oft inn á rit- völlinn en á síðunni má finnaskemmti- legar samsær- iskenningar. Á síðunni er varpað fram þeirri kenn- ingu að Bjarni Ármanns, forstjóri Glitnis, verði næsti formaður Framsóknarflokks- ins. Menn muna þegar Árni Magnússon fór til Glitnis þeg- ar hann hætti sem ráðherra og vilja menn meina að það sé hluti af samsærinu mikla. Það sem færri vita kannski og ýtir undir kenninguna er að Bjarni er bóndi í hjáverkum þegar hann dvelur í Skorradalnum á góðum dögum. valur@bladid.net Málefni.com

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.