blaðið - 04.07.2006, Blaðsíða 12

blaðið - 04.07.2006, Blaðsíða 12
12 I DEIGLAN ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 2006 biaAÍA Kvöldganga í Viðey Örvar Birkir Eiríksson, verkefnisstjóri Viðeyjar mun leiða göngu um eyjuna. Mynd/JlmSiMrt Ikvöld verður ganga í Viðey þar sem Örvar Birkir Eiríksson, verkefnisstjóri Viðeyjar, mun fjalla um þorpið á Sundbakka sem stóð frá 1907-1943. Á tímabili var þar ein stærsta höfn eyjunnar og þorpið það öflugt að þingmönnum í Reykja- vík stóð ekki á sama. „Þorpið reis þegar Milljónafélagið var stofnað í mars 1907 en aðalmenn- irnir í kringum það voru þeir Pétur J. Þorsteinsson á Bíldudal og Thor Jensen. Tengdasonur Péturs, Eggert Briem, átti þá Viðey. Þá lágu fyrir mælingar fyrir utan Sundbakka sem sýndu að þarna væri mikið að- dýpi og því auðvelt að gera hafskipa- bryggju. Þeir ganga þá frá leigu- samningi til 99 ára og fá 40 hektara spildu á Austurenda eyjarinnar," segir Örvar. Milljónafélag á borð við ríkissjóð Framkvæmdir hófust fljótlega sama ár þar sem reist var bryggja, hús fyrir starfsmenn, verbúðarhús og fiskverkunarhús en megnið af húsunum var reist af Milljónafélag- inu tvö fyrstu árin. „Þannig var í raun búið til þorp á nokkrum mán- uðum af fyrirtækinu. Félagið var þá alltaf kallað Milljónafélagið manna á millum því hlutafé þess átti að nema um einni milljón króna sem var veruleg fjárhæð á þessum tíma. Útgjöld ríkissjóðs voru þá einungis um það bil 1,6 milljón króna en meðalstærð útgerðarfélaga var í kringum 100-150 þúsund krónur. Hlutaféð náði þó aldrei milljón en var um 820 þúsund þegar best lét,“ segir Örvar. A þeim tíma er félagið var að byggj- ast upp stóðu íslendingar í sjálfstæð- isbaráttu gegn Dönum en það átti eftir að hafa áhrif á starfsemina. „Pétur og Thor áttu helminginn af hlutafénu en hinn helminginn áttu Danir og þar voru danskir fjársýslu- menn í forsvari. Þarna sáu menn fyrir sér að Danir væru að reyna seilast til áhrifa á íslenskum fiski- miðum og ríkti mikil tortryggni í garð félagsins út af þessu. Menn voru svo sem jákvæðir í garð Péturs og Thors en tortryggnir varðandi það að félaginu væri stýrt af þessum dönsku mönnum,“ segir Örvar. Besta bryggjan á Faxaflóa Þá kemur fram í máli örvars að á þessum tíma var engin almennileg bryggja i Reykjavík. Ennfremur var bryggjan í Hafnarfirði ekki risin og bryggjan í Viðey því besta bryggjan á Faxaflóa. „Þetta var mikil upp- skipunarhöfn og þarna var danski flotinn með aðalbækistöð er þeir sáu um gæslu á íslandsmiðum. 1 Viðey var þá stór vöruskemma þar sem þeir geymdu kol og aðrar nauðsynjavörur. Einnig var Sam- einaða Danska Gufuskipafélagið með geymslu þarna, flutti varning þangað sem síðan var fluttur út á land. Á tímabili var þetta önnur stærsta höfn landsins," segir Örvar. Þungamiðja Reykjavíkur? Tvisvar var sótt um að gera þorpið að löggildum verslunarstað, árin 1907 og 1909, en því var hafnað 1 bæði skiptin. Þá heyrði það frekar til undantekninga að slíkum um- leitunum væri synjað. „Nánast hús eða sker gátu fengið verslunarrétt- indi á þessum tíma en Reykjavík- urþingmenn litu á þorpið sem ógn við Reykjavík. Þeir sáu fyrir sér að erlend skip myndu sigla framhjá Reykjavíkurhöfn og landa í Viðey. Þeir voru hræddir við að þunga- miðja Reykjavíkur myndi færast út í eyjuna. Það hlýtur að teljast merki- leg hugmynd í dag. Annað er það að Viðey var ekki hluti af Reykjavík á þessum árum heldur tilheyrði hún Seltjarnarnesi. Það útskýrir töluvert andstöðuna," segir Örvar. Gengið verður frá Viðeyjarstofu meðfram suðurströndinni og inn í þorpið. Þar verður meðal annars kíkt inn í skólann og stöðvað við ýmis önnur kennileiti. jon@bladid.net Gönguferöir I Viðey hafa notið mikilla vinsælda I sumar en þar er margs að njóta og þá sérstaklega gamla þorpsins. Blatid/SteinarHugi BÖRN & UPPELDI Miðvikudaginn 5. júlí blaöiö Auglýsendur, upplýsingar veita: Kolbrún Ragnarsdóttir • Sími 510 3722 • Gsm 848 0231 • kolla@bladid.net Magnús G Hauksson • Sími 510 3723 • Gsm 691 2209 • maggi@bladid.net Ornámskeið á Arbœjarsafni í vikunni hefjast hin sívinsælu ör- námskeið Árbæjarsafns. Á örnám- skeiðum Árbæjarsafns gefst meðal annars færi á að læra tálgun, glímu, þæfingu ullar og flugdrekagerð. Líflegt á sumrin Helga Vollertsen hjá Árbæjarsafni segir að námskeiðin hafi hingað til verið vel sótt en þetta er fimmta árið sem þau eru haldin. „Námskeiðin hafa alltaf verið haldin í tengslum við sumarstarfið hérna. Safnið sjálft er opið yfir sumarmánuðina þrjá, júní, júlí og ágúst en þá gefst gestum kostur á því að skoða öll húsin og fara inn í flest þeirra. Leið- sögumenn eru þá á svæðinu sem eru í búningum og sýna starfsemi fyrri tíma. Síðan erum við með hesta og kýr. Það er reglulega teymt undir á hestunum og kýrin er mjólkuð dag- lega klukkan fjögur. Áhugasömum er jafnvel leyft að smakka," segir Helga. Nýtt námskeið Eins og nafnið gefur til kynna þá eru þetta mjög stutt námskeið eða aðeins þrír tímar að lengd hvert fyrir sig, frá klukkan 13 til um 16. Námskeiðin eru ætluð börnum á aldrinum 7-12 ára í fylgd með fullorðnum. „Það er gott að hafa einhvern fullorðinn með sér til að hjálpa ef með þarf. Við bjóðum þá upp á fimm mismunandi námskeið í ár og það er velkomið að Á Örnámskeiðum verður meðal annars boðið upp á flugdrekagerð. skrá sig á fleiri en eitt. Námskeiðin eru öll á mismunandi tímum og er hvert þeirra kennt í fjögur skipti í sumar. Fyrsta námskeiðið er þá í dag í tálgun og þar er miðað við hámark 12 manns, 7 börn auk fullorðinna, og á það námskeið er fullt,“ segir Helga. Aðsóknin hefur verið góð hingað til og námskeiðum fjölgað. 1 fyrra var byrjað með námskeið í þæfingu og í sumar verður í fyrsta sinn boðið upp á tónlistar- og dægurmenningu ungs fólks í sambandi við sýninguna Diskó8cPönk. Verði er stillt í hóf og mun það að- allega vera fyrir efniskostnaði.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.