blaðið - 04.07.2006, Blaðsíða 30
30 I FÓLK
ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 2006 blaöiö
SMÁ
HVAÐ FINNST ÞÉR?
borgarínn
AF STRÍÐS-
GLÆPAMÖNNUM
Smáborgarinn er rasandi yfir því hvað
menn eru hissa á nauðgunum og níð-
ingsverkum Bandaríkjamanna í Irak. Það
er eins og fólk hafi ekki af því heyrt að
nauðganir og níðingsverk, limlestingar
og morð eru undantekningalaus fylgi-
fiskur styrjaldareksturs. Man einhver
eftir stríði sem háð hefur verið án þess
að ofbeldismenn leiki lausum hala og
fái óáreittir útrás fyrir sjúklegar fíknir
sínar? Man einhver eftir stríði þar sem
meinleysisgrey, sem vart gátu gert flugu
mein, breyttust ekki i óhamin skrímsli
sem miskunnarlaust hjuggu niður mann
og annan? Smáborgarinn á ekki til orð
yfir þessum kjánalegu viðbrögöum við
endalausum fregnum af níðingsverkum
úrstríðum heimsins.
Auðvitað eru þetta ekkert annað
en kjánaleg viðbrögð. Fólk vill kannski
meina að það hafi nú alls ekki búist við
þvíað hermenn létu til skararskríða gegn
almennum borgurum. Smáborgarinn
hlýtur að spyrja hvað verður þá til þess
að fólk dregur slíka ályktun. Stríð eru í
eðli sínu ekkert annað en ofbeldi og glæp-
ur. Smáborgarinn hefur mikið verið að
hugsa um eðli og hlutverk forystumanna
ríkisins, forsætisráðherra og forseta, eft-
ir því með hvaða sniði stjórnsýslan hefur
verið sniðin. Smáborgarinn hefur komist
að þeirri niðurstöðu, þeirri eðlilegu niður-
stöðu, að forseti þjóðar sem lýsir stríði
á hendur annarrar þjóðar hljóti að hafa
brugðist hlutverki sínu algerlega.
Helsta hlutverk þjóðarleiðtoga er að
tryggja reglu í samfálagi sínu. Með þvi
að efna til stríðs er þjóðarlelðtogi í raun
að fara þvert gegn hlutverki sínu, þvert
gegn reglunni. Hann er f raun að tryggja
óreglunni viðgang með slfku háttalagi.
Forsvarsmaður ríkis sem efnt hefur
til stríðs hefur því um leið fyrirgert rétti
sfnum til að stjórna ríkinu. Slfkur maður
hlýtur um leið að vera að lýsa yfir nauðg-
unum á konum og börnum, pyntingum
og morðum á almennum borgurum. Hjá
þvíverðurekki komist því ekkert stríð hef-
ur verið háð án slíkra voðaverka.
Að halda þvffram að þannig sé málum
ekki farið er því ekkert annað en rakalaus
útúrsnúningur þeirra sem vita betur eða
innihaldslaust hjal þess sem ekkert veit.
Maður sem hefur lýst yfir stríði er því ann-
aðhvort illvirki eða heimskingi. Þetta er
eitthvað sem smáborgarar landsins vita
ósköp vel. Þaðerorðið ansi mikið of langt
sfðan Andersen strípaði keisarann til að
haldaöðrufram.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri Reykjavíkur
Tókstu mynd af Ingibjörgu Sólrúnu
niður?
„Það er ekki hægt að taka niður það sem ekki hangir
uppi.“
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri Reykjavíkur ákvaö aö hengja aftur upp myndirnar sem Ingibjörg Sólrún fyrrverandi
borgarstjóri tók niöur i Höföa í valdatíð sinni.
MYNDJIMSMART
Tívolíið við Smáralind bauð börnum frá Umhyggju, sambýlununum
á höfuðborgarsvœðinu, BUGL ogfleiri stöðum í heimsókn í gœr. Um
i.6oo einstaklingar þáðu þetta góða boð ogskemmtu sér í góðviðrinu
og tóku spretti í hinum ýmsu leiktœkjum tívolísins. Þetta er ífjórða
sinn sem Smáralindin stendurfyrir þessum svokallaða góðgerðardegi.
SU DOKU talnaþraut
3 9 8 6 1 2 4 7 5 Lausn síðustu gátu: Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hvertala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri linu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar.
4 5 2 9 7 3 6 8 1
i 6 7 4 8 5 9 2 3
6 4 3 7 2 1 8 5 9
2 7 5 8 3 9 1 4 6
8 1 9 5 4 6 2 3 7
5 3 1 2 6 4 7 9 8
7 2 6 3 9 8 5 1 4
9 JLi 4 1 5 7 3 6 2
Gáta dagsins:
2 3 1
5 2
9 1 8 7 3
1 8 3 7
2 6 8 3
6 8 4
5 9 1
7 3 6 9
eftir Jim Unger
Kanínurnar eru að borða allt grænmetið hans.
9-10
O Jlm Ungar/dist. by Unitod Media, 2001
HEYRST HEFUR...
Bandarískisendiherrann.Car-
ol van Voorst og eiginmað-
ur hennar, William
A, Garland, bjóða til I
mikillar móttöku
að Kjarvalsstöðum í
dag í tilefni 230 ára I
afmæli Bandaríkj-j
anna. Áhugi á hana-
stéh þessu meðal hinna talandi
og drekkandi stétta
höfuðstaðarins mun
hafa aukist mjög eft-
ir að út spurðist að
George Bush eldri,
fyrrverandi Banda-
ríkjaforseti, yrði staddur hér á
landi í sama mund. Útsendari
greiningardeildar úrklippu-
safns Blaðsins í sendiráðinu
segir á hinn bóginn af og frá
að forsetinn fyrrverandi komi í
móttökuna, enda verði George
Herbert Walker Bush, eins og
hann heitir fullu nafni, önnum
kafinn við að knýta á sig slauf-
una fyrir kvöldverðarboð, sem
herra Ólafur Ragnar Grímsson,
forseti Islands, heldur honum að
Bessastöðum...
Annars hlýtur náttúrlega
stóra spurningin að vera
sú hvort George Bush eldri leggi
í að feta í fótspor Bills Clintons
og fá sér pylsu á Bæjarins beztu
í Tryggvagötu. En sporin hræða
ef til vill, því eins og menn muna
var Clinton ekki fyrr kominn aft-
ur heim til Bandaríkjanna en
hann fékk ákafan hjartverk og
var lagður inn á spftala þar sem
hann gekkst undir hjáveituað-
gerð. Bush eldri hefur verið við
góða heilsu og hélt nýverið upp
á 82 ára afmæli sitt. Sennilegast
væri rétt hjá honum að sleppa
sinnepinu, sem Clinton úðaði í
sig um árið...
Ekki fer mikið fyrir stórgróss-
ernum Jóni Ólafssyni, sem
löngum var kenndur við Skíf-
una, þessa dagana. Hér á landi
að minnsta kosti. En það þýðir
ekki að hann sitji með hendur
í skauti. Auk þess
sem hann stendur
í málaferlum við ís-
lenska fræðimenn
hefur hann gerst um-
svifamikill vatnsút-
flytjandi og markaðssetur vatn
frá Þorlákshöfn undir merkinu
Glacial. Fregn er um Jón á Bev-
Net, sem er veffréttarit drykkjar-
vörumarkaðarins og þar er ekki
ónýt kynning á okkar manni:
„Hinn annálaði íslenski viðskipta-
maður Jón Ólafsson, sem kunn-
ur er að ástríðufullri umhyggju
fyrir náttúru lands síns...“
Pað styttist í kosningar, eins
og sjá mátti á forsíðu Frétta-
blaðsins á sunnudag, þar sem
ráðherrarnir Surla Böðvarsson
og Magnús Stefánsson sátu fyr-
ir á mynd með gítar og bongó-
trommur, en þeir eru báðir með
skrifstofur í Hafnarhúsinu, en
þar í portinu er kjörinn staður
fyrir tónleikahald
þeirra félaga úrNorð-
vesturkjördæmi.
En það má svo sem
merkja kosningatitr-
inginn af fleiru, því
ekki er annað að heyra af Sturlu
að hann sætti sig ekki við aðgerð-
ir þær, sem ríkisstjórnin boðaði
fyrir skemmstu um frestun
framkvæmda, a.m.k ekki þegar
kemur að vegaframkvæmdum.
Og undir þetta taka þingmenn
í hinum og þessum kjördæmum,
svo ekki er útséð með þensluna
ennþá...
andres.magnusson@bladid.net