blaðið - 04.07.2006, Blaðsíða 24

blaðið - 04.07.2006, Blaðsíða 24
24 I MENWING ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 2006 blaðið Frá Paimpol til Reykjavíkur Þann 24. júní síðasliðinn hófst árleg skútukeppni, Skippers de Islande, frá franska fiskibænum Paimpol til íslands. Skippers de Islande er al- þjóðleg keppni á seglskútum af ýmsum stærðum og gerðum. Keppnin er haldin í minningu tengsla franskra sjómanna við ísland. Kappsigl- ingin var nú haldin í þriðja sinn í þessum einstaklega fallega 8000 manna bæ þar sem höfnin er sneisafull af skútum og þetta árið mátti sjá íslenska fánann skreyta nokkrar þeirra. Götur og staðir í Paimpol bera nöfn sem minna á Island, má þar nefna götuna Islandais og veit- ingahúsið L’lslandais. Mikið var um dýrðir þennan dag. Hljómsveit lék sjómannalög og í tjöldum mátti kaupa alls kyns varning. Hópur íslendinga á vegum Alliance Francaise fylgdist með skútunum þegar þær lögðu úr höfn. Skemmtiferðaskip fylgdi skútunum eftir og farþegar stóðu úti á þilfari og veifuðu til áhafna. Nokkrir bátar fylgdu þeim einnig eftir og greini- legt var að þar voru fjölskyldumeðlimir áhafna því heyra mátti börn kalla „pabbi!“ um leið og þau veifuðu í ákafa. Skipverjar á skútuni Belle Poule stóðu uppi í rám þegar þeir fylgdu skútunum frá Paim pol. BlaðMolla Nokkrar skútur voru skreyttar íslenska fánanum. BlaliWolla Sigur skútustýrunnar Sigurvegari kappsiglingarinnar frá Paimpol til Reykjavíkur er hin 25 ára gamla Servane Esc- offier frá Saint Malo, sem sigldi ásamt þremur félögum sínum. Hún er yngsti skútustjóri keppn- innar og náði strax forystu sem hún hélt til loka. Reiknað hafði verið með að sigurvegarinn kæmi til hafnar i Reykjavík 4. júlí en Servane var nokkuð á undan áætlun og sigldi í höfn 30. júní eftir fimm daga og þrettán klukkutíma siglingu. Faðir Servane ásamt skipsfélugum sínum. hennar tekur einnig þátt í keppn- inni en var ekki kominn í höfn þegar blaðamaður hitti Servane. Þessi glaðlynda og tápmikla stúlka, sem hefur próf í viðskipta- fræði, segist hafa byrjað að fara í siglingar með foreldrum sínum þegar hún var tveggja ára gömul. Hún hefur ætíð haft áhuga á sigl- ingum en um tíma hafði hesta- íþróttin yfirhöndina og þar keppti hún með góðum árangri þar til hún lenti í slæmu slysi. Hún sneri sér þá að siglingum, sextán ára gömui. BlaöiD/lngó 99................. Kannski verð ég stundum einmana en þetta er bara vika svo það gerir ekki mikið til. Hún segir að ferðin til íslands hafi ekki verið sérlega erfið, vanda- samast hafi verið að halda réttri átt. Kuldinn hafi verið nokkur en engin ástæða sé til að kvarta undan honum þar sem hann sé hluti af íþróttinni. Servane verður á Islandi fram til 12. júlí en þá hefst kappsigling frá Grundarfirði til Paimpoi. Þá mun hún sigla ein og tryggja sér þar með rétt til þátttöku í Romm- keppninni í haust en þar er siglt frá Saint Malo til Guadeloupe í Kar- abíska hafinu. Þegar hún er spurð hvort siglingin frá Grundarfirði verði ekki einmanaleg segir þessi brosmilda stúlka: „Kannski verð ég stundum einmana en þetta er bara vika svo það gerir ekki mikið til. I þeirri ferð skiptir mestu máli að maður þekki báttinn sinn eins og sjálfan sig og líði vel í honum.“ Servane Escoffier. Sigraði í keppninni frá Paimpoi til Reykjavíkur.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.