blaðið - 04.07.2006, Blaðsíða 17
blaöió ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 2006
BRÚDKAUPI 17
Markaðstorg hefðanna
Gyða Margrét Pétursdóttir félagsfræðingur hefur velt vestrænum brúðkaupssiðum töluvert fyrir sér
Mynd/Eyþór
Kirkjuklukkurnar glymja sem
aldrei fyrr þessa dagana og brúð-
armarsinn ómar í hverju horni.
Margir kjósa að ganga í hjóna-
band yfir sumarmánuðina og
þessa dagana má víða um borgina
sjá tindilfættar meyjar á hvítum
kjólum kyssa káta pilta. Flest
höfum við einhvern tíma verið
viðstödd brúðkaup og samfagnað
nýbökuðum hjónum að athöfn
lokinni. Því er ekki að neita að
flest eru þessi brúðkaup hver
öðru lík, brúðhjónin ganga inn í
sama munstrið og hefðirnar eru
ótrúlega sterkar þó þær eigi sér
ekki langa sögu hér á íslandi og
séu flestar innfluttar frá Amer-
íku. Faðirinn leiðir hvítklædda
dótturina inn kirkjugólfið undir
drunandi marsi Wagners, þau
draga baug á fingur og sumir
brúðgumar fullkomna gjörning-
inn með því að rogast með brúði
sína yfir þröskulda. Þetta gera
flestir án þess að hugsa mikið
um hvaðan þessar hefðir eru
sprottnar og hvað þær tákni f
sögulegu samhengi.
Gyða Margrét Pétursdóttir félags-
fræðingur hefur velt vestrænum
brúðkaupssiðum töluvert fyrir
sér og tekið táknfræði þeirra til
skoðunar.
„Árið 2001 skrifaði ég BA-ritgerð
í félagsfræði ásamt Elínu Sigurðar-
dóttur um brúðkaup og brúðkaups-
siði. Verkefnið er tvíþætt. Annars
vegar fræðileg umfjöllun um brúð-
kaupssiði og hjónabönd út frá fem-
ínísku sjónarhorni og hins vegar
megindleg könnun um viðhorf
ungs fólks til brúðkaupa og hjóna-
bands. Markmið ritgerðarinnar
var að kanna viðhorf og væntingar
þátttakenda til sjálfs sín, brúðkaupa
og hjónabands. Til grundvallar verk-
efninu lágu ýmsar kenningar um
makaval og um hjónabandið sem
stofnun. Þær sýna að núverandi
brúðkaupssiðir byggja á sögulegum
grunni og að hjónabandið ýtir undir
vald karla á kostnað kvenna. Megin-
niðurstöður rannsóknarinnar voru
þær að kynin hafa mismunandi
viðhorf til sjálfs sín, brúðkaupa og
hjónabanda."
Gyða og Elín skoðuðu sérstaklega
þær hefðir sem viðhafðar eru við
brúðkaup og hvaða merking liggur
að baki þeim. „Þessir helstu siðir
sem við þekkjum í vestrænum brúð-
kaupum dagsins í dag eru arfur frá
fornum tímum. Faðirinn gaf dóttur
sina einhverjum manni sem greitt
hafði fyrir hana, oft dýru verði.
99................
Eftir að Karl Bretaprins
og Díana gengu í
hjónaband varð mikil
sprengja í þessum
hvítu brúðkaupum.
Slörið átti að hylja hana uns athöfn-
inni væri lokið en þá mátti hinn nýji
eigandi afhjúpa brúðina."
Mey skal að morgni lofa
I bíöðum og tímaritum er algengt
að sjá skartgripaverslanir auglýsa
svokallaðar morgungjafir sem eig-
inmaðurinn færir eiginkonunni að
lokinni vel heppnaðri brúkaupsnótt.
Úr, hálsmen og eyrnalokkar eru sér-
staklega vinsæl við þetta tækifæri að
sögn afgreiðslustúlku í rótgróinni
skartgripaverslun við Laugaveginn.
Líklega taka flestar stúlkur gjöfinni
fegins hendi án þess að velta fyrir
sér hinni táknrænu merkingu. „Sið-
urinn byggist á þeirri hugmynd að
greitt sé fyrir meydóminn sem tek-
inn var um nóttina. Það er óneitan-
lega mjög sérkennilegt að þessi siður
sé vinsæll i vestrænum þjóðfélögum
árið 2006.
Gyða segir að nokkur brúðkaup
tuttugustu aldar hafi haft mikil
áhrif á strauma og stefnur. Fólk lét
sér í léttu rúmi liggja hvort brúð-
hjónin raunverulega höndluðu ham-
ingjuna en leit sérstaklega á klæða-
burð og stíl veislunnar. „Eftir að Karl
Bretaprins og Díana gengu í hjóna-
band varð mikil sprengja í þessum
hvítu brúðkaupum. Allir vildu hafa
langan slóða og halda stórar veislur
að hætti þeirra. Það sama er að ger-
ast núna. Markaðsöflin eru að ganga
þessum gömlu hefðum á hönd og
nýta sér þær til þess að selja vörur
og þjónustu," segir Gyða
„Hjónabandið innsiglar hefð-
bundna verkaskiptingu"
Feminisminn hefur heilmikið til
málanna að leggja þegar kemur að
hjónabandi og brúðkaupum og þær
stöllur beittu því sjónarhorni við
vinnslu ritgerðar sinnar.
„Feminísk gagnrýni á hjónaband
hefur gengið út á það að gagnrýna
það sem stofnun og að það viðhaldi
þessum úreltu kynjahlutverkum.
Við sjáum enn þann dag í dag að
verkaskipting á heimilum er mjög
ójöfn og hefðbundnar hugmyndir
eru ótrúlega sterkar. Oft er hjóna-
bandið formleg leið inn í þessa
ójöfnu verkaskiptingu og kannski
eins konar blessun yfir hana. Við
Elín sáum í könnuninni sem við
gerðum að hugmyndir framhalds-
skólanema um brúðkaup eru mjög
hefðbundnar. Þátttakendur í könn-
uninni voru 302 framhaldsskóla-
nemar í Reykjavík og á Akranesi,
fæddir á árunum 1985-1988. Krökk-
unum fannst alls ekki öllum að brúð-
kaupið ætti endilega að eiga sér stað
í kirkju en flestir voru sammála um
að brúðurin ætti að klæðast hvítum
kjól og að faðirinn ætti að gefa dótt-
urina á braut. Gyða segir það líka
hafa komið í ljós að framhaldsskóla-
nemunum töldu brúðkaupið vera
mun mikilvægara fyrir konuna en
karlinn. „Við lögðum fram þá full-
yrðingu að brúðkaupið væri mik-
ilvægasti dagur í lífi hverrar konu
og ótrúlega margir tóku undir það.
Hinsvegar vildu fáir skrifa undir það
að þessi dagur væri sá mikilvægasti
í lífi hvers karlmanns. Hugmyndin
um að verið sé að gera konunni stór-
kostlegan greiða með því að giftast
henni er ótrúlega sterk enn þann
dag í dag. Rannsóknir sýna hins-
vegar að hjónabandið fer mun mýkri
höndum um karlmenn en konur.
Giftir karlmenn lifa lengur en giftar
konur og eru almennt heilsuhraust-
ari en þær.
Gyða segir að krafa samfélags-
ins um glæsilegt brúðkaup í hefð-
bundnum skilningi sé ótrúlega sterk.
„Ég upplifi mjög sterkan áróður í
samfélaginu fyrir brúðkaupum og
að það sé í raun bara ein leið að því,
þetta hefðbundna kirkjubrúðkaup
sem við þekkjum. Þegar fólk fer
til borgardómara og lætur gefa sig
saman þá hefur það ekki þennan
sama þunga og kirkjubrúðkaup,"
segir Gyða.
Hillur bókabúða svigna undan
tímaritum um brúðkaup. Öll eru
þau stíluð inn á konur og reynt að
höfða til þeirra á sem fjölbreyti-
legastan hátt. Öllu er til tjaldað til
þess að gera þennan dag sem glæsi-
legastan og nauðsynlegt er að huga
vel að sál og líkama. Hin tilvonandi
brúður þarf að fara í andlitsbað,
litun, plokkun, vax og hvað þetta
allt saman nú heitir. Ljóst er að
allt þetta kostar skildinginn. „Það
er athyglisvert hvað brúðkaup eru
farin að kosta mikið. Við vinnslu
ritgerðarinnar gerðum við kostnað-
aráætlun fyrir brúðkaup, hún var
mjög hófleg að engu að síður fórum
við upp í rúmlega hálfa milljón. Það
er líka merkilegt í ljósi þess að fólk
er að gifta sig þegar það er að koma
sér upp húsnæði og hefur kannski
ekki mikið aflögu,“ segir Gyða.
„Engum gefin"
Gyða gekk sjálf í hjónaband árið
2001. „Ég er í hjónabandi, ég hef
engum verið gefin. Mér finnst mikil-
vægt að halda þessum mun til haga
því orð eru til alls fyrst. Ég gekk í
hjónaband sumarið eftir að ég skil-
aði BA-ritgerðinni og öll sú vinna
varð til þess að styrkja mig í því að
ganga ekki í gegnum hvítt kirkju-
brúðkaup. Ég gat ekki hugsað mér
að ganga inn í þær hefðir sem ég tók
til gagnrýnnar skoðunar. Að öllu
jöfnu er fólk þó mjög upptekið af
því að rugga ekki bátnum á þessum
tímamótum. Faðirinn verður að fá
að leiða dótturina inn kirkjugólfið
hvað sem tautar og raular jafnvel
þó dóttirin hafi alist upp hjá ein-
stæðri móður þá er faðrinn dubb-
aður upp í kjól og hvítt á þessum
eina degi og látinn gefa dótturina
á brott þó það væri jafnvel eðilegra
að móðirin sinnti því hlutverki ef
það er viðhaft á annað borð. Fólk er
ákaflega viðkvæmt fyrir því að fara
óhefðbundnar leiðir og brúðkaupið
verður dagurinn þar sem haldið er
í hefðirnar til hins ýtrasta," segir
Gyða að lokum.
hilma@bladid.net
DÚN & FIÐUR
HLYJAR
BRÚÐARG J AFIR
NSÆNGUR
OG KODDAR
í MIKLU ÚRVALI
Fyrsta flokks gæði
OG FRÁBÆR VERÐ
Laugavegi 87 • símar 5S1 8740 & 511 2004
Brúðkaupsgjafir
Óskalistar
Við höldum vandlega utan um alla
óskalista og öll brúðhjón sem
setja saman óskalista hjá LíffiíList
fá veglega brúðkaupsgjöf frá
versluninni.
Jl
A R A L I N
símj 544 2140