blaðið - 04.07.2006, Blaðsíða 23

blaðið - 04.07.2006, Blaðsíða 23
blaöiö ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 2006 HESTAR I 23 Roy Rogers Kvikmyndastjarnan Roy Rogers skipaði stóran sess í lífi margra sem fæddir eru á fimmta ára- tugnum. Hann var stjarna eins og þær skina skærastar. Ungir drengir sátu stjarfir í myrkv- uðum bíósölum og áttu sér þá ósk heitasta að líkjast honum í einu og öllu og sitja hnarreistir geðþekka hestinn Trigger. Roy Rogers fangaði hugi og hjörtu heillar kynslóðar - og það ekki að ástæðulausu. Roy Rogers var kúreki eins og allir töldu að kúrekar ættu að vera. Hann var sterklega byggður og myndarlegur með afbrigðum. Hann var holdgervingur heiðarleika og trausts í augum flestra. Hann mætti hættunum af æðruleysi og leysti úr öllum vandamálum af einskærri út- sjónarsemi og fátt vakti meiri kátínu meðal ungdómsins um miðja öldina en að fylgjast með ævintýrum kú- rekans káta og trygglynda hestsins Triggers. Roy var hetjan sem aldrei brást. Fæddur í borginni Roy Rogers var þó alls ekki sveita- barn að upplagi þó hann ætti einkar auðvelt með að eiga við hesta. Hann fæddist í Cincinnati í Ohio árið 1911 og bar í upphafi nafnið Leonard Slye. Þegar hann var sjö ára ákvað faðir hans að nú væri tími til kominn til þess að flytja í dreifbýlið og keypti litið býli. Draumurinn og farsælt fjölskyldulíf í sveitinni varð þó ekki að raunveruleika því vinnudagarnir voru ákaflega langir og tóku á. Roy þurfti ungur að axla mikla ábyrgð og skyldur á búinu. Þegar hvíld gafst æfði hann sig á mandólín og áður en langt um leið hafði hann náð tölu- verðir færni á þetta snúna hljóðfæri. Fjölskyldan bauð stöku sinnum ná- grönnum sínum í heimsókn til þess að stíga dans undir trylltum mandó- línleik Roy og létu gestirnir sér það vel líka. Synir frumbyggjanna Roy hætti í skóla til þess hjálpa föður sínum að sjá fyrir börnum og búi. Kreppan var í algleymingi og störf lágu ekki á lausu. Roy sagði sjálfur að Steinbeck hefði líklega skrifað skáldsöguna Þrúgur reiðinnar um fjölskyldu sína en þau ferðuðust niður til Kaliforníu í leit að vinnu. Mary, systir Roy, hafði veitt tónlist- arhæfileikum hans athygli og hvatti hann til þess að reyna fyrir sér á útvarpsstöð nokkurri sem kynnti óþekkta tónlistarmenn. Hann lét Roy Rogers og hesturinn Trigger. til leiðast og forsvarsmenn stöðvar- innar gátu ekki annað en látið heill- ast af þessum unga pilti. Þótti þeim tilvalið að Rogers fyndi sér félaga til þess að skemmta með sér og fyrir val- inu varð frændi hans Dick Weston. Saman sungu þeir undir nafninu Sons of the Pioneers. Þeir komu fram í ótal útvarpsþáttum og síðar í kvikmyndum. Roy lék í sinni fyrstu kvikmynd síðla fjórða áratugarins og átti eftir að leika um 80 slíkum á sinni löngu ævi. Einnig var hann stjarna sjónvarpsþáttarins The Roy Rogers Show á árunum 1951-57 sem naut ótrúlegra vinsælda. Vinsældir Rogers töldu margir ekki síst felast í því að almenningur gerði engan greinarmun á hans eigin persónu og þeirri sem birtist í kvikmyndunum. Hann var alltaf jafn sviphreinn og heillandi hvort heldur sem er á hvíta tjaldinu eða í eigin persónu. Stjarna allra barna Fyrri kona Roy, Arline, lést af barns- förum árið 1945 og var hún öllum mik- ill harmdauði. Roy giftist skömmu síðar mótleikkonu sinni Dale Evans og voru þau saman alla tíð. Þau urðu þekkt um allar jarðir fyrir umhyggju sína fyrir börnum en þau ættleiddu sjálf nokkur börn auk þess sem þau gáfu mikið fé til alls kyns hjálpar- starfsemi til handa heimilislausum og fötluðum börnum. Bæði Roy og Dale voru sannkristin og lifðu eftir boðorðunum af heilum hug. Það er kunnara en frá þurfi að segja að vestrar Roy Rogers nutu geysilegra vinsælda. Ein ástæðan er án efa sú að flestar myndir hans voru í lit meðan flestar aðrar B-myndir voru í svarhvítu. Einnig voru framleiddar styttur, póstkort, teiknimyndasögur og allskyns dót til þess að selja aðdá- Roy ásamt eiginkonu sinni Dale Evans endnum hans sem tóku öllu slíku fegins hendi. Roy lést úr hjartabilun 87 ára að aldri árið 1996 en lifir góðu lífi í kvikmyndum sínum, á föln- uðum leikaramyndum sem farið hafa í gegnum hendur ótal barna og í minni þeirra sem lifðu með honum tímana tvenna. Fyrir borg- arbörn sem ekki komast á hverjum degi í útreiðartúr eða kúrekaleiki er tilvalið að kúra inni við á rigning- ardögum og endurnýja kynnin við Roy Rogers og hestinn Trigger. Vinsældir Rogers töldu margir ekki síst felast í því að almenningur gerði engan grein- armun á hans eigin persónu og þeirri sem birtist í kvikmyndunum. Eldhestar gera víðreist um landið Það er fátt unaðslegra á hlýjum sumardegi en að fara í útreiðar- túr. Sitja stæltan, íslenskan hest og njóta náttúrunnar til hins ýtrasta. Margt ljóðskáldið hefur lýst yndislegri reynslu sinni um grösuga dali í félagsskap þessarar yndislegu skepnu sem hesturinn er og það er vissulega engu Iíkt að sitja töltandi hest um sveitir landsins. Mörgum borgarbörnum kann að finnast þetta aðeins fjarlægur draumur en þannig þarf það alls ekki að vera. Hestaleigan Eldhestar er tuttugu áragömuláþessuári. Hestaleigan er staðsett á Völlum í Ölfusi, einungis í um 30 mínútna akstursfjarlægð frá Reykjavík og því eru hæg heima- tökin fyrir ráðvillt borgarbörn að skreppa austur og bregða sér á bak. Ferðir um fagra náttúru Markmiðið með stofnun leigunnar á sínum tíma var að bjóða ferða- mönnum upp á hestaferðir um svæði sem ekki voru aðgengileg á annan hátt. í upphafi var áhersla lögð á að gefa fólki kost á upplifa Hengils- svæði og þær mörgu náttúruperlur sem þar er að finna, eins Reykjadal, Marardal, Kattartjarnir svo fátt eitt sé nefnt og nutu þessar ferðir fljót- lega mikilla vinsælda. í dag er dagsferð Eldhesta í Reykja- dal ein af vinsælustu hestaferðum landsins. Eldhestar bjóða upp á hestaferðir frá 1 klst og upp í 7 daga ferðir. Allar dagsferðir fyrirtækisins og styttri eru farnar frá Völlum í ölf- usi, sem og lengri. Hins vegar teygja lengri ferðirnar anga sína nánast um allt landið þvert og endilangt. Allar styttri ferðirnar eru ætlaðar jafnt vönum sem óvönum. „Islendingar duglegir að fara í hestaferðir" Louise Harreson starfar hjá Eld- hestum og hefur nóg að gera þessa dagana. „Við bjóðum upp á fjölbreytt úrval af hestaferðum. Stuttu ferðirnar eru í boði alla daga og innifalið í verðinu er að sækja fólk til Reykjavíkur og skila því aftur til baka. Ferðirnar eru ákaflega vinsælar og það er brjálað að gera hjá okkur enda háannatími. Annars bjóðum við upp á ferðir allt árið nú orðið og það er töluvert að gera hjá okkur allt árið. “ Louise segir að það séu alls ekki bara erlendir ferðamenn sem sæki í það að fara í útreiðartúra. Mynd/Þorkell Skyldi hann fjögurra- eöa fimm gira þessi? 99..................................... Við fáum alls ekki bara útlendinga til okkar, íslendingarnir eru duglegir að fara í styttri ferðir um helgar efveðrið er gott. „Við fáum alls ekki bara útlend- inga til okkar, íslendingarnir eru duglegir að fara í styttri ferðir um helgar ef veðrið er gott. Fólk kemur mikið í hópum, saumaklúbbar og aðrir taka sig saman og skreppa í stuttan útreiðartúr. Svo rekum við líka hótel og veitingahús sem fólk nýtir sér mjög mikið.“ Það er kunnara en frá þurfi að segja að íslenska hálendið heillar flesta sem því kynnast. Eldhestar bjóða upp á slíkar ferðir sem eru í lengri kantinum. „Við förum i langar ferðir yfir hálendið og hafa ferðir yfir Kjöl verið mjög vinsælar meðal erlendra ferðamanna. Þær ferðir eru margar uppbókaðar fyrir löngu,“ segir Louise Að nýafloknu hestamannamóti er ekki annað hægt en að spyrja hestakonuna Louise um mótið. „Við vorum ekki með neina sérstaka dagskrá í tengslum við hestamanna- mótið um helgina. Það er svo mikið að gera hjá okkur öllum sem vinnum hér að við höfðum sjálf engan tíma til þess að sækja mótið, “ segir Lou- ise og snýr sér aftur að vinnunni enda nóg að gera hjá Eldhestum þessa dagana. Við tökum vel á móti þér! UFLAND Lynghálsi 3 • Sími: 540 1125 www.lif1and.is i i

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.