blaðið - 04.07.2006, Blaðsíða 22

blaðið - 04.07.2006, Blaðsíða 22
22 I ÍÞRÖTTIR ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 2006 Maöi6 / Hugþrautin Hugþrautin er vikulegur liður á íþrótta- síðu Blaðsins. Tveir menn úr íþrótta- heiminum mcetast í spurningaeinvígi og tengjast allar spurningarnar íþróttum á einn eða annan hátt. Reglurnar eru ein- faldar: keppendurnir fá sömu 16 spurning- arnar og sá sem hefur fleiri rétt svör heldur áfram en sá sem taparfærað velja nœsta andstæðing sigurveg- arans. Takist einhverjum að sigra fimm keppnir í röð verður hann Fjalar Þorgeirsson krýndur Hugþrautarmeistari og Eyjólfur Héðinsson Markvörður Fylkis fær að launum veSleSan verðlaunagrip. Knattspyrnumaður úr Fylki „Mikil vonbrigði // Eyjólfur Héðinsson hafði unnið tvo góða sigra áður en hann tók á móti samherja sínum úr Fylki, markverð- inum Fjalari Þorgeirssyni. Búist var við miklu af Fjalari en hann sigraði í spurningakeppni knattspyrnumanna í Landsbankadeildinni á Talstöðinni ífyrra. Staðan var jöfn eftir venjulegan leiktíma, n-n, og þurfti því að grípa til framlengingar. Þar sagði reynslan til sín og Fjalar náði að svara öllum spurningunum rétt á meðan Eyjólfur klikkaði á spurningu um dýfinga- manninn knáa, Greg Louganis. Fjalar var ánægður með úrslitin og þakkaði sigurinn „bunka af tilgangslausum upplýsingum“ sem hann hefði sankað að sér í gegnum árin. „Það var ekki hægt að ætlast til þess að Eyjó myndi sigra mig,“ bætti hann við í léttum tón. „Ertu ekki að grínast?" spurði Eyj- ólfur og var brugðið þegar honum var tjáð að Fjalar hefði svarað öllum spurningum framlengingarinnar rétt. Hann sagði úrslitin vera mikil vonbrigði og kvaðst ekki vera sáttur með eigin frammistöðu. „Ég klúðraði þessu í venjulegum leiktíma, ég átti að taka þetta þá,“ sagði Eyjólfur og bætti við að dagsformið hefði svikið hann. bjorn@bladid.net 1. Hvaða ár er Leifur S. Garðars- son, þjálfari Fylkis, fæddur (skekkjumörk eitt ár)? E: 1965. F: 1968. 2. Hvaða austurríski skíða- maður lenti í alvarlegu mótorhjólaslysi árið 2001 en náði ótrúlegum bata og vann tvenn verðlaun á Ólympíuleik- unum í ár? E: Hermann Maier. F: Hermann Maier. 3. Frá hvaða franska liði keypti Tottenham Fílabeinsstrend- inginn Didier Zokora á dög- unum? E: St. Etienne. F: Lyon. 4. Hvaða bandaríska fyrrum hafnaboltahetja, sem lést árið 1999, var eitt sinn eigin- maður Marilyn Monroe? E: Babe Ruth. F: DiMaggio. 5. Hvað heitir norski knatt- spyrnuþjálfarinn sem iðulega er kallaður Drillo? E: Egil Olsen. F: Egil Olsen. 6. Með hvaða NBA-liði leikur kín- verski risinn Yao Ming? E: Houston Rockets. F: Rockets. 7. Með hvaða liði lék Patrick Vi- eira áður en hann gekk til liðs við Arsenal 1996? E: Lens. F: AC Milan. 8. Nefndu tvær af þeim þremur þjóðum sem fengu ekkert stig í riðlakeppni HM? E: Kosta Ríka og Tógó. F: Sádí-Arabía og Serbía. 9. Hver á heimsmetið í þrístökki, sem er 18,29 metrar? E: Jonathan Edwards. F: Edwards. 10. Frá hvaða landi kemur hlaup- arinn Hicham El Guerrouj, sem nýverið lagði skóna á hiiluna? E: Marokkó. 1 GLÆSILEGUR TUNGUSÓFI SEM VIÐ BJÓÐUM NÚNA Á ÓTRÚLEGU VERÐI VERÐÁÐUR 209.900. ALKLÆDDUR ÍTÖLSKU LEÐRI BEIGE, SVARTUR OG DÖKKBRÚNN SETT HÚSGAGNAVERSLUN QPNUNART(MI:MANUD.FðSTUD11Æ0-18.00 LAUGARDAGA 1100 -16:00 SUNNUPAGA LOKAÐ SETT HÚSGAGNAVERSLUN • ASKAUND 2A - 201 KÓPAVOGUR - SlMI 534 1400 WWW.SETT.IS F: Marokkó. 11. Með hvaða félagsliði leikur Shunsuke Nakamura sem margir vilja meina að sé besti knattspyrnumaður Japans í dag? E: Pass. F: Parma. 12. HvererliðsfélagiJuanPablo Montoya hjá McLaren í Form- úlu 1? E: Kimi Ráikkönen. F: Ráikkönen. 13. Hverertekjuhæstigolfari heims það sem af er árinu? E: Phil Mickelson. F: Vijay Singh. 14. Hvað höfðu KR-ingar beðið í mörg ár eftir fslandsmeistara- titlinum í knattspyrnu þegar þeirunnu hann1999? E: Segjum bara 40 ár. F: Segjum 23 ár. 15. (hvaða íþróttagrein keppti Kolbeinn Pálsson sem var kjörinn íþróttamaður ársins 1966? E: Hann spilaði körfubolta. F: Körfubolta. 16. Við hvaða lið voru Manc- hester United að leika í janúar 1995 þegar Eric Cantona sparkaði í áhorfandann Matt- hew Simmons? E: Crystal Palace. F: Crystal Palace. I næstu viku... Eyjólfur skoraði á Gunnar Hilmar Kristinsson, knattspyrnumann úr Leikni, að taka hans stað í hugþraut- inni. Gunnar tók áskoruninni að sjálfsögðu og sagði ekkert annað en sigur koma til greina þegar hann mætir Fjalari að viku liðinni. Rétt svör: 1. 1968. 2. Hermann Maier. 3. St. Etienne. 4. Joe DiMaggio. 5. Egil Olsen. 6. Houston Rockets. 7. AC Milan. 8. Kosta Rfka, Tógó og Serbía og Svartfjallaland. 9. Jonathan Edwards. 10. Marokkó. 11. Celtic. 12. Kimi Raikkönen. 13. Phil Mickelson. 14. 3i ár. 15. Körfuknattleik. 16. Crystal Palace. Framlenging: 17. Hver var fyrirliði íslenska landsliðsins í handknattleik á síðustu Ólympíuleikum? E: Dagur Sigurðsson. F:DagurSig. 18. Hvaða knattspyrnulandslið þjálfaði Teitur Þórðarson á árunum 1995-1999? E: Eistland. F: Eistland. 19. f hvaða íþróttagrein vann Greg Louganis fern gullverð- laun á Ólympíuleikunum 1984 og 1988? E: Skjótum á fimleika. F: Dýfingum. 20. Hvaða fyrrum leikmaður Bor- deaux og Birmingham skoraði jöfnunarmark Frakka gegn fslendingum í 1-1 jafnteflinu 1998? E: Cristophe Dugarry. F: Dugarry. Þýskaland - Ítalía Leikstaður: Signal-íduna leikvangurinn í Dortmund. Staðreyndir um leikinn: • Þýsku brýnin Michael Ballack og Miroslav Klose eru leikfærir eftir að hafa hrist af sér minni- háttar meiðsli. • ftalir verða að öllum líkindum enn þá án Alessandro Nesta sem er meiddur. Marco Mat- erazzi snýr aftur úr banni en líklegt er að þjálfarinn Marc- ello Lippi haldi staðgengli hans úr síðasta leik, Andrea Barzagli, áfram í byrjunarliðinu. • Benito Archundia frá Mexíkó fær það erfiða verkefni að dæma leikinn. • Veðbankar eru flestir sam- mála um að Þjóðverjar séu sigurstranglegri. • Ítalía og Þýskaland hafa mæst 28 sinnum. ítalir hafa unnið 13 leiki, Þjóðverjar sjö og átta leikir hafa endað með jafntefli. • Þjóðverjar hafa komist sjö sinnum í úrslit HM og orðið heimsmeistarar þrisvar. • ítalir hafa einnig orðið heims- meistarar þrisvar sinnum en tapað úrslitaleiknum tvisvar. • ftalska landsliðið hefur ekki tapað siðustu 23 leikjum sínum Mikiö mun mæöa á heimamönnunum. Mi chael Ballack og Miroslav Klose í dag. og er það besti árangur þess frá árinu 1939. • 24 ár eru frá því að einungis Evrópuþjóðir voru í undanúr- slitum HM, en það gerðist á Spáni 1982. Þá mættust einmitt ftalía og Þýskaland í úrslita- leiknum og fóru ítalir með sigur af hólmi 3-1. Reuters

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.