blaðið - 04.07.2006, Blaðsíða 18

blaðið - 04.07.2006, Blaðsíða 18
18 1 HEILSA ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 2006 Maöiö Erna Kaaber afhendir Doris ferðavinninginn sem hún hlaut fyrir að vera reyklaus. Reyklaus eftir 40 ára reykingar Þátttakandi í Viðbúin-tilbúin-stopp vannferð til Mall- orca eftir að hafa verið reyklaus í nokkra mánuði. Doris Róbertsdóttir datt aldeilis í lukkupottinn þegar nafn hennar var dregið út úr þúsund manna hópi og hún fékk glæsilegan ferða- vinning. Doris var þátttakandi í átakinu Viðbúin-tilbúin-stopp en það var átak sem Lyfja og Nicotin- ell stóðu fyrir til handa fólki sem vildi hætta að reykja. Doris vann því verðlaunin fyrir reykleysi sitt en hún hefur ekki reykt síðan 2. mars. fjörutíu ár. „Ég hef fundið fyrir löngun í sígar- ettu en það var aðallega fyrstu tvo mánuðina. En ég lét það ekki eftir mér. Ég nota níkó- tíntyggjó mér til aðstoðar og ég er ekkert að flýta mér að hætta með það. Fyrst var ég með plástur, ég ryksugaði og talaði í símann. Ég reykti einn og hálfan pakka á dag og hafði gert það mjög lengi. Þetta var því bara orðið lífsspursmál fyrir mig,“ segir Doris sem ætlar að nýta ferðavinninginn til að fara til Mall- orca í ágúst en hún á einmitt stóraf- mæli þá. Næmara lyktar- og bragðskyn Doris segist finna mikinn mun á sér eftir að hún hætti að reykja og best finnst henni að finna lykt aftur. „Það er svo æðislegt að finna lykt aftur. Þegar ég fer inn þar sem einhver er að reykja þá Doris segir að það hafi gengið mjög vel að vera reyklaus, þrátt fyrir að hún hafi reykt í 99............................ „Ég hefaldrei verið mikil kaffidrykkjumanneskja nema helst á morgnana og þá með sígarettu og blaðið. En núna sleppi ég kaffinu mestmegnis. Það ermargt sem tengist athöfninni að reykja. Ég var alltafmeð síg- arettu lafandi í munnvikinu, meira að segja þegar ég ryk- sugaði og talaði í símann". tyggjó og stauk ................ lega. Þessar athafnir eru mikluauðveld- ari eftir að ég hætti að reykja. Vitanlega er líka hugsa ég með mér að svona hafi þetta eitt sinn verið hjá mér. Bragð- skynið er líka allt annað auk þess sem ég finn gífur- legan mun á heilsunni. Ég geng tvisvar á dag með hund- inn minn, ég fer í tækjasal og syndi reglu- en nuna nota ég bara níkótín- tyggjó“ segir Dorit og bætir við að stuðningur heima fyrir saki ekki. „Ég á svo góðan mann sem styður mig enda reykir hann ekki.“ Alltaf með sfgarettu í munnvikinu Að vera reyklaus snýst að miklu leyti um breyttan hugsunarhátt, hrevf- ingu og mataræði að mati Doris. „Ég hef breytt um mataræði og það er stór hluti þess að mér hefur gengið svo vel. Eg hef aldrei verið mikil kaffidrykkjumanneskja nema helst á morgnana og þá með sígarettu og dagblað. En núna sleppi ég kaffinu mestmegnis. Það er margt sem teng- ist athöfninni að reykja. Ég var til dæmis alltaf með sígarettu lafandi í munnvikinu, meira að segja þegar einhver sparnaður fólginn í því að hætta að reykja en mér finnst vellíð- anin aðalatriðið. Ég er ekki eins laf- móð og ég var þegar ég geng. Ég finn mjögmikinn mun áþví að ógleymdu bættu lyktarskyni. Mér finnst algjör draumur að vera með næmara lykt- arskyn, það er eins og lyktar- og bragðskynið hafi einhvern veginn opnast. Ég var alltaf með tóbakslykt í nösunum, bæði í bílnum og heima. Maður verður samdauna þessu. Svo eru allir að tala um að ég líti miklu betur út eftir að ég hætti að reykja. Það er allt annað yfirbragð yfir mér, ég finn það sjálf." svanhvit@bladid.net leilsu- jomið^ Gierártorg Akureyri Tynr húð Kclp hár og neglur S: 462-1889 • heilsuhorn@simnet.is • www.simnet/heilsuhorn.ís Útsölustaðir m.aYggdrasill, Maður Irfandi, Fræið-fjarðarkaup, Lífsins lind - Hagkaup, Lyfjaval og Lyfja Selfossi Póstsendum um land allt Loftræsting getur ýtt undir offitu Nýlegrannsókn sýnirfram á að skortur á svefni, loftrœstingog erfða frœði getur haft áhrifáfjölda offitutilfella. Þrátt fyrir að sólin hafi ekki skinið skært á landann undan- farið eru margir sem nýta sér loft- ræstingu af fullum styrk. Fáum dettur í hug að loftræsting geti ýtt undir offitu. Rannsakendur skoðuðu gögn um mögulegar orsakir offitu og loftræsting var ein þeirra. Nútímatækni, rétt eins og loftræst- ing, heldur líkama okkur í varma- hlutlausu ástandi, en það er þegar við þurfum ekki að hafa stjórn á hitastigi okkar. Þegar Hkami er ekki í varmahlutlausu ástandi eyðir hann meiri orku sem verður til þess að fita brennur. Samkvæmt David Allison, framkvæmdastjóra næringarrann- sóknarstöð Háskólans í Alabama, getur þetta verið ein af mörgum mögulegum ástæðum fyrir offitu- faraldri Bandaríkjamanna eins og kom fram í nýlegri rannsókn. Burt- séð frá nærtækustu ástæðunum, skyndibitamat og skorti á hreyfingu, heldur David því fram að ótal hlutir geti gert vandamálið enn verra, svo sem skortur á svefni, ákveðin lyf og það þegar fólk hættir að reykja en borðar þeim mun meira af óhollum mat. Svefnleysi hefur áhrif Samkvæmt David Jenkins, í kanad- ískri rannsóknarnefnd um næringu og efnaskipti, var þrálátt svefnleysi talin möguleg orsök offitu. „Margir Bandaríkjamenn fá ekki nægan svefn og þegar fólk er þreytt þá hefur það ekki næga orku til að stunda líkamsrækt. Fólk freistast þá til að borða og borðar yfir sig til að fá orku.“ Eins getur erfðafræði tengst 99............... ...... Nútímatækni, rétt eins og loftræsting, heldur líkama okkur í varmahlutlausu ástandi, en það er þegar við þurfum ekki að hafa stjórn á hitastigi okkar. Þegar líkami er ekki í varmahlutlausu ástandi eyðir hann meiri orku sem verður til þess að fita brennur.. þessu þar sem líkamsmassastuðull einstaklings getur erfst. í þessari til- teknu rannsókn voru gögn frá fyrri rannsóknum skoðuð og í ljós kom að líkamsmassastuðull erfðist í 65% tilvika. Erfðafræði skýrir 30% tilfella Það eru aðrir þættir sem eru líka Marilyn Monroe var löngum talin vera mjúk kona. Hver veit nema það sé loft- ræstikerfinu að kenna. taldir stuðla að offitu og þar má til dæmis nefna getnaðarvarnir, eldri konur sem fæða börn, minnkun reykinga og þegar tveir þéttir einstak- lingar eignast börn saman. Terrill Bra- vender, framkvæmdastjóri í lækna- miðstöð Duke háskóla, segir að erfðir skýra um 30% offitutilfella. „Hins vegar er ekki hægt að skýra fjölgun of- fitutilfella í samfélaginu undanfarin 25 ár með erfðafræði. Þrátt fyrir nið- urstöður þessarar rannsóknar segja sérfræðingar að helstu orsakir offitu sé sá kaloríufjöldi sem innbyrtur er og skortur á hreyfingu. Komið í veg fyrir reykingar unglinga 1 gær tilkynnti heilbrigðisráðu- neyti Bretlands að það væri að íhuga að hækka aldurstakmark eirra sem mega kaupa sígarettur. dag mega sextán ára börn í Bretlandi reykja en ætlast er til að hækkunin minnki hlutfall ung- linga sem reykja. Verið er að skoða hvort hækka eigi aldurstakmarkið upp í sautján eða átján ár sem myndi þá samræmast aldri við áfengiskaup. Bresk stjórn- völd eru einnig að skoða hvort refsa eigi búðum sem selja börnum undir aldri sígarettur. „Reykingar eru alltaf hættulegar en því yngri sem einstaklingur byrjar að reykja því líklegra er að hann reyki alla ævi og deyi snemma," segir heilbrigðisráð- herra Bretlands, Caroline Flint. „Sá sem byrjar að reykja fimmtán ára er þrisvar sinnum líklegri til að deyja úr krabbameini vegna reykinga en einstaklingur sem byrjar að reykja á þrítugsaldri." Hverfissjoppur selja börnum tóbak Samkvæmt breskum stjórnvöldum reykja 9% breskra barna á aldrinum ellefu til fimmtán ára. Með því að hækka aldurstakmarkið á sígarettu- kaupum og samræma það við kaup á áfengi er Bretland að grípa til svip- aðra aðgerða og Bandaríkin, Kanada og Ástralía hafa þegar gert. Bresk stjórnvöld íhuga einnig að banna verslunum algjörlega að selja tóbak verði þau staðin að því að selja börnum undir aldurstakmarkinu tóbak. Samkvæmt breska heilbrigð- isráðuneytinu er það staðreynd að um 70% barna sem reykja undir aldri kaupa tóbakið í litlum hverfis- sjoppum. „Það er ekki eins erfitt og það ætti að vera fyrir barn undir 16 ára aldri að nálgast tóbak og það er vegna þess að sjoppur selja börnum sígarettur," segir Flint. „Ef tiltekin verslun er þekkt í hverfinu fyrir að selja börnum og unglingum tóbak þá viljum við að sú verslun missi leyfið til að selja tóbak.“ Börn hvött til aö reykja af fullorðnum Breskir þrýstihópar sem eru á móti reykingum fagna þessum aðgerðum en segja þó að þau gætu haft lítil áhrif. Ian Willmore er í einum slfkum hóp og hann telur að aðgerðirnar muni ekki hafa áhrif á ungan aldur reyk- ingamanna þar sem börn reykja því það er eitthvað sem fullorðnir gera. Samkvæmt breskum stjórnvöldum reykja 9% breskra barna á aldrinum ellefu til fimmtán ára. „Það er því verið að hvetja börn enn frekar til að reykja." Tillaga um að- gerðir til að hækka leyfilegan aldur til að kaupa tóbak koma í kjölfar þess að breskir ráðherrar bönnuðu reykingar á börum, veitingastöðum og vinnustöðum í febrúar síðast- liðnum en þær reglur taka gildi um mitt næsta ár. Það bann hefur hins vegar þegar tekið gildi í Skotlandi og á Irlandi. 99.................................................................. í gær tilkynnti heilbrigðisráðuneyti Bretlands að það væri að íhuga að hækka aldurstakmark þeirra sem mega kaupa sígarettur. Verið er að skoða hvort hækka eigi aldurstakmarkið upp ísautján eða átján ársem myndi þá samræmast aldri við áfengiskaup. Bresk stjórnvöld eru einnig að skoða hvort refsa eigi búðum sem selja börnum undir aldri sígarettur.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.