blaðið

Ulloq

blaðið - 10.07.2006, Qupperneq 8

blaðið - 10.07.2006, Qupperneq 8
8IFRÉTTIR MÁNUDAGUR 10. JÚLÍ 2006 bla6ið A annað hnndrað æsSumSL ' & ::*?í ‘ w- taldir af Fjöldi barna var um borð í farþegaflugvél sem fórst í lendingu í Irkutsk í gær. Hátt í fimm hundruð hafa farist í flugslysum í nágrenni borgarinnar Irkutsk undanfarin tólf ár. '»-•3 Um 130 manns eru taldir af í kjölfar þess að rússnesk farþega- flugvél fórst í lendingu í borginni Irkutsk í Síberíu í gær. Flugvélin, sem var af gerðinni Airbus A-310, var að koma frá Moskvu og voru tvö hundruð manns um borð. Sam- kvæmt rússneskum fréttastofum var fjöldi barna á leið í sumarfrí við Baikal-vatn meðal farþega. Sjónarvottar segja að þegar vélin lenti á brautinni hafi hún ekki hemlað og virtist þeim sem áhöfn vélarinnar hafi ekki haft stjórn á henni. Flugvélin varð alelda þegar hún rakst á steinvegg og steyptist svo áfram á geymsluhúsnæði sem stendur við flugbrautina. Af þeim tvö hundruð sem voru um borð komust sextíu og átta úr vélinni þegar hún nam loks staðar. Tíu þeirra sluppu úr vélinni eftir að einn úr áhöfninni náði að opna neyðarútgang í aftasta enda vél- arinnar en öðrum, þar á meðal einum flugmannanna, var bjargað úr logunum af slökkviliðs- og björgunarmönnum. Rúmlega fimm- tíu voru fluttir á sjúkrahús með alvarleg brunasár og reykeitranir. Það tók slökkviliðsmenn rúmar tvær klukkustundir að slökkva í eldunum. Að minnsta kosti tvær miklar sprengingar urðu á meðan slökkviliðsmennirnir unnu að því að ráða niðurlögum eldsins, en talið er að um eitt tonn af flugvéla- eldsneyti hafi verið í vélinni. I fyrstu var slysið rakið til veðurskilyrða en flugbrautin var blaut og hál eftir miklar rigningar undanfarið. En þegar líða tók á daginn fullyrtu samgönguyfirvöld að bilun á hemlunarbúnaði hafi valdið slysinu. Fréttir herma að flug- stjóri vélarinnar hafi sagt við flug- umferðarstjórn að lendingin hafi tekist vel en í kjölfar þess hafi sam- band við vélina rofnað. Samgönguyf- irvöld í Rússlandi hófu rannsókn á tildrögum slyssins samdægurs. Slysið í gær er fjórða flugslysið sem verður við borgina Irkutsk Kona sem lifði af flugslysið heldur í átt að flugvellinum eftir að gert hafði verið að sárum hennar. á aðeins tólf árum. í janúar árið herflutningavél á byggð í borginni ust svo 143 þegar rússnesk farþega- 1994 létust 124 þegar vél fórst í flug- með þeim afleiðingum að 72 fórust. flugvél hrapaði til jarðar í grennd taki. í desember árið 1997 hrapaði I júlímánuði fyrir fimm árum lét- við borgina.

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.