blaðið - 10.07.2006, Qupperneq 22
22 I ÍPRÓTTIR
MÁNUDAGUR 10. JÚLÍ 2006 blaðiö
Leikmannamark-
aðurinn fer á flug
Glatt á hjalla hjá Fabio Cannavaro, fyrirliöa ítalska landsliðsins, og Giorgio Napolitano,
forseta Italíu. Enskir fjölmiðlar segja að Cannavaro sé á leið til Chelsea.
I kjölfar þess að heimsmeistaramót-
inu í knattspyrnu er lokið má fast-
lega gera ráð fyrir að knattspyrnu-
stjórar Evrópu hugsi sér nú gott
til glóðarinnar og reyni að styrkja
lið sín fyrir átök vetrarins. íþrótta-
síður enskra fjölmiðla eru óðum að
fyllast af fréttum og vangaveltum
um þau leikmannakaup sem eru í
farvatninu.
Enskir fjölmiðlar fullyrða að for-
ráðamenn Newcastle ætli að styrkja
lið sitt með því að fá til sín David
Beckham, fyrrum fyrirliða enska
landsliðsins og leikmann Real
Madrid. Til þess að auka líkurnar á
að Beckham gangi til liðs við Newc-
astle stefna forráðamenn liðsins að
því að tryggja sér þjónustu hollenska
sóknarmannsins Ruuds Van Ni-
stelrooy. Hafi Beckham ekki áhuga
á að leika listir sínar í Newcastle-
borg munu eigendur liðsins reyna
að kaupa Shaun Wright-Phillips, en
hann hefur til þessa lítið fengið að
spreyta sig með Chelsea.
Alex Ferguson, knattspyrnustjóri
Manchester United, mun eiga ann-
ríkt í sumar enda þarf hann að fylla
í skarðið sem Ruud Van Nistelrooy
skilur eftir sig. Talið er líklegt að
hann reyni að kaupa spænska marka-
hrókinn Fernando Torres sem leikur
með Atletico Madrid. Torres lék
feykivel með spænska landsliðinu
á HM og hafa stórlið eins og Real
Madrid og A.C Milan reynt að fá
kappann í sínar raðir. Forráðamenn
Atletico hafa lýst því yfir að Torres
sé ekki falur fyrir lægri upphæð en
fjörtíu milljónir punda. Enskir fjöl-
miðlar sögðu einnig frá því um helg-
ina að Ferguson ætli að reyna að fá
Michael Carrick, miðjumann hjá
Tottenham, til liðs við sig. Skoski
knattspyrnustjórinn hefur lengi
haft hug á að kaupa Mahmadou Di-
arra frá Lyon en hefur snúið sér að
Carrick þar sem Diarra fer að öllum
líkindum til Read Madrid í sumar.
Eins og síðustu sumur verður
fylgst náið með leikmannakaupum
Chelsea í sumar enda eru vasar eig-
anda félagsins ákaflega djúpir. Liðið
hefur nú þegar fest kaup á úkra-
ínska sóknarmanninum Andriy
Shevchenko en samkvæmt breskum
fjölmiðlum er Jose Mourinho, knatt-
spyrnustjóri liðsins, rétt byrjaður að
styrkja lið sitt. Samkvæmt breska
ríkissjónvarpinu, BBC, verða kaup
liðsins á ítalska varnartröllinu Fa-
bio Cannavaro frá Juventus tilkynnt
fljótlega. Auk þess eru forráðamenn
Chelsea að reyna að festa kaup á
argentínska undrabarninu Carlos
Tevez.
Upphafið að endi ferils Cristianos Ronaldos hjá Manchester United?
fleulers
Ronaldo vill yfirgefa Manchester
Cristiano Ronaldo, leikmaður Manc-
hester United og portúgalska lands-
liðsins, sagði í viðtali við spænska
fjölmiðla í gær að dagar hans sem leik-
maður United væru taldir og að hann
vilji leika á Spáni á næstu leiktíð.
Ronaldo segir ómögulegt fyrir
sig að halda áfram að leika á Eng-
landi með United eftir að honum og
Wayne Rooney lenti saman í leik Eng-
lendinga og Portúgala á HM á Þýska-
landi. Margir telja að Ronaldo hafi
beinlínis átt veigamikinn þátt í því
að dómari leiksins ákvað að sýna Ro-
oney rauða spjaldið í leiknum. Haft
er eftir Ronaldo í spænska íþrótta-
blaðinu Marca að hann meti stöðu
sína hjá United þannig að hann hafi
hvorki stuðning Alex Fergusons,
knattspyrnustjóra liðsins, né eig-
enda þess og hann muni ljúka við
að ganga frá sínum málum á næstu
dögum. Ronaldo gengur svo langt
að saka stjórn félagsins um að bola
sér í burtu.
Líklegast þykir að Ronaldo gangi
til liðs við Real Madrid verði honum
leyft að yfirgefa Manchester United.
Ramon Calderon, nýkjörinn forseti
Real, er sagður hafa mikinn áhuga á
að fá portúgalska sóknarmanninn í
sínar raðir. Einnig er talið líklegt að
Barcelona muni bjóða í Ronaldo.
Reuters
Gleðikonur og
knattspyrna
Óttar Guðmundsson skrifarfrá Berlín.
Þegar undirbúningur heimsmeist-
arakeppninnar stóð sem hæst í
vetur og vor komust ískyggilegar
fréttir á síður heimsblaðanna. Sagt
var að flytja ætti til Þýskalands 50
- 100 þúsund konur frá fátækum
löndum og selja þær knattspyrnu-
áhugamönnum sem flykkjast
mundu á leikina. Víða á Vestur-
löndum var rekið upp mikið rama-
kvein. Öll helstu kvenfélög og
baráttusamtök kvenna sendu frá
sér yfirlýsingar um málið. Jafnvel
á litla íslandi varð þetta hitamál.
Fulltrúar fjölmargra samtaka sáu
ástæðu til að leggja leið sína í Laug-
ardalinn alvarlegir á svip til að
afhenda Eggerti Magnússyni harð-
orða ályktun um þetta mál.
Lítið hefur farið fyrir þessari
umræðu eftir að keppnin hófst
fyrir alvöru. Ég ákvað að kanna
málið og hjólaði að kvöldlagi á þá
staði borgarinnar þar sem konur
hafa staðið um áratugaskeið og
falboðið sig í Oranienburgarstræti,
Kurfurstastræti og við Sigursúl-
una. Þar var allt sem fyrr og ég sá
engin merki um fátæku konurnar
50 þúsund sem sagt var að mundu
leggja undir sig markaðinn.
í gærkvöld var umfjöllun um
þetta mál í þýska sjónvarpinu. Þar
var viðtal við nokkra eigendur
vændishúsa og þeir báru sig ákaf-
lega aumlega. Heimsnieistara-
keppnin með öllum sínum hávaða
og látum hafði ekki fært þeim
svo mikið sem eina aukaevru í
kassann. Þeir kvörtuðu undan
því að allar þessar tugþúsundir
karlmanna af ýmsu þjóðerni sem
streymdu til landsins hefðu í raun
ekki haft neinn áhuga á öðru en að
drekka bjór og syngja á götum úti.
Þeir sögðu líka að allt of margir
hefðu komið með konu og börn
með sér sem auðvitað væri nei-
kvætt fyrir þeirra viðskipti. „Þetta
var líka svona vina- og fjölskyldu-
hátíð,“ sagði einn vændiskóngur-
inn dapur í bragði. „Menn voru á
fylleríi með vinum sínum og áhug-
inn fyrir gleðikonum borgarinnar
var bara enginn í þessari innilegu
knattspyrnuvináttu í gleði og
u
Auk þessara gleðihúsakónga
urðu nokkrir veitingamenn fyrir
svörum. Þeir voru sammála um
það að HM hefði verið mikil gós-
entíð. Bjórbirgðir væru á þrotum
og brugghúsin sinntu á engan
hátt eftirspurn eftir þessum
knattspyrnudrykk.
Ég sat eftir hugsi. Greinilegt var
að Bakkus kallinn hafði vinning-
inn i þessari keppni um peninga
og tíma gestanna. Kannski var
sagan um 50 -100 þúsund fátækar
stúlkur bara stormur í vatnsglasi
eða hafði öll þessi umræða, álykt-
anir og samþykktir kvenfélaganna
fælt menn frá vændishúsunum og
inn á barina? Viðmælendurnir í
sjónvarpsþættinum áttu engin
svör en þeir könnuðust ekki við
þennan stórfellda innflutning á
vændiskonum. „Af hverju ætti
ég að flytja inn stúlkur þegar
allar vændiskonurnar mínar eru
meira eða minna atvinnulausar?“
sagði einn eigandi vændishúss
alvarlegur í bragði. „En þetta er
kannski tímanna tákn. Miðaldra
karlmenn eru svo takmarkaðir í
andanum að þeir geta bara hugsað
um eitt í einu. Þegar fótbolti og
bjór eru annars vegar kemst ekk-
ert annað að. Er þetta ekki líka
það sem allar eiginkonur kvarta
undan?“ Fulltrúar brugghúsanna
og knæpanna glottu við tönn eins
og þeir einir gera sem alltaf vinna
á endanum.