blaðið - 10.07.2006, Side 24
24 I MATUR
MÁNUDAGUR 10. JÚLÍ 2006 blaöiö
Fiskisúpur af
himnum ofan
Þegar halda skal glæsilegt mat-
arboð með litlum tilkostnaði
og lágmarks skipulagningu er
tilvalið að elda fiskisúpu. Þær
eru frábærar jafnt á hlýjum sum-
arkvöldum i sumarbústaðnum
sem og á haustin þegar farið er
að kólna eilítið í lofti. Öll fjöl-
skyldan getur sameinast yfir ilm-
andi súpunni og gert sér glaðan
dag í góðra vina hópi. Nauðsyn-
legt er að bera fram gott, þurrt
hvítvín með súpunni en það setur
punktinn yfir i-ið og gerir súpuna
ljúfu ógleymanlega. Hér á eftir
fylgja tvær uppskriftir að fiski-
súpum sem hafa verið prófaðar
i ótal fjölskyldum og ætíð vakið
mikla lukku. Lykilatriði þegar
laga skal góða fiskisúpu er að
hráefnið sé ferskt og að fiskurinn
sé ekki látinn sjóða of lengi. Ef að
þessu er gætt lætur árangurinn
ekki á sér standa.
Himneskfiskisúpa
(fyrir 4-5)
1 laukur
2 sellerístötiglar
2 gulrœtur
1 gul paprika
í lítri gott fiskisoð (eða vatn og
teningur)
1 dós niðursoðnir tómatar
1 camenbert ostur
íoo gr rjómaostur
í peli rjómi
1 dl hvítvín
salt
pipar
400 grfiskur (blanda af t.d. lúðu, ýsu,
laxi, skelfiski)
1. Allt grænmetið saxað og látið
mýkjast í ólívuolíu.
2. Fiskisoð og tómatar settir út í og
soðið í 15-20 mín.
3. Osturinn settur út í og slökkt
undir pottinum. Súpan látin
standa í 30-60 mín.
4. Rjóma, hvítvíni og kryddi bætt út
í og suðan látin koma upp.
5. Fiskurinn settur út í og látinn
sjóða við lágan hita í augnablik.
6. Súpan borin fram með nýbökuðu
brauði og góðu hvítvíni.
Corleone fiskisúpa frá Sikiley
(fyrir 4-5)
Þessi uppskrift er í eigu sikileyskrar
mafíósafjölskyldu og er notuð þegar
mikið liggur við.
1 laukur
2 hvítlauksrif
3 kartöflur
ífennel höfuð
3 gulrœtur
3 sellerístönglar
2 dósir niðuroðnir tómatar
1 l gott fiskisoð (eða vatn og
teningur)
1 dl hvítvín
1 dl rjómi
600 gr fiskur (lúða, rœkjur og
kræklingur)
1. Laukur og hvítlaukur léttsteikt í
ólívuolíu í stutta stund.
2. Kartöflurnar saxaðar ásamt
fennel höfðinu, gulrótunum og
sellerístönglunum og þessu bætt
út í laukinn. Látið krauma í stutta
stund.
3. Tómötum, fiskisoði, hvítvíni og
rjóma bætt út í og súpan soðin í
ca. 30 mín.
4. Kryddið með salti, pipar og ítölsku
kryddi eftir smekk.
5. Fiskurinn settur út i og soðinn við
lágan hita í augnablik.
6. Súpan borin fram með nýbökuðu
brauði og góðu hvítvíni.
ókeypis til
heimila og fyrirtækja
atla virka daga
Bónus • Hagkaup • World Class • Hreyfing • Hress
Hollusta
/ hverjum bital
\ T
Ólívumar í
ísskápnwn
Þeir eru margir sem leggja ást á
ólívur og geta ekki hugsað sér að
snæða pítsu eða salat án þeirra. I
flestum tilfellum er þetta áunnin ást
sem tekur dágóðan tíma að stofna
til því bragðið af ólivunum virkar
eilítið framandi og einkennilegt við
fyrstu kynni. Ólívur eru mikið not-
aðar í matreiðslu Miðjarðarhafsins
en hafa unnið mikið á hér á íslandi
hin siðari ár.Gott er að hafa í huga
að elda ólívur ekki of lengi þar sem
þær verða beiskar við of mikla suðu.
1 mörgum ísskápnum leynist ein-
hvers staðar hálf krukka af ólívum
sem eigandinn veit ekkert hvað á að
gera við. Það er ómögulegt að láta
þetta hráefni fara til spillis og því
fylgja hér á eftir sex ráð til þess að
nýta hálfa krukku af ólívum.
IBragðbætið tilbúna pastasósu
úr krukku með fínlega söx-
uðum ólívum, kapers og an-
sjósum. Berið fram með pasta og
klippið ferska basilíku út á. Bragð-
góður og einfaldur réttur í miðri
viku.
2Búðið til mauk úr smátt söx-
uðum ólívum og nokkrum
hvítlauksrifjum. Maukið í ma-
tvinnsluvél þar til blandan er orðin
kekkjalaus. Bætið smá ólívuolíu út í
og bragðbætið með sítrónusafa. Frá-
bært mauk með snittubrauði.
3Setjið blandað salat í skál,
gjarnan með léttri salatsósu.
Bættu fetaosti, ólívum og
tómötum út í. Berið fram með ný-
bökuðu focaccia brauði.
4Skerið stóra tómata í tvennt.
Hreinsið úr þeim kjötið
og fyllið þá með soðnum,
köldum hrísgrjónum bragðbættum
með pressuðum hvítlauksrifjum, ól-
ívum, sítrónusafa og basil eða stein-
selju. Léttur forréttur sem hentar
vel á hlýjum sumarkvöldum með
þurru hvítvíni.
5Saxið ólívurnar og blandið
þeim saman við fitulítið
majones eða sýrðan rjóma.
Bragðbætið með sítrónusafa. Góð
sósa með salati eða á samlokur.
6Búið til marineringu úr söx-
uðum ólívum, balsamik
ediki, ólívuolíu og kryddi að
eigin vali. Þekjið kjúklingalæri með
þessu og látið bíða í klukkustund
í ísskáp. Setjið í eldfast mót með
sítrónubátum og rósmarín. Hitið
ofninn í 190°C og eldið í 20 mín.
Snúið við og eldið í 20 mín til við-
bótar. Berið fram með góðu salati
og sítrónubátum.
Ferskar,
franskar ostrur
Ferskar ostrur frá Oléron á Bretagne-
skaganum í Frakklandi fást nú í Mela-
búðinni sem er eini staðurinn sem
selur þær ferskar. Við fáum alltaf fer-
skar ostrur seinnipart fimmtudags
eða á föstudagsmorgnum og hafa
þær mælst sérstaklega vel fyrir hjá
gestum okkar sem koma aftur og
aftur í ostrurnar.
Við framreiðum ostrurnar þannig
að við opnum þær (pössum að Atl-
antshafið leki ekki úr þeim), setjum
sítrónu/lime með og framreiðum á
fati á muldum ís.
Ferskari verða þær ekki!!!
Einnig er mjög vinsælt að setja
alls konar vinaigrettur sem til
dæmis innihalda ólífuolíu, salt &
pipar og gott balsamedik. Ostrur
má líka gratínera með osti fyrir
þá sem eldci vilja þær lifandi og þá
gjarnan með söxuðum charlottu-
lauk og sítrónusafa.
V
VIN
&
SKEL
Ostrur þykja lostæti með úrvals
kampavíni og leyfi ég mér að mæla
með Nicolas Feuilatte sem er á
sérstöku tilboði núna í verslunum
ÁTVR.
Þannig að það er ekkert betra
en að byrja góða veislu á nokkrum
ostrum og kampavíni.
KRISTJÁN NÓISÆMUNDSSON