blaðið

Ulloq

blaðið - 10.07.2006, Qupperneq 27

blaðið - 10.07.2006, Qupperneq 27
blaóiö MÁNUDAGUR 10. JÚLÍ 2006 AFÞREYXNG I 21 Ég vildi að ég ' loftbelg ■ Takk fyrir spjallið BlaöiH/Frikki ,Ég er tvítug og er oftast kölluð Lísa. Sem stendur er ég að læra söng í Söngskólanum í Reykjavík og stefni á Háskóla íslands næsta haust. Ég er yngsti meðlimur bandsins og er án efa mesti stuðboltinn," segir Guðrún Lísa, söngkona hljómsveitarinnar ízafold. Hver var síðasta bókin sem hafði mikil áhrif á þig? Án efa var það The Da Vinci Code eftir Dan Brown. Ég hef mjög mik- inn áhuga á trúarbrögðum, uppruna þeirra og í rauninni tilgangi ef svo má segja. Þetta eru skemmtilegar pælingar sem hver og einn túlkar auðvitað á sinn hátt og ræður hvort hann trúir þeim eða ekki. Ég hafði ótrúlega mikið gaman af henni og i hvert skipti sem ég les hana þá verð ég alltaf jafn hissa á öllu en er oft mjög sammála því sem skotið er fram í dagsljósið. Annars les ég meira af íslenskum bókum og þá einna helst eftir Arnald Indriðason, bækurnar hans eru æðislegar! Hver er mest auðmýkjandi upp- lifun sem þú hefur orðið fyrir? Vá, þetta er erfið spurning og alls ekki auðvelt að svara. Ég man í raun- inni ekki eftir neinu einu atviki þar sem ég var auðmýkt verulega, ætli ég hafi ekki bara kosið að gleyma því. Maður á aldrei að dvelja í for- tíðinni og láta hana buga sig heldur læra af henni og gera betur í fram- tíðinni. Ég lærði það af minni fjöl- skyldu að eyða frekar orku í að vera glöð og hamingjusöm heldur en að vera reið eða pirruð. Það kemur ekk- ert gott af reiði. Uppáhaldsástarsena í kvikmynd? Ég er ekki sú minnugasta sem til er og man því engar ástarsenur. Ég er mest fyrir gamanmyndir. Helst klisjumyndir því þá veit maður að hverju maður gengur, svona eins og að vera í París og vita ekkert hvað mann langar í því það er svo margt í boði og ákveða að fara á McDon- alds því maður veit hvernig matur- inn bragðast þar og veit að maður verður saddur. Hvaða frægu persónu hefur þér verið líkt við? Ein vinkona mín sagði við mig að ég minnti sig á Juliu Roberts, sennilega vegna brossins. Ég sé það samt ekki. Annars hef ég ekki heyrt það ansi lengi en um daginn var einhver sem sagði við mig að ég minnti sig á Re- ese Witherspoon í Walk the line. Ég á eftir að sjá þá mynd svo það verður gaman að athuga það. Versti maturinn? Alls ekki besta spurningin fyrir manneskju sem er matvönd. Ég meika ekkert svona „nýstárlegt” og framandi. Ég er voða mikið fyrir matarhefðirnar hennar mömmu. Ég tek svona tímabil þar sem mig langar bara í eitthvað eitt að borða og núna er það túnfiskur úr dós. Auðvitað borða ég eitthvað annað með en ég er ótrúlega vanaföst og vil hafa rútínu á hlutunum. Ég hef einu sinni borðað snigil og ætli það sé ekki með því versta sem ég hef bragðað... seigt og vont, jakk! Besta eða misheppnaðasta lygi sem þú hefur spunnið upp? Þessari spurningu gæti ég aldrei svarað, ég er þekkt fyrir að vera hraðlygin en flestar „lygarnar” eru oftar en ekki algjör þvæla sem er oft- ast hægt að sjá í gegnum. Ég er samt ekkert mikill lygari svona tæknilega séð, ég er meira bara svona að plata. Það er ekki alveg eins slæmt. Sko, ég hef oft platað fólk alveg stórkostlega og svo á ég það til að vera alvarleg og það frekar lengi svo að fólk veit ekki alveg í hvorn fótinn það á að stíga. En það endar allt vel... svona oftast a.m.k. Ef þú gætir verið hvar sem er í dag? Þá væri ég í loftbelg svífandi í kringum jörðina Fimm hlutir sem þú gætir aldrei verið án? 1. Lyklakippan min 2. Debetkortið mitt 3. Síminn minn 4. Þar sem mamma er ekki hlutur þásegi égvatn 5. Rúmið mitt. Er líf eftir dauðann? Já ég trúi því. Ég er frekar hrædd við dauðann og það að deyja en ég er handviss um að ég eigi eftir að hafa eitthvað fyrir stafni þegar ég er farin. Mér finnst það góð tilhugsun að vita að þeir sem ég hef misst séu þarna og ég eigi eftir að hitta þá aftur. Ef ekki þá yrði ég mjög sorgmædd. Til hvers að vera mennta sig og afla sér þekk- ingar í þessu lífi ef við bara deyjum og ekkert meir? Það hlýtur að vera meira til. Ömurlegasta starf sem þú hefur haft? Ég hef unnið á fáum en góðum stöðum og alltaf unnið með ffábæru fólki svo ég hef aldrei litið á neitt starf sem ömurlegt. Ég hef eignast mína bestu vini í gegnum vinnurnar mínar svo ég kvarta ekki. En auðvitað finnst manni ekkert sérstaklega gaman í þessum þjónustustörfum. Fólk sí- kvartandi og ekkert getur maður gert nema bara sagt „já ég er sammála þér, þetta er alltof dýrt. Eg skal koma því áleiðis til yfirmanns míns.“ Ég vinn í ísbúð núna en fólk hneykslast ein- hvern veginn á því, ég fæ svona „jiii, þú ert búin með menntaskóla og þú ert að vinna í ísbúð” viðmót. Mér finnst það ágætt, góður vinnutími. Ég er frekar sjálfstæð svo sem og get oftast fengið ffí ef eitthvað kemur upp á hjá hljómsveitinni. Svo er ísinn svo góður en auðvitað hefur allt sína kosti og galla. Hvaða lykt finnst þér góð? Af nýslegnu grasi, karamelludýfu og þegar mamma eldar... Mmm... Tvö orð fyrir kosti þína og tvö orð fyrir gallana: Kostir: glöð, jákvæð Gallar: morgunfúl, óstundvís Glœsileg dagskrá á fjölskylduhátíðinni í Galtalœk Það er löng hefð fyrirþví að fslendingarflykkist unnvörpum út á land um verslunarmannahelgina ogskemmti sér saman á útihátíðum Stuðmenn eru kröftugir hvar sem þeir stíga á svið. Mynd/EggeriJóhannessoa Blásið verður til fjölskylduhátíðar í Galtalæk um verslunarmanna- helgina í ár. Hátíðin hefur í gegnum árin verið ein sú fjölmenn- asta og vinsælasta á landinu og nú í ár verður dagskráin mjög glæsileg. Stuðmenn ásamt Birgittu Haukdal, Valgeiri Guðjóns og Stef- áni Karli hafa boðað komu sína. Paparnir og Skítamórall verða cinnig á hátíðinni og síðast en ekki síst hefur gamla góða Sumargleðin með Ragga Bjarna, Hemma Gunn, Ómari Ragnarssyni, Þorgeiri Ást- valds og Magga Prins Póló ákveðið að koma saman að nýju í þetta eina skipti. Hljómsveitin Skítamórall er meðal þeirra sem spila mun í Galtalæk í sumar. Sumargleðin saman á ný Hápunktur helgarinnar verðuir án efa endurkoma Sumargleðinnar. Þó ný- liðar komi og fari eru þeir félagarnir Raggi Bjarna, Hemmi Gunn, Omar Ragnarsson, Þor- geir Ástvalds og Maggi Prins Póló enn meðal dáðustu skemmtikrafta þjóðarinnar. í fyrra átti Raggi eina söluhæstu plötu ársins. I vetur hefur Hemmi Gunn stjórnað þættinum Það var lagið á Stöð 2, Ómar Ragnarsson heldur áfram að gleðja landsmenn í Sjónvarpinu og á víðum velli. Þorgeir ,Ég fer í fríið“ Astvalds hefur stjórnað Reykjavík síðdegis á Bylgjunni sem í áraraðir hefur verið einn vinsælasti síðdegisþáttur landsins og Prins Póló er eins og allir vita ennþá vinsælasta súkkulaði landsins eftir að Magnús Ólafs söng um bitann fyrir tæpum 30 árum! Idolstjörnur mæta á svæðið Þarna verður hljómsveitin ízafold sem átti stórleik í Idolinu í vetur, Snorri Idol-sigurvegari kemur fram, Ingó og Bríet Sunna verða líka í Galta- læk. Enn er verið að bíða eftir því að Nylon-flokkurinn staðfesti komu sína en dagskrá hans næstu mánuði er enn nokkuð óljós. Aldrei að vita hverjir slást í hópinn en eitt er víst að gleðin heldur áfram. Fjölskylduhátíð í vímu- lausu umhverfi Skipuleggjendur hátíðarinnar leggja áherslu á glæsileika og ferskleika en á sama tíma er haldið í gömlu góðu Galtalækjargildin sem eru flestum kunnug; íjölskylduhátíð í vímulausu umhverfi. Hin árlega flugeldasýning verður á sínum stað sem og varðeldur- inn sem eru fastir liðir um verslunar- mannahelgina í Galtalæk. Ævintýri við inngang í víti Náttúruperlan Galtalækjarskógur liggur undir rótum Heklu og er gróð- urvin efst í Landsveit og er aðeins 90 mínútna akstur þangað ffá Reykjavík. Þar eru fallegar gönguleiðir og stutt er í veiði, hestaleigu, sund o.fl. Yfir Galta- lækjarskógi í austri gnæfir frægasta eldfjall íslands, Hekla, afútlendingum lengst af talin aðalinngangurinn í víti, ef ekki helvíti sjálft. Nafh fjallsins kemur þó úr allt annarri og friðsælli átt en orðið helda þýðir stuttur hettu- kufl. íslendingar bera þó óttablandna virðingu fyrir þessum hettukufli því Hekla hefur gosið 18 sinnum frá land- námi, fyrst 1104 og síðast árið 2000 og oft valdið miklu tjóni. Auk þess hefur gosið fimm sinnum i næsta nágrenni fjallsins. Á síðustu öld urðu gosin 7, þar af 2 stór árin i9470g 1970. í gosinu 1947 hækkaði Hekla um 50 m. Undir verndarvæng Heklu hefur svæðið, sem er frá náttúrunnar hendi einstaklega vel skapað til útivistar og hátíðahalda, vaxið og dafnað. Bindindismótið í Galtalæk er fyrir löngu orðið landsþekkt og allt frá ár- inu 1967 hafa verið haldnar útihátíðir í Galtalækjarskógi þar sem mest hafa komið saman um 9000 manns. Færri vita að tjaldstæðin í skóginum eru opin allt sumarið fólki sem vill dvelja í friðsælu og fögru umhvefi. kristin@bladid.net Hins ógleymanlega Sumargleöi, þar sem meðal annars Ómar, Raggi Bjarna og Hemmi Gunn mun birtast landanum á ný.

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.