blaðið - 20.07.2006, Page 8
8 I FRÉTTIR
FIMMTUDAGUR 20. JÚLÍ 2006 blaöið
Hafnarfjörður:
Matarolía
í holræsi
Lögreglan
í Hafnarfirði
var látin vita
að olía læki upp
úr holræsi við
Fjarðargötu í
Hafnarfirði. Þegar
farið var að athuga
málið kom í ljós að mat-
arolía hafi lekið frá veitingastað
í nágrenninu. Slökkvilið var feng-
ið til þess að þrífa olíuna upp.
Vestmannaeyjar:
Helgi S. Gunnarsson hjá Nýsi:
Bankinn á bremsunni
■ Lánveiting stöðvuð tímabundið ■ Ekki búið að blása verkefnið af
■ Ekki okkar frumkvæði, segir bankinn
I ■■■■
Málningu
sprautað
á veggina
Sprautað var úr slökkvitækjum
og lakkmálningu var sprautað á
veggi og vélar i malbikunarstöðinni
í Vestmannaeyjum. Lögreglan leitar
þeirra seku. Ef einhverjir urðu varir
við grunsamlegar mannaferðir eru
þeir beðnir um að hafa samband
við lögreglu.
i's Verslunartækni
www. verslun. is
Slmi:S3513D0 Draghils 4 110 Rsykjsvlk vfslunQvrslun.it
EftirTrausta Hafsteinsson
„Allar framkvæmdir við Egilshöll-
ina hafa verið settar i bið. Það er ein-
faldlega vegna þess að fjármálastofn-
anir hafa stöðvað lánveitingar í allar
svona framkvæmdir,“ segir Helgi S.
Gunnarsson, framkvæmdastjóri Nýs-
is.
Samkvæmt þessu virðast bank-
arnir vera að halda að sér höndum
varðandi lánveitingar til einkafyrir-
tækja þvi nú hefur fyrirhugaðri fram-
kvæmd við stækkun Egilshallarinnar
á þessu ári verið frestað um óákveð-
inn tíma. Fyrirtækið Nýsir hf. er
langt komið með hönnun haUarinnar
þar sem reisa á nýtt bíóhús, keilusal
og sýningarsvæði undir henni. Helsti
samstarfsaðili fyrirtækisins, Lands-
bankinn, hefur ákveðið að bíða með
ákvörðun varðandi lánveitinguna í
verkefnið í nokkra mánuði.
„Eins og er í umræðunni þá eru
menn almennt að bremsa af, ekki
bara í opinberum framkvæmdum
heldur líka hjá einkafyrirtækjum.
Þetta er eitt af því sem sett hefur
verið á bið. Mig grunar að þetta taki
einhverja mánuði og svo vonandi
komumst við í gang með þetta aftur,“
segir Helgi.
FRJALST.ÓHAÐ 8. ÓKEYPIS!
Oflramboð á nýbygginoum:
Bankar hætta að lána
■ IbúAamarkaAihwotafýrt ■ FAái hatttr vtA aA bysola ■ Ertttt aA M«a nýtar fcúAtr
Forsíða Blaðsins 13. júlí. Blaðið fjall-
aði nýverið um að bankamir væru hættir
að lána til íbúðakaupa.
Aðspurður segir Helgi að svipaða
sögu er að segja af öðrum stórfram-
kvæmdum á einkasviði og flestar
fjármálastofnanir haldi nú að sér
höndum.
„Þetta hlýtur að vera bara tíma-
bundin töf á framkvæmdum og
við sjáum enga ástæðu til að leita
eftir öðrum samstarfsaðilum. Það
er ekkert búið að blása verkefnið af
eða neitt svoleiðis, við bíðum bara
spennt eftir ákvörðun bankans,“ seg-
ir Helgi.
Elín Sigfúsdóttir, framkvæmda-
stjóri fyrirtækjasviðs Landsbankans,
staðfesti í samtali við Blaðið að lána-
stofnanir almennt haldi að sér hönd-
um hvað varðar stórframkvæmdir á
einkasviði.
„Þetta á aðallega við um þegar
óskað er eftir lánum til byggingar
fjölbýlishúsa eða sumarhúsasvæða
en hefur ekki enn haft afgerandi
áhrif á byggingu einbýlishúsa eða
sérbýla. Þannig mælum við með þvi
við okkar viðskiptavini að ekki sé
rétt að standa í slíkum framkvæmd-
um núna en auðvitað eru sumir það
sterkir að þeir halda áfram sjálfir
þrátt fyrir okkar ráðleggingar," seg-
ir Elín.
Varðandi frestun framkvæmda við
Egilshöll telur EHn það fyrst og fremst
hafa verið ákvörðun Nýsis, sem þó
hafi verið tekin í samráði við fyrir-
tækjasvið Landsbankans. „Þeir eru
náttúrlega mjög víða í framkvæmd-
um og við settum þeim ekki stólinn
fyrir dyrnar i þessu verki. Nýsir er
mjög góður viðskiptavinur bankans
og ég held að þetta sé aðallega spurn-
ing um tímasetningar,“ segir Elín.
Lánastofnanir eru samtaka í þess-
um efnum og telur Elin að í það
minnsta fram á haustið verði rólegur
tími hvað stórframkvæmdir varðar
enda eigi það að vera svo til að halda
sem mestu jafnvægi.
Miðausturlönd:
Jónas áfrýjar Var dæmdur íþriggja ára
óskilorösbundið fangelsi ÍHéraðsdómi
Reykjavikur ísíðasta mánuði.
Mál Jónasar
Garðarssonar:
Áfrýjar til
Hæstaréttar
Jónas Garðarsson, fyrrverandi
formaður Sjómannafélags Reykja-
víkur, hefur áfrýjað til Hæstaréttar
dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem
var kveðinn upp i síðasta mánuði.
Þar var Jónas dæmdur í þriggja ára
óskilorðsbundið fangelsi fyrir mann-
dráp af gáleysi þegar hann sigldi bát
í strand undir áhrifum áfengis á
Viðeyjarsundi siðastliðið haust með
þeim afleiðingum að tveir létust.
Jónas krefst sýknu en ákæruvaldið
mun fara fram á þyngri dóm yfir
Jónasi, en þeim sem hann fékk í Hér-
aðsdómi Reykjavíkur.
ÁTVR:
Fimm miljónir
til Gullfoss
Umhverfisstofnun hefur feng-
ið fimm milljón króna styrk úr
Pokasjóði ÁTVR til framkvæmda
við Gullfoss. Jónína Bjartmarz um-
hverfisráðherra tók við framlaginu
en þetta er í þriðja sinn sem ÁTVR
hefur milligöngu um styrkveitingar
á svæðinu.
Peningarnir verða notaðir til að
ljúka við gerð plankstéttar sem ligg-
ur frá útsýnispalli að gestastofunni.
Íýndu meiftaratakta við ?rillið!
Steikar- og grillsmjör ásamt grillsósum
frá meistarakokkum Argentínu
kóróna Ijúffenga máltíð.
Vopnahlé ekki í sjónmáli
Hart var barist á landamærum ísra-
els og Líbanon í gær. Loftárásir ísra-
elsmanna á skotmörk í Líbanon héldu
áfram. ísraelskir hermenn fóru yfir
landamærin og gerðu árásir á búðir
Hizbollah-samtakanna. ísraelar hafa
til þessa forðast að senda landgöngu-
liða inn fyrir landamærin en reitt sig
aðallega á stórskotalið og árásir úr
lofti og frá sjó. Talsmenn í hernum
hafa ekki útilokað að gripið verði til
meiriháttar árásar langönguliðsins á
næstunni. Vígamenn Hizbollah svör-
uðu fyrir sig með áframhaldandi eld-
flaugaárásum á ísraelskar borgir. Ein
eldflauganna sprakk í hinni helgu
borg Nasaret í ísrael.
Gærdagurinn markaði áttunda
dag átakanna sem hófust í kjölfar
þess að vígamenn Hizbollah rændu
tveimur ísraleskum hermönnum við
landamærin og fluttu þá til Líbanon.
Um þrjúhundruð manns hafa fallið í
átökunum til þessa og um hálf millj-
ón manna eru á vergangi. I kjölfar
stigmagnandi átaka héldu ríki heims
að flytja þegna sína frá Líbanon í
gær.
Israelsk stjórnvöld hafa lýst því
yfir að aðgerðir þeirra munu hugs-
anlega halda áfram næstu vikurnar.
Þær hafa tvíþætt markmið. I fyrsta
lagi er þeim ætlað að uppræta getu
vígamanna Hizbollah til að gera árás-
ir á ísrael frá suðurhluta Líbanon og
í öðru lagi að frelsa hermennina sem
eru í haldi samtakanna. Að sögn tals-
manns ísraelska hersins hafa loftárás-
irnar eyðilagt um helming af vopna-
búri Hizbollah en að meiri tíma þurfi
til þess að ljúka verkinu. Þrátt fyrir
stigmagnandi átök lýsti Shimon Per-
es, aðstoðarforsætisráðherra fsraels,
því yfir í gær að ekki yrði gripið til að-
gerða gegn Sýrlendingum og írönum,
en þeir eru sagðir standa við bakið á
vígamönnum Hizbollah í Líbanon.
Bardagar gærdagsins og yfirlýsing-
ar ísraelsmanna um áframhaldandi
aðgerðir gegn Hizbollah draga úr lík-
unum á að vopnahléi verði komið á
í bráð og að kröfu margra ríkja um
Bæn f skugga átaka Israelskur
stórskotaliðsmaður fer meö bænir
við landamæri Israels og Libanon
umsvifalaust vopnahlé verði hlýtt.
Þrátt fyrir það virðist margt benda
til þess að stjórnvöld í Bandaríkjun-
um og í ísrael hafi komið sér saman
um hvernig eigi að leysa deiluna og
binda endi á átökin. Bandaríska blað-
ið New York Times segir frá því í gær
að Condoleezza Rice muni fresta
heimsókn sinni til svæðisins um
nokkra daga til að gefa ísraelsmönn-
um aukið svigrúm til að ná fram
hernaðarlegum markmiðum sínum
í aðgerðinni gegn Hizbollah í Líban-
on. I kjölfar þess munu Bandaríkin
reyna að afla því stuðnings að alþjóð-
legir friðargæsluliðar, sem hafa sterkt
umboð frá öryggisráði Sameinuðu
þjóðanna til þess að koma í veg fyrir
árásir frá Hizbollah, gæta landamæra
og suðurhluta Líbanon.