blaðið

Ulloq

blaðið - 20.07.2006, Qupperneq 14

blaðið - 20.07.2006, Qupperneq 14
14 FIMMTUDAGUR 20. JÚLÍ 2006 blaðið deiglan He>inlan(®hlaHiH n deigian@bladid.net Verk eftir Bach Douglas A. Brotchie leikur á hádegistónleikum á vegum Alþjóðlegs orgelsumars í Hallgrímskirkju. Á efniskránni eru verk eftir J.S. Bach, Mendelssohn Gárdonyi og C.M. Widor en tónleikarnir hefjast klukkan 12:00. m Anna Maria Pálsdóttir, garðyrkjuverkfræðingur Flytur fyrirlestur i Grasagarðinum. | Hvað ao aer FIMMTUDAGURINN 20. JULI KL. 17:00 TÓNLIST Tónleikaröð Grapevine og Smekk- leysu. Að þessu sinni kemur fram hljómsveitin Gavin Portland. Tónleik- arnir fara fram í Galleri Humar eða frægð i Kjörgarði, Laugavegi. KL. 20:00 LEIKLIST Sýningin Footloose verður sýnd í kvöld en hún erfull af mögnuðum dansatriðum og lögum sem slógu i gegn á 9. áratugnum í útsetningu Þorvaldar Bjarna. Má til dæmis nefna lögin Footloose, Holding OutFor A Hero, Almost Paradise og Let's Hear It For The Boy. Tónlistina þekkja flestir enda komust mörg lögin á topp 40-istann í Bandaríkjunum á sinum tíma. Ikvöld fer fram fyrirlestur í Grasagarðinum í Laugardal þar sem Anna María Pálsdóttir, garðyrkjuverkfræðingur og sum- arstarfsmaður Grasagarðsins, mun tala um blómengi. Grasagarður Reykjavíkur stendur fyrir tilraunum með margs konar blómengi og mun gestum gefast kostur á að fræðast um sáningu og gerð slíkra engja. Blómengi minna eftirsótt „Efni fyrirlestursins verður eig- inlega tví- til þríþætt. Ég ætla að segja fyrst almennt frá fyrirbærinu blómengi, hvað það er, og hvaða plöntur tilheyra blómengi. Ég geng þá aðallega út frá hvernig þetta er í Svíþjóð þar sem ég þekki til. Það vill líka svo til að Grasagarðurinn er að gera tilraunir með blómengi eða fræblöndur sem eru frá Svíþjóð. Það passar því vel að ég noti mína kunnáttu frá Svíþjóð, ég bý þar, við þær rannsóknir sem verið er að gera hérna,“ segir Anna María. „Ég mun þá fjalla um muninn á blómengi og akurengi. Hann liggur fyrst og fremst í því hvaða tegundir eru í hvaða engi en plöntur á akur- engi eru venjulega einærar því þar er slegið árlega. Aftur á móti eru fjölærar plöntur í blómengi sem blómstra ár eftir ár. Blómengi er þá oft minna eftirsótt því það þykir ekki jafn snyrtilegt þar sem því er leyft að vaxa óáreittu," segir Anna María. Breyta ásýnd grænna svæða „Síðan ætla ég að segja frá þeim til- raunum sem eru í gangi hérna og hvaða not Reykjavíkurborg hafi af þeim við að breyta ásýnd grænna svæða í höfuðborginni. Þá munum við taka þær plöntur sem byrjaðar eru að blómstra og segja frá þeim ef það er eitthvað sérstakt og áhugavert við þær,“ segir Anna María. Þá mun fólki verða kennt hvernig það á að fara af stað með sitt eigið blómengi, hvaða leiðir eru færar í því sambandi. Anna María segir að í Reykjavík séu mörg græn svæði sem eru slegin en hún væri til í að sjá fleiri blómengi. „Það er vonandi að það verði með tím- anum en Reykjavík- urborg hefur tekið mjög vel í slíkar hugmyndir á umhverfissviðinu. Það minnkar sláttukostnað heilmikið og síðan er það griðarstaður fyrir skordýr, góðu skordýrin ef maður getur sagt svo. Síðan taka engin á móti regn- vatni og vinna á móti koltvísýringi, þannig að það er allt umhverfisvænt í alla staði,“ segir Anna María. Fyrirlesturinn er frá 20:00- 21:00, ókeypis aðgangur og allir velkomnir. Blómengi átl lÆðiÍ/SfCjiVU-jHftli' KL. 21:00 BÆNASTUND Kyrrða-og fyrirbænastund er hvert fimmtudagskvöld í Vídalínskirkju i Kirkjuhvol við Kirkjulund klukkan 21. Gott er að Ijúka deginum og undirbúa nóttina í kyrrð kirkjunnar og bera þar fram áhyggjur sinar og gleði. Tekið er við bænarefnum af prestum og djákna. Boðið upp á kaffi í lok stundarinnar. KL. 20:00 GANGA i kvöld er ganga í röð gangna um „Græna trefilinn" í fræðslusamstarfi skógræktarfélaganna og KB-banka. Skógræktarfélag Hafnarfjarðar hefur umsjón með þessari göngu. Mæting er á stæði við fánaborg við Kaldárs- elsveg við Gráhelluhraun. Gengið verður um útivistarskóga Skógrækt- arfélags Hafnarfjarðar í Gráhellu- hrauni og Höfðaskógi undir leiðsögn starfsmanna félagsins. i göngulok verður boðið upp á hressingu i Selinu i boði félagsins. Fullelduðu kjúklingabitarnir frá Matfugli á grillið, í ofninn eða á pönnuna. Með hverjum bakka fyigir Léttsósa frá Salathúsinu. - Á grillið i örfáar mínútur og maturinn er til! Síbyl Andri Ólafsson c mundarson Olguson sl Síbylur á Hljómalind I kvöld á Kaffi Hljómalind eru tónleikar sumarhóps- ins Síbyls sem samanstendur af þeim Andra Ólafssyni og Finni Guðmundarsyni Olgusyni. Þeir munu þá fá góða gesti til að halda fjörinu gangandi. „Við spilum reyndar mikið með öðrum, þá bæði okkar efni og annarra. Við byrjuðum að spila saman síðasta vor með sumarhópnum Lama en Síbylur varð til í sumarstarfi Hins hússins," segir Andri. Hljómsveitin leikur stef úr útvarpi, sjónvarpi og kvikmyndum og segir Andri að hlustendur muni kannast við ýmislegt sem flutt verður á tónleikunum. „Við tökum Derrick til dæmis og fleiri sjónvarpsþætti eins og Matlock. Þá tökum við auglýsingar á borð við Dressmann og það sem er leikið undir lesnum auglýs- ingum á Rás 2. Þá munum við taka stefið úr Nýjasta tækni og vísindi auk fjölda stefa úr kvikmyndum," segir Andri. Eins og fram hefur komið munu margir góðir gestir spila með þeim félögum í Síbyl á tónleikunum. „Eigum við ekki að skjóta á að um 75% af tónleikunum muni fólk spila með okkur. Stundum er það bara trommari og stundum er það lítil hljómsveit. Svo er það númer þar sem við erum með níu manns í með okkur,“ segir Andri.

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.