blaðið - 20.07.2006, Page 16
16
FIMMTUDAGUR 20. JÚLÍ 2006 blaðiö
vísindi
Menn ganga á tunglinu
Á þessum degi árið 1969 urðu þeir Neil Armstrong
og Edwin Aldrin fyrstu mennirnir til að stíga fæti á
tunglið. Nærri 700 milljónir manna um allan heim
fylgdust agndofa með í beinni útsendingu.
Mýturnar kvaddar
Karlmenn hugsa um
kynlíf á sjö sekúndna
fresti
Frá náttúrunnar hendi eru
menn þannig gerðir að hugur
þeirra hvarflar oft að því að
fjölga mannkyninu. Það er þó
vísindalega ómögulegt að mæla
nákvæmlega að hvaða marki
þessar hugsanir hafa áhrif á
þeirra daglega líf. Það virðast
þó vera stórlegar ýkjur að
hugmyndin um kynlíf ásæki karl-
menn á sjö sekúnda fresti.
Eldingu slær aldrei
niður á sama staðinn
tvisvar
Eldingum slær oftast niður á þá
staði sem standa hátt yfir sjó.
Eldingu slær t.d. niður í Empire
State bygginguna allt að 25
sinnum á hverju ári.
Kettir lenda alltaf á
fjórum fótum
Rannsóknir hafa sýnt að kettir
lenda yfirleitt alltaf á fótunum ef
þeir falla úr umtalsverðri hæð.
Þetta breytist hins vegar ef kettir
detta úr mjög lítilli
hæð en þá
lenda þeir
í ýmsum
stell-
ingum.
yrir langa löngu eigr-
uðu risavaxin pokadýr
um ástralskar lendur. Á
svipuðum tíma réðu kaf-
loðnir mammútar ríkjum
á ströndum Kaliforníu. Milljónum
ára áður spígsporuðu risaeðlurnar
óáreittar um jörðina. Þessar skepnur
eru allar löngu horfnar sjónum, þær
dóu út fyrir milljónum ára. Það
merkilega er að þær skepnur sem
deyja út eru oftar en ekki mjög
stórar og þau dýr sem fylltu skarð
þeirra voru mun minni í sniðum.
Loftsteinn gerir rúmrusk
Vísindamenn eru almennt sam-
mála um það að stór loftsteinn hafi
skollið á Mexíkóflóa fyrir u.þ.b. 65
milljónum ára. Þessi loftsteinn er
talinn hafa hrundið af stað keðju
atburða sem leiddu til þess að risa-
eðlur dóu drottni sínum. Hvort sem
loftsteininum umrædda er um að
kenna eða ekki þá sýna steingerv-
ingar að á þessum tíma stráféllu
risaeðlur og önnur risavaxin dýr
víða um heim. Hins vegar virðast
fuglar og önnur minni spendýr hafa
haft meiri burði til að lifa þessa tíma
af. Þessi staðreynd hefur valdið vís-
indamönnum víða um heim heila-
brotum árum saman. Ljóst er að
stóru dýrin áttu erfitt með að fela
sig og finna sér skjól þegar hættur
steðjuðu að líkt og litlu dýrin gátu
gert. Einnig er möguleiki að plöntur
sem voru aðaluppistaðan í fæðu risa-
eðlanna hafi horfið af sjónarsviðinu
og þær því átt erfitt með að afla sér
fæðu. Vísindamenn hafa líka komið
fram með þá tilgátu að sökum allra
umbreytinganna hafi risaeðlurnar
verið svo þjáðar af streitu að þær
hafi verið kynferðislega áhugalausar
og átt erfitt með að fjölga sér. Ef lofts-
lagsbreytingar hafa valdið því að öll
yngri dýrin féllu í valinn þá segir
það sig sjálft að það hefur þurft til
mikla endurnýjun.
Kynkaldar risaeðlur
Auk minni spendýra tókst skjald-
bökum og krókódílum að komast
vel frá þessum erfiðu tímum. Þessi
dýr skilja eftir sig ótal egg og þau
njóta einnig þeirra forréttinda að
geta falið sig undir vatnsyfirborði
sem kemur sér óneitanlega vel við
ýmsar aðstæður.
Stór spendýr verða seint kyn-
þroska og dánartíðni þeirra fyrir
kynþroskaaldur er nokkuð há. Þessi
staðreynd stuðlar augljóslega að út-
rýmingu og kann hún að hafa haft
áhrif á dauða mammútana. Leifar
þessara stórvöxnu spendýra hafa
fundist í jarðlögum allra meginland-
anna nema í Ástralíu og Suður-Amer-
íku. Leifarnar hafa einungis fundist í
jarðlögum frá Pleistósen-tímabilinu
sem nær yfir tímann frá því fyrir i,6
miljónum ára fram að lokum ísaldar
fyrir 10.000 árum. Mögulegt er að of-
veiði hafi haft áhrif á dauða þeirra.
Dýrategundir deyja reglulega út
á jörðinni. Síðustu 250 milljón árin
má segja að stór dýrategund hafi
dáið út á 26 milljón ára fresti og
er síst útlit fyrir að sú tíðni lækki í
framtíðinni. Maðurinn er líklega
ógn nútímans þegar kemur að út-
rýmingu dýrategunda og erum við
að hluta til ábyrg fyrir dauða margra
tegunda. Nærtækasta dæmið fyrir
okkur íslendinga er líklega geirfugl-
inn góði en talið er að geirfuglar
hafi verið margar milljónir áður en
menn fóru að veiða hann í stórum
stíl. Upp úr 1800 fór að halla undan
fæti hjá geirfuglinum sökum ofveiði.
Geirfuglinn var veiddur kjötsins og
fjaðranna sem voru notaðar í fatnað.
Margar hvalategundir hafa látið á
sjá af sömu orsökum og stofn afr-
íska fílsins hefur minnkað til muna
síðstu 30 árin enda tennur hans og
bein eftirsótt vara. Því er ljóst að
maðurinn þarfi að hemja græðgi
sína og fara vel að hinum stóru
skepnum ef þær eiga að deila með
okkur jörðinni í framtíðinni.
Slátturvélamarkaðurinn
Ný verslun á Vagnhöfða 8
(sama gata og Bílabúð Benna)
S: 517 2010
mN.slanuvei.is
. Flymo
loftpúðauélarnar partner Rafmagns uélsög
komnar
Verð frá 19.900.-
5] Electrolux
Bestu verðin í bænum
\
%
með búkka
Verðkr. 9.900-
PARTNER Bensín vélsög
Verðkr. 14.900-
ðtrúlegt verð
Væntanlegur Fvrirfram pantanir
seldarábessuverði
19,5 HöVökvaskiptur
107 cm slátturbreidd
Verð kr. 259.000,-
m
\
%
\
X
4HÖ m/drifi
og 751. safnara
Verð kr. 38.900-
\v
tt
m,
Nftt
Briggs&Stratton orf
4gengis (barfekki að
blandaolíuvið bensín
minni hávaði)
Verð kr. 26.900,-
Verð áöurkr. 37.901