blaðið

Ulloq

blaðið - 22.07.2006, Qupperneq 1

blaðið - 22.07.2006, Qupperneq 1
FRJALST, OHAÐ & OKEYPIS! . -m BORN Ronja Ræningjadóttir segir islenskum börnum aö vera góð við náttúruna og njóta hennar í sumar. | síða 32 ■ LIFIÐ Nýja Þjóðhátíðarlagið verður frumflutt í dag. Hrund Ósk syngur lagið sem er eftir Magnús Eiríksson. | síða 34 „Það stjórnar mér enginn. Enginn nema ég sjálfur. Ég er engum háður. Eg hefekki leitast eftir því að tengjast hópum sem ég hefstðan ætlast til að sttfddu mig þegar ég teldi mig þurfa á því að halda. Eg hef þurft að hafa fyrir mtnu/' segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri í viðtali. á stðum 20 og 21. 164. tölublað 2. árgangur laugardagur 22. júlí 2006 L'T; V|| Guðrún Margrét: Fjölmargir hafa látist Guðrún Margrét Guðmunds- dóttir þekkir sig betur við Persaflóa en flestir íslendingar, en hún bjó í 10 ár við Flóann og var gift líbönskum manni. „Kynni mín af Mið-Austur- löndum hófust árið 198;. Faðir minn fékk þá vinnu hjá þýska fyrirtækinu SIEMENS og öll fjölskyldan flutti út til Katar. Mánuði síðar hélt ég upp á 16 ára afmælið mitt. Ég var með heimþrá í tvo daga en tók svo gleði mína á ný. Eg eignaðist nýja vini og undi glöð við mitt í þessu framandi landi. Það má segja að ég hafi lifað ákveðnu gervilífi að því leyti að ég var ekki beinlínis hluti af samfélagi landsins. Ég gekk í breskan skóla, átti vini sem flestir voru af vest- rænu bergi brotnir og tilheyrði ákveðnum menningarkima. Sjö mánuðum eftir að ég kom til Kadar hitti ég fyrrverandi mann- inn minn. Ég var þá aðeins 16 ára gömul en hann 25 ára.“ | SlÐUR 14 OG 15 Suöurlandsvegur: Sjö slösuðust I hörðum árekstri Sjö voru flutt misalvarlega slösuð eftir harðan árekstur á Suðurlandsvegi við bæinn Hólm skammt frá Hafravatnsafleggjara, síðdegis í gær. Bíl á vesturleið var ekið á rangan vegarhelming með þeim afleiðingum að hann lenti framan á bíl sem kom úr gagnstæðri átt. Fernt var í fyrri bílnurn og þrennt í hinum. Þriðja bílnum var ekið á hina tvo, en hann skemmdist minna og tvennt sem í honum var slasaðist ekki svo orð á gerandi. Beita varð klippum til að ná fólki úr bílunum. Þegar Blaðið fór í prentun var það helst að frétta að enginn var talin í lífshættu. Bílarnir voru mikið skemmdir ef ekki ónýtir. NEXT KRINGLUNNI UTSALAN HAFIN 40% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM VÖRUM NEXT KRINGLUNNI

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.