blaðið

Ulloq

blaðið - 22.07.2006, Qupperneq 4

blaðið - 22.07.2006, Qupperneq 4
4IFRÉTTIR LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 2006 blaðiö Landhelgisgæslan: Björn vill hafa Gæsluna í Reykjavík ■ Hjálmar vill hana til Keflavíkur Eftir Gunnar Reyni Valþórsson Skýr rök hafa verið færð fyrir því hvers vegna þyrlubjörgunarsveit Landhelgisgæslu íslands á að vera í Reykjavík að mati Björns Bjarnason- ar, dómsmálaráðherra. Kristján G. Gunnarsson, verkalýðsforingi í Kefla- vík, hefur lýst vonbrigðum sínum með það að sveitin skuli ekki verða á Keflavíkurflugvelli svo vega megi á móti þeim áhrifum sem brottför varnarliðsins hefur á atvinnulífið á Suðurnesjum. Hjálmar Árnason, þingmaður Framsóknarflokksins, segir einboðið að Gæslan verði f Keflavík í framtíðinni. Gæslan á að vera í Reykjavík f samtali við Blaðið í gær velti Krist- ján því fyrir sér hvort sú staðreynd að dómsmálaráðherra sé þingmaður Reykvíkinga hafí haft áhrif á niður- stöðu starfshóps sem ráðherrann kynnti í ríkisstjórn á dögunum. Björn Bjarnason vísar því hins vegar alfarið á bug: „Niðurstaða þessarar skýrslu hefur ekkert að gera með það, hvar ég er þingmaður,“ segir Björn. „Skýr rök eru færð fyrir þeirri niðurstöðu höfunda skýrslunnr, að þyrlusveitin eigi að vera í Reykjavfk. Mín skoðun er og hefur verið, að nýta eigi aðstöðu Landhelgisgæslunnar á Reykjavíkur- flugvelli eins lengi og það er unnt.“ Björn bætir því við að skýrslan hafi ekki verið samin í því augna- miði að ákveða framtíðarað- setur Landhelgisgæslunnar, höfuðstöðvarnar séu raunar nýfluttar í Skógarhlíð- ina. „Skýrslan snýst um innviði i starfi Gæslunnar og hvernig styrkja beri hana. Við sem ber- um ábyrgð á Landhelg- i s g æ s 1 u f s 1 a n d s h 1 j ó t u m auðvitað að hafaþáþætti að leiðarljósi. Aðrir kunna aðlítamálið öðr- um augum,“ segir Björn. Gott lag Hjálmar Árnason, þingflokks- formaður Framsóknarflokksins, er hins vegar á öndverðu meiði við Björn. Hann segir borðleggjandi að flytja Landhelgisgæsluna í heild sinni til Keflavíkur. „Ég hef talað fyrir þessari hugmynd á þingi fyrir nokkrum árum og sú skoðun mín hefur ekkert breyst." Hjálmar hafði ekki kynnt sér skýrsluna þegar haft var samband við hann. „En mér þyk- ir það með ólíkindum ef ekki verður gert ráð fyrir því að nýta þá aðstöðu sem fyrir hendi er suður frá. Land- helgisgæslan gæti flutt á morgun þess vegna. gunnar@bladid.net Baugsmálið: Hæstiréttur staðfestir frávísun Hæstiréttur staðfesti í gær úr- skurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að vísa ætti frá fyrsta lið nýrrar ákæru í Baugsmálinu. Settur saksóknari hafði kært héraðsdómsúrskurðinn til Hæsta- réttar. Um er að ræða veigamesta ákæruliðinn af þeim nítján liðum sem nýja ákæran innihélt en í honum var Jón Ásgeir Jóhann- esson sakaður um fjárdrátt, en umboðssvik til vara. Verjendur í málinu höfðu ennfremur kært þá ákvörðun héraðsdóms að hafna kröfu um frávísun alls málsins en hæstaréttardómarar komust að því að sú ákvörðun væri ekki kæranleg til Hæstaréttar. Enski og spænski boltinn á lausu: A Lj^ 1 1 ccria Saga Náttúra Spennandi sumardagslcrá Nánari upplýsingar Kaffisala kl. 13 - 17 www.videy.com 533 5055 Viðeyjarferjan siglir reglulega alla daga 11 : Reykjavlkurborg Sjónvarpsstöðvar berjast utan vallar Enn á eftir að ganga frá samn- ingum um sýningarétt að spænska boltanum fyrir næsta tímabil. Barist um boltann ■ Sýn hefur ekki áhyggjur ■ Sjónvarpið á ekki að keppa Eftir Atla Isleifsson Útboð á sýningarrétti fyrir ensku og spænsku knattspyrnuna á Jslandi fer fram í haust. Samningur Sýnar að spænska boltanum er runninn út og fer útboð á sýningarétti fram á næstu vikum. Þá rennur samningur Skjásports um sýningarrétt að enska boltanum út að næsta tímabili loknu og fer næsta útboð fram á haustmán- uðum. Enski boltinn hefur lengi not- ið mikilla vinsælda á íslandi og vin- sældir spænska boltans hér á landi munu ekki minnka við komu Eiðs Smára Guðjohnsen til Barcelona. Þá á enn eftir að ganga frá rétti til að sýna frá Evrópumeistaramótinu í knattspyrnu 2008. Ari Edwald, forstjóri 365, segir að sjónvarpsstöðin Sýn láti engin útboð á áhugaverðu íþróttaefni framhjá sér fara, aðspurður hvort að þeir muni leggja mikið í að ná sýningaréttinum að enska boltanum á ný. „Það fer svo eftir því hvernig kaupin gerast á eyr- inni hvort að það gangi eftir. Ahugi okkar er mikill að bjóða áhorfendum okkar upp á þetta efni.“ Að sögn Ara hefur hann ekki áhyggjur af þvi að áskrift að sjón- varpsstöðinni Sýn muni hrynja í kjölfar þess að einn meistaradeild- arleikur í viku verði í opinni dag- skrá, en meistaradeildin hefur verið helsta tromp Sýnar undanfarin ár. „Við vorum tilbúin til að bjóða upp á þetta og buðum seljanda þessa efnis að hafa fleiri leiki í opinni dagskrá. Af okkar hálfu er þetta liður í að kynna meistaradeildina fyrir fleir- um og byggja upp þessa frábæru íþróttakeppni.“ Magnús Ragnarsson, sjónvarps- stjóri lslenska sjónvarpsfélagsins, tek- ur í sama streng og segir að Skjásport hafi áhuga á öllum stærri réttum, svo sem EM í knattspyrnu, spænska boltanum og fleira auk þess sem þeir ætli sér að halda í enska boltann eftir að núverandi samningur rennur út. ,Við vorum að breyta nafni stöðvar- innar í Skjásport til að undirbúa jarð- veginn til að bjóða upp á fjölbreytt- ara efni. Við höfum mikinn áhuga á öðrum réttum, en áhugi á ákveðnum íþróttum kemur og fer og við erum að reyna að finna út hvaða íþróttir muni verða vinsælar á komandi miss- erum.“ Páll Magnússon, útvarpsstjóri, segir það í fljótu bragði ekki vera réttlætanlegt fyrir Sjónvarpið að fara með mikla fjármuni í samkeppni við einkastöðvar um sýningarétt á landskeppnum. „Tilhneigingin hefur verið sú víðast hvar í Evrópu að lands- keppnirnar og meistaradeildin hafa verið að færa sig inn í læsta dagskrá áskriftarsjónvarpsstöðva. Heims- meistarakeppnir og Evrópukeppnir í knattspyrnu hafa hins vegar verið að festa sig í sessi i opnu almannasjón- varpi. Við höfum þegar tryggt okkur réttinn að HM 2010, og ég geri ráð fyr- ir að við munum taka þátt í útboðinu um sýningaréttinn að Evrópukeppn- inni 2008.“ Hart var barist meðal sjónvarps- stöðvanna um sýningarétt að meist- aradeildinni í vor, en fór svo að Sýn bauð hæst og náði réttinum. Samn- ingurinn var til þriggja ára og munu áskrifendur Sýnar getað séð alla leiki keppninnar í beinni útsendingu. Þá verður einn leikur í hverri leikviku sýndur í opinni dagskrá á Sýn Extra 1. Þetta eru alls 13 leikir, en það er Sýn sem ákveður hvaða leikur verður sýndur í opinni dagskrá hverju sinni. atlii@bladid.net Stjórnarliðar ósammála eRlarl—[Púðar|—[Nuddstólar]—[og margt fleira Krókhálsi 10 simi: 557-9510 14 - 21 júlí 9 18 virka daga 10-16 laugadag lomdu og gerðu góð kaup Allt að 80% afsláttur f útlitseölluðum vörum

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.