blaðið

Ulloq

blaðið - 22.07.2006, Qupperneq 8

blaðið - 22.07.2006, Qupperneq 8
blaði Útgáfufélag: Ár og dagur ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson Ritstjóri: Sigurjón M. Egilsson Fréttastjóri: Erna Kaaber Ritstjórnarfulltrúi: Janus Sigurjónsson Best að treysta á sjálfan sig Getur verið að faguryrði um að Landhelgisgælan yrði flutt til Suðurnesja hafi alltaf verið innantóm, aldrei hafi verið mark á þeim takandi. Forstjóri Landhelgisgæslunnar var ekki í vafa þegar Blaðið spurði hann hvort til hafi staðið að Gæslan yrði flutt til Keflavíkur: Það hefur ekki komið til tals, en það er ekki í mínu valdi að taka neinar ákvarðanir í þeim efnum. Dómsmálaráðherra er viss um hvað hann vill, Gæslan verður áfram í Reykjavík og neitar að það sé vegna þess að hann er þingmaður Reykvíkinga. „Þeir komast aldrei út úr Reykjavík þessir háu herrar,“ sagði Kristján Gunn- arsson, formaður Verkalýðsfélagsins í Keflavík, og benti á að dómsmálaráð- herrann sé þingmaður Reykvíkinga. „Maður veltir því fyrir sér hvort að það hafi verið að þvælast fyrir honum í þessu máli. Auðvitað eru þetta djöfuls vonbrigði ef þetta verður niðurstaðan, verandi með alla þessa aðstöðu, hús- næði og fleira til staðar á Keflavíkurflugvelli.“ Suðurnesjamenn höfðu greinilega skilið ráðamenn þannig að Gæslan yrði meðal þess sem að þeim yrði rétt eftir að Varnarliðið fer og skilur eftir hundruði atvinnulausra. En hvað ætli sé til ráða á Suðurnejsum, er rétt af þeim sem þar búa að leggja hinn og þennan skilningimm í orð stjórnmálamanna, eða er eitthvað annað til ráða. Gefum Kristjáni Gunnarssyni orðið: „Ætli Suðurnesjamenn verði ekki bara að leysa úr þessu sjálfir eins og þeir eru vanir, ég er farinn að hallast að því,“ segir Kristján. Sennilega yrði það besta lausnin að heimamenn geri það sem þarf að gera en leggi ekki traust sitt og trúnað á að aðrir bjargi því sem bjarga verður. Vonlítið er að treysta á aðra, en það breytir samt ekki því að Suðurnesjamenn telja sig hafa verið í þeirri stöðu, að eitthvað væri að marka orð ráðamanna, sem kepptust um tíma að koma á fundi og tala í lausnum. „Þetta eru fyrst og fremst mikil vonbrigði," sagði Kristján Gunnarsson. „Maður veltir því fyrir sér hvort að menn meini eitthvað með því sem þeir sögðu þegar talað var um að gera eitthvað í málum Suðurnesjamanna til þess að reyna að efla hér atvinnu í kjölfar þess að varnarliðið er á förum. Ég held að þetta risti bara ekki dýpra og menn eru greinilega ekki að meina neitt með því þegar þeir eru að kvaka um þessi mál.“ Sennilega er það farsælast að sú hugsun verði ráðandi á Suðurnesjum að þar verða lausnirnar að fæðast og verða að veruleika, ekki er burðugt að treysta á aðra og alls ekki að lausnirnar séu þær skástar að færa atvinnu frá einum stað á annan. Það er ekki lausn, það er að færa til vanda. Sigurjón M. Egilsson Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2,110 Reykjavík AÖalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsíngadeild: 510 3711 Netföng: bladid@bladid.net, frettir@bladid.net, auglysingar@bladid.net Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins Dreifing: íslandspóstur Sumarhátíð Sjálfstæðismanna Ti í Suðurkjördæmi Sumarhátíð í Suðurkjördæmi verður haldin næstkomandi laugardag til að fagna góðu gengi flokksins í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum í kjördæminu og gefa sjálfstæðismönnum tækifæri til að gera sér glaðan dag í góðra vina hópi. Hátíðin verður haldin í Skálakoti undir Eyjafjöllum og hefst kl. 18.00 með ávarpi Geirs H. Haarde, formanns Sjálfstæöisflokksins. Að því loknu verður grillað og munum við sjálfstæðismenn skemmta okkur saman við harmonikkuspil og gleði fram á kvöld. Nauðsynlegt er að tilkynna komu sína með tölvupósti á netfangið jff@xdsudur.is eða í síma 8491281 fyrir föstudagskvöld. Sjáumst hress og kát í Skálakoti laugardaginn 22. júlí! Fyrir hönd stjórnar Kjördæmisráðs Suðurkjördæmis, Sigurður Valur Ásbjarnarson, formaöur kjördæmisráös. Jóhann Fr. Friðriksson, framkvæmdastjóri í Suðurkjördæmi. 8 I ÁLIT LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 2006 blaði6 £>WT<oK.iti UziMiLi ot 9K6LÍ KAFfl At> Mmvifl (V/UGfcM >l/RT( SKc VÍST flHMSOJtlR AF f=ÉSSU/VT -Té\~fíCrSSK*? SfM íma RoMirtK t. Er Samfylking Framsókn? Samfylkingarmenn eiga ekki að hegða sér eins og framsóknarmenn í afneitun, en þeir gera það nú samt. Skrif og tal ýmissa samfylk- ingarmanna hefur í nokkurn tíma byggst áþráhyggjukenndri afneitun á stöðu flokksins. Allt sem aflaga hefur farið virðist öllum öðrum að kenna en Samfylkingunni sjálfri. 1 stað þess að horfa í eigin barm er verið að leita að utanaðkomandi skýringum. Þá fara menn að telja fjölda þeirra Staksteina þar sem Samfylkingin hefur verið gagnrýnd og þá slúðurmola sem Andrés Magn- ússon hefur birt í Blaðinu þar sem vikið er að málefnum Samfylkingar og eftir það taka menn að elta uppi leiðara Þorsteins Pálssonar í Frétta- blaðinuþar sem fjallað er um stefnu- leysi Samfylkingar. Ef menn nenna svona talningu þá eru þeir örugglega fljótir að koma auga á óvini en um leið verða þeir paranojd, alveg eins og framsóknarmennirnir. Hver fram- sóknarmaðurinn á fætur öðrum veinaði: „Einelti! Einelti!" í hvert sinn sem flokkurinn varð fyrir gagnrýni. Samfylkingarþingmenn eru farnir að veina á nákvæmlega sama hátt. Þannig eyddi Björgvin G. Sigurðsson dágóðu plássi í Morg- unblaðsgrein fyrr í þessari viku til að kvarta undan því að Sjálfstæð- isflokkurinn væri að leggja Sam- fylkinguna og formann hennar í einelti. Ekki varð annað ráðið af grein Björgvins en að hann teldi að þessi aðferð sjálfstæðismanna ætti Klippt & skorið Morgunblaðið slær því upp í gær að fjármunaeign erlendra aðila hérlendis hafi nær tvöfaldast á undanförnu ári og nemi nú liðlega 250 millj- örðum króna. Líklegt er talið að þorri þessara fjármuna sé í reynd í höndum (slendinga, en í gegnum eignar- haldsfélög, sem skráð ' eru i Guernsey á Erm- arsundi, Lúxemborg, eyjum í Karabíska hafinu og svoframvegis. Nú minnirKlippara að ísland sé i fremstu röð þegar kemur að skattaumhverfi fyrirtækja, en fyrir suma er það greinilega ekki nóg. En til hvers þessi leynd? Ríkisbubbarnir hafa fram að þessu ekki hikaðviðað berastá. andres.magnusson@bladid.net Ekki eru margir dagar síðan tryggir les- endur Morgunblaðsins lásu um það í Staksteinum hversu Bandaríkjamenn — allirsem einn — væru yfirborðs- kenndir. Raunar voru skrifin sjálfsagt ekki hugsuð sem árás á Bandaríkjamenn, heldur var farin nokkuð löng leið til þess að gera athugasemd við herra Ólaf Ragnar Gríms- son, forseta íslands. Má líta á hina 298.444.215 Bandaríkjamenn sem saklausa vegfarendur í þeim árekstri. En Ragnhildur Sverrisdóttir tók vörn Bandaríkjamanna í Viðhorfsgrein í hálfsysturblaðinu í gær og taldi að fslendingar gætu margt af þeim lært um almenna kurteisi og umgengni við náungann, þó ókunnugur væri. Allteru það þarfarábendingar, en hitt þykirsjálf- sagt óvenjulegra, að ritstjórn Mogga deili, þó í fullri vinsemd sé, á síðum blaðsins. Lesendur Viðskiptablaðsins gripu í tómt i gær þegar þeir hugðust lesa vikulega fjölmiðlarýniÓlafsTeitsGuðnasonar, sem er ein helsta skemmtilesning blaðsins og jafnframt eina reglulega fjölmiðlarýni lands- ins, þar sem tekið er á efnistökum og úrvinnslu frétta. ( því samhengi er rétt að benda á að undan- farin tvö ár hafa pistlar Ól- afs Teits komlð út á bók og verður svo vonandi áfram enn um hríð, því fjolmiðlar eru hreint ekki yfir gagnrýni hafnir. En nú kom sumsé ekki stafur. Ástæðan er þó ekki sú, að íslenskir fjöl- miðlar séu orðnir svo Ijómandi góðir, að ekki megi að neinu finna, heldur er Ólafur Teitur kominn ísumarleyfi. stóran þátt í því að fylgið er hrunið af Samfylkingunni. Björgvin er vissulega einn af skárri þingmönnum Samfylkingar. Hann er hins vegar svo sauðtryggur flokknum að hann virðist hafa glatað dómgreindinni - en ég tel víst að það sé einungis tímabundið ástand. Engin svör Þegar hallar undan fæti verða menn að líta í eigin barm. Þetta held ég að séu viðurkennd sannindi og nokkuð sem allir sæmilega þrosk- Kolbrún Bergþórsdóttir aðir menn gera sér grein fyrir. í pól- itík er hins vegar eins og mönnum sé þetta ómögulegt. Forysta Framsókn- arflokksins er æpandi dæmi um þetta og nú virðist forysta og þing- flokkur Samfylkingar ætla að apa vitleysisganginn upp eftir henni. Forystu Samfylkingar hefur ít- rekað verið bent á að íhuga hvort það geti verið að hún sé ekki á réttri leið. „Fylgið kemur, fylgið kemur“, er svarið sem forystan og þingmenn flokksins gefa. „Hvenær kemur það?“ spyr ég. Það er stutt til kosninga og við, jafnaðarmenn- irnir, sem einu sinni studdum Sam- fylkinguna vitum ekki á hvaða leið flokkurinn er. Við höfum enga hug- mynd um fyrir hvað Samfylkingin stendur en viljum svo gjarnan fá að vita það. Það berast hins vegar engin svör. Sök sjálfstæðismanna? Síðast þegar ég vissi til var fylgi flokksins komið niður í 26 prósent. Flokks sem samkvæmt áætlunum átti að verða 40 prósenta flokkur á mettíma. Kannski nær hann ein- hvern tímann þeirri stærð en varla fyrir næstu kosningar. Samfylkingin er ráðlaus. Senni- lega finnst henni að hún hafi ekki tíma til að taka á vandanum. Þess vegna velur hún að láta eins og hann sé ekki til. Þá er svo miklu þægilegra að skima í allar áttir og benda á óvin- ina. „Það er Sjálfstæðisflokknum að kenna hvernig komið er fyrir okkur", göluðu taugabilaðir framsóknar- menn þegar fylgið var að hrynja af þeim. Ætlar Samfylkingin að hefja upp sama sönginn? Það er spurning hvort flokkur sem hagar sér á þennan hátt á skilið að verða stór. Þarf hann ekki fyrst að ná almennilegum þroska og öðl- ast vott af sjálfsgagnrýni? Höfundur er blaðamaður

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.