blaðið - 22.07.2006, Side 12
12
LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 2006 blaðið
vísindi
mm
•- 4s3S** ; Sp*
. V*/
Sjáum bara fyrri hlutinn
Fái augað að sjá tvo hluti miög hratt, er það oft aðeins fyrri myndin sem við náum að sjá, en hin síðari nær
aldrei mn i vitundina. Franskir vísindamenn skönnuðu heilastarfsemi þátttakenda í tilraun sem látnir voru
sjá tvo hluti hvorn á eftir öðrum á miklum hraða. Sumir áttuðu sig alls ekki á seinni myndinni, en aðrir
voru meðvitaðir um tilvist hennar, en gátu ekki áttað sig á því af hveriu hún var. Til aö greina mynd núm-
er tvö þarf heilinn vinnufrið til að gera sér grein fyrir fyrri myndinni aður en hann getur tekið tií við hina.
Lögreglumanni
stóð hætta af
geimverum
5purningin um líf á öðrum
hnöttum hefur lengi verið
umdeild og efasemdamenn
óska ávallt eftir
sönnunum.
Fram til dagsins
í dag hefur ekki
átt sér stað
opinberlega við-
urkennd lending
fljúgandi furðu-
hluta en margar
frásagnir og
upplifanir fólks
benda til þess að möguleiki sé á
gestagangi frá öðrum plánetum.
Hér kemur ein slík frásögn.
Lögreglumaðurinn Val Johnsons
frá Minnesota var á reglubund-
inni eftirlitsferð á þjóðvegunum
í ágúst árið 1979 þegar hann
varð fyrir óvenjulegri lífsreynslu.
Skyndilega birtist björt Ijóskeila
sem nálgaðist bifreið lögreglu-
mannsins og eftir það missti
hann meðvitund í rúma hálfa
klukkustund. Þann tíma sem
Val var án meðvitundar man
hann ekki eftir neinu en þegar
hann komst til meðvitundar
kom skaðinn í Ijós. Bifreiðin var
stórskemmd, Ijós voru brotin,
beygla á húddinu, gat á rúðunni
og meira að segja loftnetið hafði
verið beygt í 45 gráður. Greini-
legt var af ummerkjum að utan-
aðkomandi aðilar höfðu skemmt
bifreiðina og líklegt að honum
hafi verið velt nokkrum sinnum.
Hvað gerðist þessa örlagaríku
nótt veit enginn nákvæmlega en
þifreiðin er til sýnis á fylkissafni
í Minnisota.
Heimstyrjöld
III
í maí 2004 gerðu starfsmenn
ítalska Þjóðarbókasafnsins
(Róm merkilega uppgötvun
þegar þeir fundu handrit eftir
hinn merka spámann Michei
de Notradame, betur þekktur
sem Nostradamus (1503-1566).
Þetta handrit hafði sonur hans
síðar afhent páfanum og það
er ekki fyrr en nú, 400 árum
síðar, sem innihald þess er
gert opinbert.
Samkvæmt handritinu þá
spáir Nostradamus þriðju
heimsstyrjöldinni á árunum
2007-2012 og fræðimenn eru
farnir að velta þvi fyrir sér
út frá ástandinu í heiminum
hvort þessi spá hans sé jafn-
vel að rætast.
íslenskir uppfinningamenn:
Erfitt að losna við fordóma
Landssamband hugvitsmanna,
LHM, er félagsskapur sem
stofnaður var árið 1996. Þar
eru samankomnir 66 íslenskir
uppfinningamenn sem eiga það
sameiginlegt að hafa frjótt ímynd-
unarafl og vilja til að framkvæma
hugmyndir sínar. Af þessum fé-
lagsmönnum eru 10% kvenmenn
en formaður sambandsins er
kona að nafni Elínóra Inga Sigurð-
ardóttir og hefur hún gegnt því
embætti frá árinu 1998.
„Þegar fólk hugsar um uppfinn-
ingar þá dettur því fyrst í hug eitt-
hvert tæki sem fundið er upp en
þetta getur verið svo margt annað
sem fellur undir þetta heiti, t.d. ein-
hver þjónusta, og þetta er þvi mjög
teygjanlegt hugtak. Hugmyndir fé-
lagsmanna eru líka jafn ólíkar og
þeir eru margir,“ segir Elínóra.
Aðalvandamál íslenskra uppfinn-
ingamanna er það umhverfi sem
þeir starfa í og getur það verið mjög
kostnaðarsamt að koma hugmynd
sinni í framkvæmd, svo ekki sé talað
um að fá einkaleyfi fyrir henni.
„Það er mjög dýrt að gera alvöru úr
hugmynd sinni og maður þarf að ein-
blína einungis á það. Þegar maður
er að koma með nýja hugmynd á
markað þá er í raun enginn fjár-
stuðningur þannig að uppfinninga-
maðurinn er ekki að fá nein laun
fyrir vinnu sína. Hægt er að fá ýmsa
styrki til að þróa vöruna en aldrei
er gert ráð fyrir launagreiðslum af
neinu tagi.“
Skilningslaus iðnaðarráðherra
Starfsemi sambandsins hefur
að mestu legið niðri undanfarin
ár. Aðspurð segir Elínóra að LHM
hafi ítrekað sóst eftir fjárstuðningi
frá iðnaðarráðuneytinu, þannig að
félagsmenn geti viðhaldið starfinu
og miðlað af reynslu sinni til ungra
íslenskra uppfinningamanna. Mikil-
vægt sé að fólk sem hafi hugmyndir
geti leitað sér þekkingar um hvernig
sé hægt að framkvæma verkin og
láta þannig hugmyndir sínar verða
að veruleika. Þetta er eitt af megin
markmiðum sambandsins.
„Við höfum bæði mætt skilnings-
leysi iðnaðarráðherra og líka hjá
starfsfólki Impru, þjónustumið-
stöð iðntæknistofnunar fyrir frum-
kvöðla. Okkar tillögur eru þær að
taka upp svokölluð frumkvöðlalaun,
ekki ósvipuð listamannalaunum,
þannig að uppfinningamenn fengju
greitt fyrir vinnu sína við uppfinn-
ingar," segir Elínóra.
Þekktustu uppfinningar okkar
Islendinga eru í sjávarútvegi og
hugbúnaðarvinnslu sem allar leiða
til þess að gera störf annarra auð-
veldari. Það er samt ekki eintómur
dans á rósum að vera íslenskur
uppfinningamaður.
„Við höfum helst átt í erfiðleikum
með að losna undan ákveðnum for-
dómum í okkar starfi, eða frekar
skilningsleysi, og höfum haft svona
dálítinn Georg Giralausa-stimpil á
okkur,“ bætir Elínóra við.
Skilyrði fyrir inngöngu í sam-
bandið er að hafa frjótt ímyndunar-
afl og hafa áhuga á að hrinda hug-
myndum sínum í framkvæmd.
Nánari upplýsingar um félagið
er á heimasíðunni www.vortex.
is/hugvit.
Markmiö LHM
• Sameina íslenska
hugmyndasmiði
• Safna og miöla upplýsingum
til hugvitsmanna
• Viðhalda tengslum við erlend
uppfinningasambönd
• Byggja upp skilning á störfum
hugvitsmanna
• Auka verðmæti íslensks
hugvits
Þotuliðið í hinu forna engil-saxneska ríki-
Innfæddir lagðír í einelti
Frekar fámennur hópur innflytj-
enda, einkum Þjóðverjar, hrein-
lega valtaði yfir hinn innlenda
þjóðflokk sem bjó á Bretlands-
eyjum á 5. öld f.Kr. Fræðimenn
hafa nýverið birt niðurstöður
rannsókna sem benda til þess
að innflytjendurnir hafi á ör-
skömmum tíma náð miklum yfir-
burðum og útrýmt hinum hreina
stofni innfæddra. Þetta er talið
hafa tekist á örfáum öldum.
Sögulegir yfirburðir
OC|ll
As!
vstæður þess hversu fljótlega
þeim tókst að ná yfirráðum yfir
frumbyggjunum eru aðallega tvær:
a) Hernaðar- og efnahagslegur
máttur þeirra var mun meiri.
b) Menningarstig þeirra var á hærra
plani, t.d. var barnadauði sjald-
gæfari og því meiri líkur á að ein-
staklingur næði fullorðinsaldri.
Lög voru sett sem ógiltu hjóna-
band innflytjenda við frumbyggja
til þess að viðhalda yfirburðunum
og því hrein aðskilnaðarstefna
sem var við líði. I skrifuðum
heimildum, t.d. lagatextum,
kemur greinilega í ljós sú
skoðun innflytjendanna
að yfirburðir þeirra væru
miklir.
Mjög fámennur hópur
Það sem þykir merkilegt
við þessar rannsóknir er
að sögulegar heimildir gefa
til kynna að þessi hópur inn-
flytjenda var mjög fámennur
í hlutfalli við frumbyggj-
ana. Talið er að þeir hafi
ekki verið fleiri en 200
þúsund talsins á móti
ríflega tveimur millj-
ónum frumbyggja á
þessum tíma.
Mjög hátt hlutfall forfeðra nú-
lifandi Englendinga í karllegg má
rekja til Þýskalands og hafa erfða-
rannsóknir bent til þess að ríflega
helmingshlutfall Y-litninga þjóðar
innar megi rekja þangað. Jafnframt
er núverandi tungumál að miklu
leyti byggt á þýskum grunni segja
fræðimenn.