blaðið - 22.07.2006, Síða 19
Bananabrauð
Þegar nýta skal banana sem
eru á síðasta snúningi þá er
tilvalið að baka bananabrauð.
Þegar bananar eru notaðir
til baksturs verða þeir að
vera vel þroskaðir og mjúkir.
Oft er hægt að kaupa slíka
banana á mjög góðu verði í
matvöruverslunum.
■ 3-4 stappaðir bananar
■ 3 egg
■ 1 tsk vanilludropar
■ 200 ml matarolía
■ 140 gr heilhveiti
■ 140 gr hvítt hveiti
■ 2 tsk lyftiduft
■ 1/2tsksalt
■ 100 gr Ijós muscovado sykur
■ 50 gr smátt saxaðar pecan-
■ hnetur eða valhnetur
IHitið ofninn í 160°c og
smyrjið meðalstórt jóla-
kökuform. Hrærið saman ban-
ana, egg, vanilludropa og olíu.
2Blandið þurrefnunum sam-
an í aðra skál og blandið
svo saman við bananahrær-
una. Bætið síðan hnetunum
varlega saman við.
3Setjið deigið í formið og
bakið í 50 mínútur. Leyfið
brauðinu að kólna í forminu í
30 mínútur.
Bragðbætt
gufusoð
Að elda með gufu og að elda
með kryddjurtum eru tvær
frábærar matreiðsluaðferðir
sem eru ekki einasta bragðgóðar
heldur einnig dásamlega
næringaríkar, fullar af hollustu.
En af hverju ekki að slá þessum
tveimur aðferðum saman?
Það er ósköp lítið annað
að gera en að taka uppáhalds
kryddjurtirnar eða bragðmikla
ávexti og skella því í vatnssoðið
undir gufusigtinu. Það er
dásamlegt að blanda rósmarín
og sítrónu í soðið á kjúklingnum,
myntu og appelsínu með
fisknum og kúmeni þegar
hrísgrjónin eru soðin. Setjið
jurtirnar ekki útí vatnið fyrr
en það fer að sjóða, eða á sama
tíma og maturinn er settur
yfir gufuna. Þannig fer mest af
bragðgæðum jurtanna í kjötið,
fiskinn eða grjónin.
Pestó er ítölsk sósa sem margur
íslendingurinn hefur lært að meta
á síðustu árum. Það hefur
þekkstíýmsum myndum
síðan á timum \ R ó m a -
veldisenalgeng-
ustu afbrigðin
eru grænt og rautt.
Yfirleitt er það
pestó sem við
kaupum í versl-
unum gert úr
ólívuolíu, furu-
hnetum, basil
og parmesan-
osti. Það borgar
sig þó að lesa vel
á innihaldslýsingu
pestó-dósa því oft leynist
töluvert magn kartafla og cashew-
hneta í þeim þó flestir séu sammála
um að hvorugt hráefnið eigi þangað
erindi. Upprunalega var basil-pestó
þó notað á pasta með kartöflum.
Flestir kjósa að nota pestó ofan
á brauð eða sem sósu með pasta en
það er hægt að nýta með góðum ár-
angri í ýmislegt annað.
Margir eiga án efa
hálfa krukku af pestói
inni í ísskáp sem ekki er
hægt að finna not fyrir í
fljótu bragði. Hér koma
nokkrar hugmyndir
um hvernig er hægt að
nýta þetta afgangs pestó
á skemmtilegan hátt.
Skerið rauðar paprikur í
tvennt og fjarlægið fræin innan
úr þeim. Leggið þær í eldfast
mót sem hefur verið smurt
með ólívuolíu (einnig er gott
að dreypa smá olíu yfir papr-
ikurnar sjálfar). Bakið paprik-
urnar við 20o°c í 40 mínútur.
Smyrjið síðan paprikurnar að
innan með pestói, látið þær
kólna og fyllið þær svo af hverju
því sem hugurinn girnist og ís-
skápurinn geymir hverju sinni. 4.
2. Steikið kjúklingabringur á
pönnu í ólívuolíu í 10 mínútur.
Bætið niðurskornum sveppum
á pönnuna og steikið kjúkling-
inn þar til hann er fulleldaður. 5.
Hrærið saman sýrðan rjóma og
pestó, bætið út á pönnuna og
látið malla í stutta stund. Berið
fram með hrísgrjónum.
3. Ristið nokkrar sneiðar af
snittubrauði undir grillinu í
ofninum. Smyrjið hverja sneið
með pestói meðan þær eru enn
heitar. Setjið góða skinku og nið-
urskorinn tómat á hverja sneið.
Bætið að lokum nokkrum
blöðum af ferskri basiliku á
brauðsneiðarnar.
Blandið saman gúrku sem rifin
hefur verið á rifjárni, pestói og
ferskri basiliku. Hrærið blönd-
una saman við hreina jógúrt.
Berið fram með snittubrauði.
Skerið tómata í stærri kant-
inum í tvennt. Fjarlægið kjötið
innan úr þeim. Hrærið saman
einni sneið af dagsgömlu
brauði sem hefur verið skorið
í litla bita, rifinn parmesan ost
og pestó. Fyllið tómatana af
þessu og bakið í ofni við i8o°c
í 35 mínútur.
Hagræðing
Hagræðing er orð dagsins í dag
og það á einnig við þegar rætt er um
mat og matarvenjur. Það er til fólk
sem fær sér morgunmat ogþað er til
fólk sem fær sér hádegismat. Síðan
er það fólkið sem hagræðir en það
fær sér brunch, sú máltíð sem sett
er saman úr orðunum breakfast og
lunch upp á enska tungu.
Því miður hefur þessi matmáls-
tími enn ekki verið íslenskaður en
eins og gefur að skilja er brunch
venjulega snæddur um 10-11 leytið
á morgnana. Það samanstendur þá
furðulega oft af því sem fólk fær sér
venjulega í morgun- og hádegismat
en skilin þarna á milli hafa dofnað í
hraðasamfélagi nútímans.
Það er erfitt að ímynda sér að eitt-
hvað sem maður fær sér klukkan
10 sé ekki hreinlega morgunverður
og það sem maður fær sér klukkan
11:30 sé ekki bara hádegismatur. Er
einhver þörf fyrir brunch (eða má-
degisverð eins og það mætti kalla)?
Á kaffihúsi einu má finna glæsi-
legan rétt að nafni Toast au berre
upp á franskan móð. Fyrir þetta
góðmeti þarf einungis að greiða
500 krónur. Þetta er sem sagt ri-
stað brauð með sultu. Jafn gott á
bragðið en hljómar kannski ekki
eins (að minnsta kosti ekki eins og
500 krónur). Það er hægt að skola
því niður með Perrier vatni og það
er ekkert uppþvottavatn. Hver dropi
er sérlega soginn upp með dropa-
teljara af dögg dagsins. Rétt eins og
með Uncle Bens hrísgrjón þá er hver
dropi af Perrier-vatni gæðaprófaður.
Betra verður það ekki.
Matgæðingur Blaðsins mælir
með krananum og brauðristinni.
Hugurinn ber þig afganginn.