blaðið - 22.07.2006, Síða 22
H
22 i
tilveran
tilveran@bladid.net
Halldóra hugsar upphátt
LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 2006 blaðiö
Beðið eftir ástarjátningum og öðrum krúsídúllum
„Við konur ættum kannski að leiða að því hugann að stundum þegar við höldum að
hann sé að hugsa um hversu sætar við erum, hvað við ilmum guðdómlega eða hvað
við erum efnilegar i kossaleikjunum gætum við verið að misskilja hann hrapalega."
Eitthvað grunnt á gullhömrunum
ví hefur oft verið haldið fram
að konur séu ívið dramatísk-
ari en karlmenn og margar
konurnar kannast eflaust
við ábendingar þess efnis frá kærast-
anum/makanum. Flestar höfum við
viljað vísa þessu til föðurhúsanna, en
þegar öllu er á botninn hvolft held
ég að við verðum að játa okkur sigr-
aðar. Hvort Titanic sitji svona föst í
brjóstum okkar kvenna eður ei skal
ósagt látið, en það er alveg á hreinu
að dramatíkin á það til að vera í há-
vegum og setur sannarlega svip sinn
á samskipti við hitt kynið.
Ég sat á dögunum með góðvinkonu
minni sem bölvaði kærastanum í
sand og ösku fyrir að geta ómögulega
„fattað að segja eitthvað fallegt á rétta
augnablikinu.“ Þau höfðu kvöldinu
áður setið að rómantískum snæðingi
(rómantiskum að henni fannst) og á
einu andartakinu varð andrúmsloftið
þess eðlis að hún spurði hvað hann
væri að hugsa. Þetta er án efa eitthvað
sem við höfum flestar gert í þeirri von,
nú eða óvon, að fá viðbrögð sem láta
okkur kikna í hnjánum. Nema hvað. 1
tilviki vinkonu minnar stóð svo sann-
arlega ekki á svarinu, en drengurinn
pungaði því út úr sér að hann hefði
nú bara verið að hugsa um eitthvað
sem vinur hans sagði í vinnunni. Ekk-
ert merkilegra en það. Vinkonan sat
náttúrlega eftir með sárt ennið, eftir
að hafa verið þess fullviss að hann
ætlaði sér að segja henni hvað hún
væri falleg eða hvað honum liði vel
með henni! í rauninni var hún bara
öskuill yfir því að manngreyið skyldi
ómögulega geta lesið hugsanir hennar
og slegið gidlhamrana þegar henni
fannst það eiga við. Og með reiði sína
í farteskinu hélt hún á minn fund og
ákvað að kvarta yfir þessu öllu saman.
Hún sagðist ekki þola það þegar þau
ættu góð „momenf' þar sem hún beið
eftir ástarjátningum og öðrum krús-
ídúllusamræðum en hann færi bara
að tala um vinnuna, lélegan prumpu-
brandara eða þegar hann var næstum
búinn að keyra á grindverk! Hvað þá
þegar búið var að eiga góða stund í
rekkjunni, ef svo má að orði komast,
og hann tæki upp á því að kveikja á
boltanum í stað þess að horfa í augun
á henni í klukkutíma með sætum
hvolpasvip. Eftir að hafa reynt að
draga fram það góða í kærastanum
náði ég henni á það plan að svona
væri þetta bara og við fengum engu
um það ráðið. Þó svo að karlmenn
geti jú verið rómantískir á köflum, þá
er það einfaldlega staðreynd að við
erum allavega helmingi dramatískari
og myndum eflaust sóma okkur vel
í sólarhrings samræðum á slíkum
nótum.
Við konur ættum kannski að leiða
að því hugann að stundum þegar
við höldum að hann sé að hugsa um
hversu sætar við erum, hvað við
ilmum guðdómlega eða hvað við
erum efnilegar í kossaleikjunum
gætum við verið að misskilja hann
hrapalega. Hann gæti bara verið að
hugsa um nýjar felgur á bílinn eða
hvar hann eigi að panta pizzuna.
halldora@bladid. net
HEIMAVÖRN SECURITAS - ÖRYGGISKERFI FYRIR HEIMILIÐ
Ert þú sjálfselsk/ur?
Gamall málsháttur segir að það sé sælla að gefa en þiggja og margir eru sammála því. Hvort sem um ræðir að gefa af sér eða gefa gjafir þá er einhver sér-
stök tilfinning sem fylgir því að gefa. Það eru þó alltaf einhverjir sem hafa meiri ánægju af því að þiggja heldur en gefa. Sumir vilja jafnvel helst þiggja sem
mest frá sem flestum. Sjálfselska sýnir sig á mörgum sviðum og getur oft sært ástvini. Getur verið að þú sért sjálfselsk/ur? Taktu prófið og þá kemstu að því.
IÞegar þú varst barn og systk-
ini þín áttu afmæli og fengu
þar af leiðandi alla athygl-
ina, hvernig brást þú við?
a) Venjulega eyðilagði ég eitthvað svo
ég fengi athygli. Eins stal ég einhverjum
gjöfum.
b) Ég lék mér með hinum börnunum en
óskaði þess í hljóði að ég aetti afmæli.
c) Ég skemmti mér yfirleitt konunglega.
d) Yfirleitt var ég bara í fýlu út í horni.
2Hvernig myndirðu
lýsa sjálfri/um þér?
a) Ég veit hvað ég vil og sækist eftír
því.
b) Ég er minn eiginn herra/ mín eigin
dama?
c) Ég lít mínum eigin lögmálum.
d) Ég reyni að gera öllum til geðs.
3Á þínu heimili er verka-
skiptingin sú að makinn
sér um uppvaskið en þú
sérð um þrifin. Þessa dag-
ana vinnur makinn óvenjulega
mikið og kemur ekki heim fyrr en
seint á kvöldin. Hvað gerir þú?
a) Kaupi uppþvottavél svo ég þurfi ekki að
eyða mínum tíma í uppvaskið.
b) Vitanlega sé ég um uppvaskið enda
myndi ég ætlast til þess að makinn gerði
það sama efég ætti í hlut. Ég sé Ifka til
þess að kvöldmaturinn sé tilbúinn þegar
makinn kemur heim.
Teldu saman stigin:
1. a)4 b) 2 c)1 d) 3
2. a) 2 b) 3 04 d) 1
3. a)3 b) 1 02 d)4
4. a) 1 b) 4 0 3 d) 2
5. a) 2 b) 1 04 d) 3
6. a) 3 b) 2 01 d)4
7. a) 1 b) 4 0 2 d) 3
8. a)4 b) 3 01 d) 2
c) Mér finnst sjálfsagt að vaska upp þegar
aðstæðureru svona.
d) Nýt þess að vera ein/n heima og geri
nákvæmlega ekki neitt.
4Það er Þorláksmessukvöld
og þú gengur eftir Laugaveg-
inum. Konan fyrir framan
þig missir 20 þúsund krónur
því hún á í fullt í fangi með börnin
sín fjögur. Hver eru þín viðbrögð?
a) Eg hleyp á eftir henni, rétti henni pening-
inn og hjálpa henni heim með börnin.
b) Sá á fund sem finnur.
c) Ég geymi peninginn og sé til hvort aug-
lýst sé eftir honum. Annars leyfi ég mér að
eiga hann.
d) Ég kalla á eftir henni og læt hana vita að
hún hafi misst pening á jörðina.
5
Hvernig kýstu helst að
eyða helgunum?
a) Helst í hópi góðra vina og
fjölskyldu.
b) I sjálfboðavinnu þar sem mín er óskað.
c) Ég einblíni algjörlega á sjálfa/n mig og
sinni mínum áhugamálum í einveru.
d) Hvað svo sem ég vil, ég hef engum skyld-
um að gegna nema gagnvart sjálfri/um
mér.
6Vinkona þín hringir um
miðja nótt og virðist vera
í uppnámi. Hún biður þig
að koma tafarlaust því hún
þurfi á þér að halda. Hvað gerir þú?
a) Segi henni kurteisislega að ég hafi
verið sofandi og hún geti hringt aftur í
fyrramálið.
b) Róa hana niður og kanna hvort hægt sé
að leysa málið í símanum. Ef það gengur
ekki fer ég til hennar.
c) Fer tafarlaust heim til hennar og eyði
næstu dögum með henni.
d) Skelli á og tek símann úr sambandi. Sef
svo værum svefni til morguns.
7Það koma upp veikindi
á vinnustað þínum yfir
jólin. Þeireinu sem geta
leyst málið ert þú, sem
ert einhleyp/ur og foreldrarnir
búa erlendis, og vinnufélagi
þinn sem er þriggja barna
faðir. Hvertekur vaktina?
a) Ég fórna mér vitanlega enda hafði ég
ekkert sérstakt fyrir stafni.
b) Vinnufélaginn. Ég hef margt betra að
gera, til dæmis bíður mín spennandi bók
heima fyrir.
c) Þó mig myndi langa að vera í fríi yfir jólin
þá finnst mér ekki hægt að einhver börn
séu föðurlaus. Ég tek því vaktina.
d) Ég bý til einhverja afsökun þrátt fyrir
að ég muni fá samviskubit. Vinnufélaginn
tekur vaktina.
0-8 stig:
Þú ert langt frá þvi að vera sjálfselsk/ur og gefur
jafnvel heldur mikið af þér, ef eitthvað er. Þótt
sjálfselska sé i eðli sínu neikvæð þá hafa allir gott af
þvi að hugsa svolítið um sjálfa sig. Það er alltaf til
sjálfselskt fólk sem mun nýta sér góðmennsku þina.
Þú þarft þvl að læra að segja stundum nei. Þegar
einhver ætlast til einhvers af þér skaltu hugsa þig
vel um og athuga hvort það sé eitthvað sem þú vilt
virkilega gera.
9-17stig:
Þú ert ekki sjálfselsk/ur og hugsar um hag annarra.
Þér er umhugað um að allir fái sinn skerf kökunnar
og enginn sé skilinn út undan. Þú hefur ánægju
af því að gefa en kannt lika að þiggja, sem er mikil-
vægur eiginleiki. Haltu áfram á sömu braut því þú
bætir án efa llf ástvina þinna, á sama hátt og þú
leyfir þeim að bæta þitt llf.
18-25 stig:
I þér býr heilmikil sjálfselska þó þú leyfir þér ein-
staka sinnum að hugsa um aðra. Það getur verið
afskaplega einmanalegt að vera sjálfselskur, sérstak-
lega eftir einhvern tíma. Prófaðu að hugsa um aðra
en sjálfa/n þig og gerðu eitthvað fallegt fyrir ástvini
þína. Kannski mun það koma þér á óvart hve
jákvæð upplifun það er að hugsa um þarfir annarra,
svona til tilbreytingar.
26-32 stig:
Þú ert svo sannarlega sjálfselsk/ur og það virðist
skipta þig litlu máli. Það eina sem kemst að I þinum
heimi ert þú sjálf/ur. Ástvinir finna fyrir þvl að þeir
lenda alltaf í aftasta sæti þegar kemur að þinum
þörfum og væntingum. En nú er mál að linni, það
vill enginn umgangast þig mikið lengur ef þú veitir
þeim ekki athygli. Hugsaða einstaka sinnum um
hvað aðrir vilja og þarfnast, I stað þess að setja
sjálfa/n þig í fyrsta sætið. Hver veit nema það veiti
þér einhvers konar ánægju?
8Foreldrar þínir eru orðin
gömul og lasburða. Þau
neyðast því til að fiytja
af heimili sínu, þrátt
fyrir hávær mótmæli af þeirra
hálfu. Hvernig bregst þú við?
a) Breyti heimilisfangi minu svo flutnings-
og dvalarkostnaðurinn verði ekki sendur
til mín.
b) Það er lítið sem ég get gert en ég
aðstoða þau við að fá mjög gott verð fyrir
eignina sína.
c) Sel heimili mitt og flyt inn til þeirra. Með
því móti þurfa þau ekki að flytja og ég get
annast þau.
d) Ég sé til þess að þau fái þestu umönnun
sem möguleg er. Eins heimsæki ég þau
daglega og fylli herbergi þeirra af kunnug-
legum munum af heimilinu.