blaðið - 22.07.2006, Blaðsíða 29

blaðið - 22.07.2006, Blaðsíða 29
blaðið LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 2006 Klaufi í eldhúsinu Það hljómar klaufalega að lelkmaður gæti misst af tækifæri með landsliðinu vegna þess að hann skar sig á hendi. Leikmaðurinn sem um ræðir er Darren Bent, framherji Charlton, og það sem er enn klaufa- legra við þetta er að hann var aö smyrja sér samloku þegar hann skar sig. Skurðurinn er hins vegar það djúpur að Bent gæti misst af upphafi næsta leiktímabils og hugsanlega af sæti sínu i enska landsliðinu sem menn áttu von á að honum byðist i kjölfar meiðsla Michael Owen. j Skeytin inn Newcastle United hefur misst þrjá leikmenn frá síðasta leiktímabili. Hinn 35 ára gamli framherji Alan Shearer leggur skóna á hilluna eftir að hafa leikið með félaginu frá árinu 1996. Á þeim árum náði hann að leika 405 deildarleiki og skoraði 206 mörk sem er markametið hjá fé- laginu. Á ferlinum lék Shearer 63 landsleiki fyrir England og skoraði 30 mörk í þeim. Lee Bowyer, 29 ára miðjumaður, fékk að fara á frjálsri sölu til West Ham eftir að hafa ekki náð að sýna sitt rétta andlit hjá félaginu og Michael Chopra, 22 ára framherji, fer á frjálsri sölu til Cardiff en hann átti í erfið- leikum með að fá sæti í liðinu. Fram til i| þessa hafa engir leik- menn verið fengnir til liðsins fyrirkom- andi leiktíð. Liverpool leikmaðurinn Robbie Fowler hlýtur að vera í skýjunum þessa dagana. Hann hefur ekki aðeins fengið endurnýjaðan samning hjá uppeldisfélagi sínu heldur hlaut hann nýverið sína gömlu treyjuna sína, nr. 9, sem hann lék í áður en hann var seldur frá félaginu. Djibril Cisse var með númerið áður en hann hefur nú verið lánaður til Marseille og því var treyjan á lausu. r osé Mourinho þjálfari I Chelsea er farinn að óttast I það að hann missi allar lelstu stjörnur liðsins í burtu. Nú síðast óskaði Damian Duffeftir þvíaðverða í \ seldur frá ' félaginu og heyrst hefur að leikmenn á borð við Shaun Wright-Phillips, Didier Drogba, William Gallas og Robert Huth vilji líka losna. íslenski landsliðsfyrirliðinn, Eiður Smári, var nýverið seldur og Chelsea er einnig að reyna að selja Asier del Horno. Miðað við þessa stöðu gæti Mour- inho verið í vandræðum með leikmannahópinn á komandi leiktíð því hann vill hafa hóp- inn þannig mannaðan að tveir góðir leikmenn keppi um hverja stöðu á vellinum. Flakkarar: Drifterkeppni haldin í annað sinn á íslandi Orðið drifter þýðir á íslensku flakkari en þessi aksturskeppn- isgrein er orðin vinsæl víða um heim. Hún er upprunnin í Japan. Bifreiðaíþróttaklúbbur Reykja- víkur, BIKR, mun standa fyrir sinni annarri Drifterkeppni hér á landi laugardaginn 29. júlí nk. Þátttakendur verða á bilinu 20-25 talsins. Keppt er í svokölluðum freestyle-akstri þar sem kepp- endur spóla í hringi og skriði þar sem bíllinn er látinn renna á hlið eftir brautinni. Styrktaraðili keppninnar, hjól- barðaframleiðandinn Nexen, mun veita vegleg verðlaun fyrir efstu þrjú sætin. Aðgangseyrir að keppninni er 500 krónur. Áhorf- endur, ellefu ára og yngri, fá frítt í fylgd með fullorðnum. Þátttak- endur þurfa að skrá sig fyrir 25. júlí á www.maxi.is og þar er að finna nánari upplýsingar um fyr- irkomulag keppninnar. Vegna aukinna umsvifa í blaðadreifingu óskar Morgunblaðið eftir að ráða fólk á öllum aldri í blaðburð víða á höfuðborgarsvæðinu sem fyrst. Blaðberi hjá Morgunblaðinu fær að meðaltali 30.915 kr. á mánuði fyrir klukkustundar iangan hressandi göngutúr.* Til viðbótar kemur þungaálag og greiðslur fyrir aldreifingar tvisvar í viku. Vinsamlegast hafið samband í sfma 5691440 eða sendið tölvupóst á netfangið bladberi@mbl.is. *Miðað við að 65 eintökum af Morgunbiaðinu sé dreift í 30 skipti.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.