blaðið - 22.07.2006, Side 30

blaðið - 22.07.2006, Side 30
30 LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 2006 blaðið deiglan deiglan@bladid.net Alþjóðlegt orgelsumar Sophie-Véronique Cauchefer-Choplin leikur á hádegistónleikum á yegum Alþjóölegs orgelsumars i Hallgrímskirkju í dag klukkan 12. Á efnisskránni eru verk eftir Bédard, Pierné, Mulet og spuna. Hvað en að gerast LAUGARDAGURINN 22. JÚLf KL. 10:00 HÁTlÐ Miðaldamarkaður verður á Gásum í Eyjafirði dagana 22.-23. júlí. Frá kl. 10-16 verður markaður, bar- dagar, söngur, fornleifafræðingar að störfum, leiðsögn um svæðið og margt fleira. Friðrik V og Norðlenska bjóða svo í kjötsúpu að miðaldasið. Aðgangseyrir er 500 krónur, frftt fyrir 15áraog yngri. KL. 17:00 TÓNLIST Tónlistarhátiðin LungAfer fram á Austurlandi í Herðubreið á Seyðis- firði. Þar koma fram hljómsveitirnar Ampop, Fræ, Ghostigital, Jeff Who?, The Foreign Monkeys, Miri, Tony the Pony, Benny Crespo’s Gang, Somet- ime, Biggi Orchestra. 12 ára og yngri fá einungis aðgang í fylgd með full- orðnum. Eftir tónlistarveisluna verður Ball Hótel Öldunnar með Todmobile. Frítt inn fyrir tónlistarveisiugesti, ann- ars kr. 2500. Aldurstakmark 18 ár. KL. 17:00 TÓNLIST Þriðju tónleikarnir af sjö i röð orgeltónleika í Reykholtskirkju sem haldnir eru á vegum kirkjunnar og FÍO verða haldnir i dag. Douglas A. Brotchie leikur á orgelið verk eftir Menelssohn, Buxtehude, Zsolt Gárd- onyi og C-M Widor. Aðgangseyrir er 1.500 kr. SUNNUDAGURINN 23. JÚLÍ KL. 20:00 Tónlist Sophie-Véronique Cauchefer-Choplin, annar organisti St Sulpice kirkjunnar i Paris, leikur á kvöldtónleikum á vegum Alþjóðlegs orgelsumars f Hall- grimskirkju í kvöld. A efnisskránni eru verk eftir Bédard, J.S. Bach, Mendelssohn, Pierné, Mulet, Duruflé. KL. 21:00 Tónlist Gítarsnillingurinn Andreas öberg ásamt fiðluleikaranum góðkunna Dan Cassidy og hijómsveitinni Hrafna- spark mun spila sígauna jazz sveiflu eins og hún gerist best. Tónleikarnir fara fram á Cafe Rósenberg. Skálholtshátíð lýkur með dýrð Á morgun verður mikið um dýrðir á Skálholtshátíð stendur yfir um helgina. Slagverkshópurinn ^ Steintryggur mun hefja hátíðarstemningu dagsins J0ÍM klukkan 13.00 fyrir framan kirkjuna. Farin verður ^IP hópreið heim á staðinn með fánaborg sem myndlistarmaðurinn Halldór Ás- geirsson hefur búið til. Gunnar Eyj- . ólfsson, leikari, les Isleifs þátt og trompetleikarar spila í turni kirkjunnar. / « Pílagrímar, sem hafa gengið frá Þingvöllum til Skálholts um helg- ina, munu ganga í hlað í Skálholti um þetta leyti. Eftir það verður gengið til messu sem hefst klukkan 14.00. Þar mun herra Sigurbjörn Einarsson predika en vígslubiskup ásamt staðarprestum þjóna fyrir altari. Eftir kirkjukaffið verður haldið áfram í kirkjunni. Þar munu þeir flytja ávörp: forseti íslands, herra Ólafur Fagnar Grímsson, biskup íslands, herra Karl Sigur- björnsson og Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra. Tónlistarflutningur vefður í umsjá þeirra Harðar Áskelssonar, söngmálastjóra kirkjunnar, og Hilmars Arnar Agnarssonar, org- anista í Skálholti. Upptekin [ dag opnar Þóra Gunnarsdóttir sýninguna Upptekin! -hef annað og betra að gera, í vinnustofu og sýningarrýminu Skúla í túni, Skúla- túni 4, þriðju hæð. Skúli í túni er sameiginleg að- staða sem rekin er af myndlistar- og hugvísindamönnum í gömlu höfuðstöðvum (staks í Skúlatúni. Aðstandendur Skúla í túni hafa reglulega staðið fyrir sýningum og öðrum uppákomum í húsnæð- inu til þess að kynna starfsemina. Heimasíða hópsins er í smíðum en hún er á slóðinni www.skulituni. com. Þar verður hægt að nálgast upplýsingar um opnunartima sýn- inga, eldri sýningar, fyrirhugaðar sýningar og bara allt. I innsetningunni, Upptekin! -hef annað og betra að gera, eru settir saman tveir þættir. Myndband sem tekið er út um glugga á gamalli og grárri íbúðabyggingu í Berlín og sex textar sem sem hafa verið lesnir inn á diska. Þóra velur að hafa sex geislaspilara bæði til að skilja á milli textanna en einnig til að gefa þeim persónubundnara vægi. Textarnir eru á ensku en ástæða þess er að þeir voru hluti af hljóðinnsetningu í Galleri 300m3 í Gautaborg í júní síðastliðinn. Þóra hefur kosið að fara þá leið að þýða ekki nema lauslega þá texta sem hún skrifar á ensku og þá sem hún skrifar á íslensku. Sýningin opnar klukkan 15:00. Sögubrot og myndir Islandsvinaganga um Kárahnjúka Hreinn Friðfinnsson opnar sýn- ingu i Suðsuðvestur í dag. Hreinn sýnir þar innsetninguna SÖGU- BROT OG MYNDIR. Hreinn á að baki langan og fjölbreytilegan feril og var leiðandi í hópi þeirra íslensku listamanna sem unnu með hugmyndalist snemma á 8. áratugnum. Hann vann þá meðal annars með ljósmyndir og skeytti saman við þær texta en hefur síðan kannað ýmsar aðrar tjáningar- leiðir. Léttleikinn ræður ríkjum í verkunum og yfir þeim er ljóðrænn blær. Þau höfða yfirleitt ekki einvörð- ungu til þess sjónræna heldur örva einnig hugarflug og minningar áhorfenda með skírskotun í titli eða á annan hátt. Slíkt hefur verið kallaðljóðræn hugmyndalist. Hvers- dagsleikinn er Hreini ofarlega í huga, eitthvað ofurvenjulegt verður efniviður verks sem býr yfir marg- ræðum áhrifum. Hann vinnur úr einhverju sem er víða til staðar en reynir að bæta einhverju ofurlitlu við til að gæða það nýju lífi. Sýningin opnar klukkan 16:00 og mun standa til 20. ágúst. Suðsuð- vestur er opið fimmtudaga og föstu- daga frá kl. 16 -18 og um helgar frá kl. 14 - 17. Einnig er hægt að skoða sýninguna eftir samkomulagi. Nán- ari upplýsingar má finna á vefsíð- unni www.sudsudvestur.is Gengið verður um Kárahnjúka- svæðið í dag en gangan hefst hjá Töfrafossi, í 625 metra hæð, við efri mörk fyrirhugaðs Háls- lóns. Gengið verður niður með Kringilsárgljúfri með útsýni inn á Kringilsárrana, að ármótum Jöklu og Kringilsár. Síðan verður gengið vestan megin við Jöklu í stórbrotnum lyng- og víðvöxnum gljúfrum, þar sem eru fjölmörg og fögur heiðargæsahreiður, með- fram hinni kraftmiklu rauðaflúð sunnan við Kárahnjúka. Því næst verða skoðaðir hinir ein- stöku sethjallar, sem hafa verið nefndir handritin, en þar má lesa hörfunarsögu ísaldarjökulsins. Að lokum verður gengið meðfram leikandi léttri fossaröð Sauðár, vestan megin við Jöklu. Göng- unni lýkur með þögulli mótmæla- Kárahnjúkar Islandsvinagangan hefst við Töfrafoss. stöðu við Kárahnjúkastíflu. Gangan er ókeypis og hentar öllum aldurshópum. Gott er að hafa baksætispoka fyrir lltil börn.

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.