blaðið - 22.07.2006, Síða 32

blaðið - 22.07.2006, Síða 32
LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 2006 blaöið Tungur froska eru fastar fremst í munni þeirra, ólíkt okkar tungum sem eru fastar aftast í munninum. Þegar froskur grípur pöddu þá stingur hann klístraðri tungunni út og um- vef ur bráð sína. Síðan dregur froskurinn tunguna inn í munninn og hendir matnum ofan í hálsinn. Minnsta bók í heimi heitir Chemin de la Cruix og í henni eru 119 blaðsíður. Hún er 5 cm á hæð og 0,93 cm á breidd. Stærsta bók í heimi er landabréfabók sem er hátt í tveir metrar á hæð og rúmlega meter á breidd. Finndu fimm villur Mamma hans Guðmundar tók þessa fínu mynd af honum þegar hann var úti að hlaupa. Guðmundi fannst myndin æðisleg og bað mömmu sína um að gera annað eintak handa sér. En seinna eintakið var eitthvað gallað því það vantar fimm hluti á hana. Nú þarf Guðmundur að finna þessi atriði svo hann geti lagað myndina. Getur þú hjálpað honum? Bjössi Björn er týndur! Bjössi Björn býr á sveitabænum Hábýli sem er í Gnúpverja- hreppi. Bjössi Björn veit að hann má ekki fara út fyrir lóðina en honum finnst svo gaman að brjóta reglurnar. Hann álpaðist út fyrir lóðina til að leika sér og skoða heiminn en auðvitað villt- ist hann á heimleiðinni. Bjössi Björn verður að passa sig því það er margt hættulegt á leiðinni, eins og eldur og eitur. Getur þú hjálpað Bjössa Birni að komast heim óhultur? Ronja Ræningjadóttir Ronja i Matthíasarskógi ,Ég held ég sé talin mjög ævintýragjörn, heiðarleg en frekar orkurik með ríka réttlætis kennd. Ég vil öllum vel en ég get líka verið dálítil frekja." Ronja Ræningjadóttir er stúlka sem býr í Matthíasarskógi ásamt foreldrum sínum og ræningjunum. Ronja er lífsglöð stúlka sem elskar að leika sér úti við og finnur sér alltaf eitthvað sniðugt að gera. I haust leikur hún á sviði í Borgarleikhúsinu en núna er hún í sumarfríi. Samt sem áður vildi hún endilega koma í stutt viðtal og segja krökkum aðeins frá sér. Hvernig persóna ert þú? „Ég held ég sé talin mjög ævin- týragjörn, heiðarleg en frekar orkurík með ríka réttlætiskennd. Ég vil öllum vel en ég get líka verið dálítil frekja.“ Hver er besti vinur þinn? „Það er Birkir Borkason, hann er langbesti vinur minn. Svo eru það allir ræningjarnir, náttúran og skógurinn. Þau eru sérlega góðir vinir mínir." Ertu kanhski smá skotin í Birki? „Ég veit það nú ekki,“ segir Ronja og hlær. „Það er svolítið skrýtið sko, það er alveg eins og við séum systkini. Hann erallavega langbesti vinur minn og við eigum örugglega eftir að vera saman alla ævi.“ Hefurðu einhvern tímann lent í því að verða það hrædd að þú stirðnar upp og geturekkertgert? „Já, til dæmis festi ég einu sinni fótinn í holu í miklum snjóskafli lengst inni í skógi og það voru litlir rassálfar undir mér. Svo kom skógarnorn sem ætlaði að taka mig og gera mér eitthvað mjög illt. En hún náði mér ekki og Birkir kom og bjargaði mér upp úr holunni. Ég var rosalega hrædd. Það var líka svo mikið frost, ég lá bara í snjónum og vonaði að mér yrði bjargað.“ Hélstu einhvern tímann að þú þyrftir að eyða öllum vetrinum í heilinum, þegar þú fórst að heiman? „Nei ég ætlaði eiginlega að fara aftur heim en samt hugsaði ég með mér að ég ætlaði alls ekki að fara aftur í Matthíasarborg ef pabbi vildi ekki fá mig til baka. Þá ætlaði ég bara að vera í hell- inum með Birki.“ Mamma þín kom og gaf ykkur brauð að borða. Var brauðið gott? „Lovísubrauð er besta brauð í heimi, það er brauðið hennar mömmu. Það er rosalega gott og gefur manni mikla orku.“ Hvernig þorðirðu að stökkva yfir Helvítisgjána? „Ég veit það ekki. Fyrst var ég svo hissa á að sjá Birki því ég hafði aldrei séð krakka áður, ég hafði bara séð fullorðna og ég vissi ekkert hvað þetta var. Mér leist ekkert á að það væri ein- hver krakki þarna hinum megin við gjárbakkann, eiginlega á mínu heimili. Ég var búin að heyra að Borkaræningjar væru óvinir okkar og mér leist ekkert á þegar hann manaði mig að stökkva. En þegar hann fór að stökkva sjálfur þá varð ég að gera það líka.“ Hvernig hljómar Úlfasöngurinn? „Hann er ofboðslega fallegur. Það er fallegasta lagið því það er lagið sem Lovísa syngur fyrir mig svo ég sofni. Hún syngur lagið fyrir mig og ræningjana þegar það er kominn háttatími. Það sofna allir þegar hún syngir Úlfasönginn.'1 Er eitthvað sem þú vilt segja við krakkana að lokum? „Ég vil segja þeim að njóta sum- arsins sem best og vera mikið úti í náttúrunni því hún er svo fal- leg og við eigum að vera góð við hana. Verið góð við vini ykkar, fjölskyldu og þá sem ykkur þykir vænt um. Það má alls ekki taka hluti í leyfisleysi sem þið eigið ekki, þið skuluð ekki vera ræningjar. Ég er ekki ræningi þó ég sé ræningjadóttir því ég neitaði að vera ræningi. Njótið þið sumarsins." Baldur Snær Matthíasson Krakkakynning Hvenær áttu afmæli? „5. júlí.“ í hvaða skóla ertu og í hvaða bekk? „Ég er að fara í Vatnsendaskóla í 5. bekk.“ Hvað finnst þér skemmtileg- asta fagið í skólanum? „Smíði.“ Æfirðu einhverja íþrótt? „Já, fótbolta með HK.“ Hvað finnst þér skemmti- legast að gera? „Vera í tölvunni og úti í fótbolta." og hvernig fannst þér hún? „Pirates of the Caribean. Mér fannst hún mjög góð.“ Hver er uppáhalds maturinn þinn? „Hamborgari.“ Hver er uppáhalds tölvu- leikurinn þinn? „Fifa 2006.“ Hvernig tónlist finnst þér skemmtilegast að hlusta á? „Rokk.“ Hvað ætlarðu að gera í sumar? „Ég er búinn að fara til útlanda, svo ætla ég í sumarbústað og útilegu." Hvað langar þig að verða þegar þú verður stór? .Atvinnumaður í fótbolta.“ Ef þú fengir eina ósk, hvers myndirðu óska þér? ,Að ég fengi endalausar óskir.' Baldur Snær llaldurSnærvillverðoalvinnu- m6ur I fótbolta enda æfirhann fótbolta með HK. Hvaða kvikmynd sástu síðast

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.