blaðið - 22.07.2006, Blaðsíða 33
blaöiö LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 2006
ÝMISLEGT I 33
Skemmtileg ævintýri í faömi vina
Það er ekki ýkja langt síðan að það
varð að hefð á íslandi að gæsa og
steggja verðandi brúðhjón. Hefðin
hefur fest í sess undanfarinn áratug
en á sama tíma hefur þessi skemmti-
lega hefð breyst töluvert. Fyrstu árin
virtist skipta meira máli að fylla
brúðhjónin og gera þau að fífli en
síðari ári hefur gæsun og steggjun
frekar snúist um samveru vina. Það
er því lagt upp úr því að hafa daginn
sem eftirminnilegastan, bæði fyrir
brúðhjónin sem og vinina. Hér eru
nokkrar hugmyndir um hvað er
hægt að taka sér fyrir hendur.
Súlufimi
Magadanshúsið býður upp á
súlufimi fyrir gæsa- og jafnvel
steggjapartý. Auk þess er hægt að
fara í stutt námskeið í break-dansi,
samkvæmisdönsum, magadansi og
fleira á ýmsum stöðum í borginni.
Minningakassi
Allir vinirnir og vinkonurnar
í partýinu finna einn hlut sem
minnir þau á viðkomandi stegg
eða gæs. Hlutirnir eru settir ofan
í kassa og steggurinn/gæsin tekur
einn hlut upp í einu og reynir að
giska hverjum hluturinn tilheyrir.
Heilmikil hlátrasköll og skemmtun
fylgir þessum leik.
Lautarferð
Ef veðrið er gott er fátt huggu-
legra en að setjast í græna laut, með
freyðivín, osta, jarðarber og fleira
góðgæti.
Hljóðver
Gæsin/steggurinn er dreginn
í hljóðver og látinn taka upp ást-
arlag handa makanum, vitanlega
með texta sem vinahópurinn hefur
samið. Lagið er svo spilað í brúð-
kaupinu, flestum til mikillar kátínu.
Flugferð
Það er ekki mjög dýrt að fá flug-
mann til að taka gæsina/stegginn í
stutta útsýnisferð um Reykjavík og
nágrenni. Hins vegar er það mjög
eftirminnilegt þar sem þetta er ekki
eitthvað sem er gert á hverjum degi.
Förðun
Fyrir gæsina og vinkonur hennar
getur verið gaman að fá förðunar-
fræðing til að farða hópinn áður en
farið er út á lífið. Eins gæti verið
gaman að fá spákonu í heimsókn
eða einhvern annan sem er fullur af
fróðleik um hvað svo sem hópurinn
hefur áhuga á.
Sjóferð
Það er ýmislegt tengt sjónum sem
hentar sérstaklega fyrir adrenalín-
fíkla. Má þar nefna bátsferð niður
straumharða á, kajakferð, sjóskíði,
köfun og margt fleira.
Lautarferð Það er einstaklega huggulegt að fara ílautarferð með vinunum
og vinkonunum, tilvalin stund til að njóta matar og vinskaparins.
SU DOKU LEIÐBEININGAR
Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1 -9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða
loðrett. Sömu tölu má aukin heldur aöeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar.
■ — — n
6 2 5 2 5 7 6 9
6 4 6 1 5 8 2
2 8 3 9 4 5
3 9 7 8 3
2 6 1 9 8 2 3
7 9 3 1 5 8 4
4 1 4 1 6
3 9 2 8 9 6 4 3
5 4 6 9 8 7
7 8 3 2 5 7 5 9 8
3 2 8 3
6 8 7 6 9
5 9 7 3 7 5
— 9 5 4 1 7 2
1 4 7 2 6
9 3 2 9 8 5 2 4
6 1 7 9 4
2 3 1 7 4 4 3 5
1 - . , L_