blaðið - 02.08.2006, Blaðsíða 14

blaðið - 02.08.2006, Blaðsíða 14
14 I FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 2006 blaðiö Zapatero: Solana verði borgarstjóri mbl.is | Spænski forsætisráðherr- ann Jose Luis Rodriguez Zapat- ero sagði í viðtali við dagblaðið ABC að hann vildi að utanríkis- málastjóri Evrópusambandsins Javier Solana byði sig fram fyrir borgarstjórakjör sem fer fram í Madrid á næsta ári. Blaðið sagði að Zapatero væri að leita að pólitískum þunga- vigtarmanni til að bjóða sig fram gegn núverandi borgar- stjóra, Alberto Ruiz-Gallardon sem er miðjumaður í íhalds- flokknum Partido Popular, eða Lýðflokknum eins og hann hefur verið nefndur á islensku. Sósíalistaflokkur Zapateros lagði Lýðflokkinn í síðustu þingkosningunum. Frá skrifstofu Zapateros bárust engin svör en heimildar- menn ABC sögðu að hann hefði engan akk í að snúa aftur til starfa í spænskum stjórnmálum. Götulistamaður óhræddur í miðbænum að næturlagi: Jojo kannast ekki við stríðsástandið ■ Lítið um slagsmál ■ Hefur ekki versnað segir yfirlögregluþjónn Eftir Val Grettisson valur@bladid.net Götulistamaðurinn og lifskúnst- erinn Jojo, sem spilar tónlist fyrir gangandi vegfarendur um helgar, segist ekki verða var við ofbeldið í miðbænum. Hann spilar flestallar helgar fyrir utan Pennann á Austur- stræti frá kvöldi og talsvert fram á nótt. „Maður spilar fyrir fólkið á leið- inni á djammið,“ segir Jojo sem hefur spilað undanfarin fjögur ár gangandi vegfarendum til mikillar ánægju. Hann segir að fólkið sé iðu- lega í góðu skapi og hann hafi afar sjaldan orðið vitni að slagsmálum í miðbænum og hefur aldrei séð átök í Austurstrætinu. „Tónlistin er svo mikil friðþæging fyrir fólkið,“ segir Jojo hlæj- andi og vill meina að hann eigi talsverðan heiður af friðinum í Austurstræti. Að sögn Jojo eru allnokkur fyrirmennin sem eiga leið fram hjá honum á nætur- bröltinu og segir Jojo að Jojo friðarstillir Böskarinn Jojo óttast ekki meint stríðs- ástand í miðborg Reykjavíkur um helgar Þórólfur Árnason fyrrverandi borg- arstjóri hafi átt leið hjá um daginn. „Hann tók bara lagið með mér,“ segir Jojo og áréttar að borgin sé nú ekki hættulegri en það að fyrrverandi borgarstjóri taki lagið á föstudagskvöldi. En Jojo hefur þó ekki sloppið alfarið við ofbeldið því hann lenti í árás fyrr á árinu þegar símanum hans var stolið og sjálfur fékk hann nokkra áverka. Þá var hann ekki að spila tónlist, heldur að skemmta sér. Hann vill meina að hann hafi bara verið óheppinn í því tilviki en tekur árásinni þó ekki létt. „Það má vera sýnilegri löggæsla og jafnvel að borgin komi einhvern veginn að henni,“ segir Jojo en hann vill gera göturnar öruggari án þess þó að hann sé að tala um einhvers skonar stríðsástand ríki. „Minn boðskaður er að allir eiga lifa í friði og ég ætla að leggja mitt á vogarskálarnar með því að spila í Austurstrætinu og halda alla vega friðinn þar,“ segir Jojo sem ætlar þrátt fyrir allt að spila fyrir gesti og gangandi næstu helgi. Haft var samband við Hörð Jóhannesson yfirlögregluþjón og segir hann að ástandið sé ekki verra en það hafi verið hingað til og bendir á að ekki sé allur ófriðurinn á miðborgar- svæðinu. Hann bendir einnig að ölvun- arlæti um helgar hafa minnkað stórlega u n d a n - farin ár. Alþjóðleg könnun: Hamingjusamir fslendingar Islendingar eru fjórða hamingjusam- asta þjóð í heimi samkvæmt könnun sem breski háskólinn í Leicester lét gera fyrir stuttu. Frændur okkar Danir mældust hamingjusamastir, þá Svisslendingar og loks Austurrík- ismenn. Könnunin náði til 178 landa en almennt var ham- ingjan mest í þeim löndum þar sem fólk hafði jafnan aðgang að menntun og heilbrigðisþjónustu. Óhamingjusamastir voru íbúar Afríkuríkjanna Búrúndí na QimKaKvp LIU Ljónsungi: Óbærileg heimsókn Dýralæknir athugar ástand ljónsunga í dýragarðinum í Múnster í Þýskalandi. Þrír ungar fæddust í garðinum snemma í síðasta mánuði og er vel fylgst með ástandi þeirra frá degi til dags. m Alvöru Ijallahjól Full búð af góðum tilboðum Útsalan hafin Rockadile AL 26 Rockadile AL 26 Frábært 21 gíra Bauja hífð upp Þessi bauja sem er hluti af viövörunarkerfi bilaði. Þurfti því aö taka hana upp og gera við hana. Flóðbylgjuvarnir í Asíu: Setja upp 500 viðvörunarhorn mbl.is | Stjórnvöld í Indónesíu ætla að setja upp á þessu ári 500 viðvör- unarhorn á möstrum sem notuð eru til farsímasendinga. Hornin verða hluti af viðvörunarkerfi fyrir íbúa við strendur landsins vegna hættu á flóðbylgjum. Viðvörunarkerfið mun kosta um 112 milljónir evra, eða sem svarar um tíu og hálfum milljarði króna. Viðvörunarkerfin verða ræst ef jarðskjálftar verða sem valdið geta flóðbylgjum og ættu þau að ná til fólks í a.m.k. þriggja kílómetra rad- íus. Sjónvarps og útvarpsstöðvum verður einnig gert að tengjast viðvörunarkerfinu. Um 600 manns létust í flóðbylgju sem varð þann 17. júlí sl. Rúmlega 213.000 manns létust í flóðbylgjunni sem varð í desember árið 2004, þar um 130.000 manns í Indónesíu. Mjög hefur verið þrýst á yfirvöld um að koma á viðvörunarkerfi við strendur landsins en tæknilegir örð- ugleikar og fjárskortur hefur valdið því að því hefur enn ekki verið komið upp.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.