blaðið - 02.08.2006, Blaðsíða 31
Áfengis- og vímuefnaneysla
Til umhugsunar!
Unglmgadrykkja
Rannsóknir sýna að tengsl eru á milli ýmissa neikvæðra hliða áfengis- ag vímuefnaneyslu og þess að hefja neyslu
áfengis á unga aldri, s.s. að því fyrr sem neysla hefst þeim mun:
1. Meiri líkur eru á vandamálum í æsku, s.s. samskiptavanda við foreldra og fjölskyldu;
2. Meiri líkur eru á vandamálum tengdum námi og skólagöngu;
3. Meiri líkur eru á hegðunarvanda;
4. Meiri líkur eru á neyslu ólöglegra vímuefna;
5. Meiri líkur eru á misnotkun og mikilli og skaðlegri áfengisneyslu á fullorðinsaldri.
Viðhorf foreldra hafa mikil áhrif á áfengisneyslu barna. Börn og ungmenni foreldra sem veita börnum sínum oft
áfengi drekka um það bil þrefalt meira en börn sem fá aldrei áfengi hjá foreldrum sínum.
Sýnum ábyrgð og árvekni og styðjum börn og ungmenni í að hafna neyslu áfengis og annarra vímuefna.
Ölvunarakstur
Akstur undir áhrifum áfengis eða lyfja er ein af þremur algengustu orsökum banaslysa í umferðinni. Auk þess verða
margir fyrir alvarlegu heilsutjóni, jafnvel ævarandi örorku, vegna ölvunaraksturs. Petta er hægt að koma í veg fyrir
með hugarfarsbreytingu og þeirri ófrávíkjanlegu reglu að aka aldrei undir áhrifum áfengis. Mikilvægt er að ökumenn
hafi í huga að ekki er hægt að flýta fyrir niðurbroti vínanda í blóði með neinum.
Kaffidrykkja, köld sturta, líkamsæfingar eða annað slíkt leiða ekki til þess að það renni hraðar af fólki.
Ölvun
Áfengi dregur úr dómgreind, þ.e. hæfninni til að draga ályktanir og hugsa rökrétt. Ölvun dregur einnig úr hömlum.
Ölvuð manneskja á erfiðara með að sjá fótum sínum forráð en ódrukkin og getur orðið sjálfum sér og öðrum
hættuleg. Ölvun býður því margs konar hættum heim:
- u.þ.b. þriðjungur drukknana er vegna ölvunar,
- um helmingur morða er framinn undir áhrifum áfengis,
- stóran hluta afbrota má rekja til ölvunar og
- flestar nauðganir verða þegar gerendur og þolendur eru drukknir.
Sýnum aðgát og ábyrgð við neyslu áfengis.
Bestu óskir um ánægjulegt ferðalag og sumarfrí.
FRÆÐSLUMIÐSTÖD í FÍKIMIVÖRNUM
www.forvarnir.is