blaðið - 02.08.2006, Blaðsíða 8

blaðið - 02.08.2006, Blaðsíða 8
8IFRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 2006 blaðift Ovissuástand í kjölfar fregna af veikindum hins þaulsetna leiðtoga: Castro tímabundið frá völdum Raul Castro tekur við af bróður sínum Útlagar í Miami i Flórída fögnuðu á götum úti Fidel Castro, einræðisherra Kúbu, hefur í fyrsta sinn frá því að hann komst til valda árið 1959 látið tíma- bundið af völdum. Kúbumönnum var tilkynnt á mánudag að forseti þeirra væri veikur og myndi gang- ast undir skurðaðgerð vegna inn- vortis blæðinga. Á meðan forsetinn jafnar sig mun yngsti bróðir hans, Raul, fara með völdin í landinu. Raul gegnir meðal annars embætti varnarmálaráðherra á Kúbu og er næstæðsti yfirmaður heraflans á eftir bróður sínum. f bréfi sem Fidel Castro skrifaði og var lesið upp í sjónvarpi á mánudag kemur fram að hann hafi ákveðið að bróðir sinni tæki við völdum tímabundið vegna vaxandi ógnar frá Bandaríkjunum. Erlendar frétta- stofur sögðu í gær að Fidel Castro hafi nú þegar gengist undir aðgerð- ina en ekki hefur verið tilkynnt um hvar og hvenær hún fór fram. Bréf Fidel Castro til þjóðarinnar var lesið upp í sjónvarpi á mánudag og í því kemur meðal annars fram að sökum mikilla anna undanfarið og tíðra ferðalaga hafi hann verið undir miklu líkamnlegu álagi. Enn- fremur kemur fram í bréfinu að for- setinn yrði frá störfum í nokkrar vikur meðan hann jafnar sig eftir skurðaðgerðina. Fidel Castro verður áttræður í þessum mánuði og áttu mikil hátíðarhöld að fara fram í landinu í tilefni þess. Þeim hátíðar- höldum hefur verið frestað að beiðni forsetans fram í desember. Erlendar fréttastofur sögðu í gær að Fidel Ca- stro hafi nú þegar gengist undir að- gerðina en ekki hefur verið tilkynnt um hvar og hvenær hún fór fram. Fréttirnar benda til að breyt- ingar eru í loftinu á Kúbu. Stjórnmálaskýrendur deila um hversu alvarlegt ástand Castro kunni að vera. Stephen Gibbs, fréttamaður breska ríkisútvarpsins (BBC) í Havana segir þá staðreynd að Castro hafi ekki komið fram sjálfur og gert grein fyrir ástandi sínu á mánudag hafi orðið til þess að Kúbumenn óttist að ástand for- setans muni vera alvarlegra en yfir- völd vilja meina. Einnig er bent á að Raul Castro hefur ekki komið fram opinberlega eftir að tilkynnt var um veikindi forsetans. Raul Castro er fimm árum yngri en Fidel. Þrátt fyrir að skorta per- sónutöfra og málfimi eldri bróð- urins er hann sagður hafa trausta stjórn á hernum. Hann hefur verið meira áberandi við stjórn landsins að undanförnu og lét þau orð falla á dögunum að líklegast mun hópur helstu samverkamanna forsetans taka við stjórn landsins falli hann frá. Bandarískir sérfæðingar í mál- efnum Kúbu segja Raul líklegan til þess að beita hernum óspart til þess að viðahalda stjórn kommún- istaflokksins falli forsetinn frá en muni hins vegar líta til reynslu Kín- verja síðustu áratuga af samblandi að flokkseinræði og innleiðingu markaðsbúskapar. Fagnað í Miami Fréttunum var fagnað á götum Miami-borgar í Flórída í Bandaríkj- unum og flugeldum skotið á loft.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.