blaðið - 02.08.2006, Blaðsíða 37

blaðið - 02.08.2006, Blaðsíða 37
I blaöiö MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 2006 kolbrun@bladid.net Afmælisborn dagsms JAMES BALDWIN RITHÖFUNDUR, 1924 JACK WARNER KVIKMYNDAFRAMLEIÐANDI, 1892 PETER O'TOOLE KVIKMYNDALEIKARI, 1932 nnan Bókasafns Hafnarfjarðar er að finna stærstu tónlistar- deild landsins á almennu bóka- safni. Þar er að finna um það bil 35.000 safngögn; vínylplöt- ur, geisladiska, myndbönd, DVD, bækur og nótur; nánast allt til út- láns. Aðeins Ríkisútvarpið á stærra vínylplötusafn. í árslok verða 40 ár liðin frá því að tónlistardeildin hóf að lána út hljómplötur og var hún lengi vel eina tónlistardeildin sem gerði slíkt í íslensku almennings- bókasafni. Breiður tónlistarheimur Valdemar Pálsson hefur verið for- stöðumaður tónlistardeildar safns- ins frá árinu 2000. Hann segir að sögu safnsins megi rekja aftur til ársins 1958. „Þá lagði organistinn í bænum Páll Kr. Pálsson fram þá hugmynd að stofna deild eins og þessa. Árið 1959 veitti bærinn 10.000 krónur til stofnun hennar og ári síðar arfleiddu sæmdarhjón- in Friðrik Bjarnason, tónskáld og fyrrverandi organisti, og Guðlaug Pétursdóttir, Hafnarfjarðarbæ að stórum hluta verka sinna og mæltu svo fyrir í erfðaskrá, að bækur og munir skyldu varðveittir í bókasafn- inu. Er safnið hið merkasta, um 2000 gögn, mest bækur um tónlist, nótur og músíkblöð, sumt ófáanlegt annars staðar og í rauninni ómetan- legt. Segja má að upp frá þessu hafi tónlistardeildin alltaf verið að vaxa. Tónlistardeildin var nefnd Friðriks- deild eftir að gjöf þeirra hjóna var afhent safninu. Árið 1966 hófust útlán úr tónlistardeildinni. Þetta var í fyrsta sinn á íslandi sem slíkt var gert og nánast einsdæmi í heim- inum. Gæðin ráða Valdemar segir safnið hafa vaxið í tónlistardeildinni eru um það bil 35.000 safngögn, jafnt og þétt: „Samkvæmt talningu eru 21.347 hljóðrit á safninu, sem þykir mjög myndarlegt erlendis en þá er ég ekki að miða við tónlist- arsafnið í Rotterdam sem á 4000 hljóðrit. Ég kaupi inn eins breitt og hægt er: klassíska tónlist, djass- tónlist, þjóðlög, heimstónlist, popp, rokk, kvikmyndatónlist, og tón- verk sem samin eru eftir árið 2000 kaupi ég markvisst. Ég reyni að láta gæðin ráða, kaupi það besta. f út- lánatölum er mest lánað af poppi og menningarmolinn Hitler verður Der Fúhrer Með láti þýska forsetans Paul von Hindenburg varð kanslarinn Adol Hitler einvaldur Þýskalands á þessum degi árið 1934 og tók sér titilinn „Fuhrer“. Hitler sagði þjóð sinni að þriðja ríkið myndi standa í þúsund ár en ellefu árum síðar var Þýskalands nasismans fallið. Hitler framdi sjálfsmorð 30. apr- íl 1945 ásamt Evu Braun, ástkonu sinni sem hann hafði kvænst kvöld- ið áður. Á valdatíma Hitlers var um sex milljónum gyðinga og 250.000 sí- gaunum útrýmt. Sömuleiðis voru póltitískir andstæðingar stjórnar- innar, fatlaðir einstaklingar, sam- kynhneigðir og aðrir sem taldir voru óæskilegir líflátnir kerfis- bundið. Stríðið sem Hitler leiddi Evrópu út í kostaði gríðarlegt mannfall. í Sovétríkjunum einum létust um 20 milljónir manna. Adolf Hitler er talið eitt mesta ill- menni mannkynssögunnar. .. Bruno Cocset Balazs Kakuk Sjaldheyrð hljóðfæri í Skál- holti Dagskrá síðustu Sumartónleika- helgi í Skálholti hefst fimmtu- daginn 3. ág- úst og stendur fram á mánudaginn 7. ágúst. Meðal flytjenda ber að nefna ung- verska bari- tóngömbuleik- arann Balazs Kakuk sem kemur fram á tónleikum á fimmtudag og laugardag. Mun þetta vera í fyrsta sinn sem leikið er á baritóngömbu á opinberum tónleikum á (slandi. Annar gestur þessa helgi er franski sellóleikarinn Bruno Cocset og landi hans Maude Gratton semballeikari en þau munu koma fram á tónleikum á laugardag, sunnudag og mánu- dag. Aðrir flytjendur um helgina eru Bachsveitin í Skálholti og Camerarctica en síðarnefndi hópurinn leikur nú í fyrsta sinn opinberlega á hljóðfæri klass- íska tímans. Á tónleikum þeirra á laugardagskvöldið kl. 21 mun til að mynda heyrast í klassískri flautu, klassisku klarinetti og náttúruhorni í verkum eftir W.A. Mozart og fleiri. Flauta og org- el í Hallgríms- kirkju Fimmtuaaginn 3. ágúst koma hjónin Pamela De Sensi flautu- leikari og Steingrímur Þórhalls- son, organisti Neskirkju, fram á hádegistónleikum á vegum Alþjóðlegs orgelsumars í Hallgrímskirkju en tónleikarnir hefjast kl. 12. Þau hjón kynntust í heimalandi Pamelu, Italíu, þar sem Steingrímur stundaði framhaldsnám í orgelleik. Frá 2002 hefur hann verið organisti í Neskirkju en hún hefur kennt flautuleik auk þess sem þau hafa bæði komið fram á tón- leikum, bæði sem einleikarar og saman sem dúó. Á efniskrá þeirra eru tvö verk. Fyrst leikur Steingrímur Kóral nr. 3 í a-moll eftir César Frank, einn þriggja kórala sem hann skrifaði síðasta æfiár sitt, árið 1890. Síðara verkið er Sept chorals (Sjö sálmalög) fyrir þver- flautu og undirleik eftir franska 20. aldar tónskáldið Jean Fjársjóður tónlistar- áhugamannsins aldemar Pálsson. Hann er forstöð, maður tónlistardeildar Bókasafns Hai arfjarðar en þar er að finna stærsU ‘tónlistardeild landsins á almennu bókasafni. rokki. Þrátt íyrir það sem fólk gæti haldið þá er meira lánað út í klassík en djassi og heimstónlist." Vínylplatan stendur fyrir sínu Á safninu er mikið magn vínyl- platna og nokkuð er sótt í útlán á þeim. „Sem betur fer er til fólk sem á enn þá plötuspilara og vill fremur hlusta á plötur en geisladiska. Það er ekki sami hljómur á plötum og geisladiskum og mörgum finnst platan betri því hljóðið er mýkra og fallegra en það er hins vegar skýr- ara á geisladisknum. Það eru mikil mistök að henda plötuspilaranum sínum en margir halda að það tæki sé orðið úrelt. Plötuspilarar eru hins vegar enn framleiddir í stór- um stíl og eru orðnir mjög vandaðir gripir. Það er sorglegt að menn sku- li ekki nýta plötuspilara sína þegar þeir hafa aðgang að jafnfínu safni og þessu,“ segir Valdemar.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.