blaðið - 02.08.2006, Blaðsíða 28

blaðið - 02.08.2006, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 2006 blaöiö íþróttir ithrottir@bladid.net Vill losna frá Juventus Patrick Viera vill ólmur losna frá Juventus eftir að liðið var dæmt í b-deildina á Ítalíu. Hann var orðaður við Inter Milan, en nýverið sagði hann sjálfur möguleika vera á endurkomu i enska boltann, þó ekki til Arsenal heldur til erkifjendanna í Manchester United. Skeytin inn Eftir að hafa selt Ruud van Ni- stelrooy til Real Madrid þá mun Alex Ferguson treysta enn frekar á Wayne Roon- ey hvað varðar marka- skorun. Eftir frekar slaka frammistöðu og rautt spjald í 8 liða úrslitunum Ferguson. sneri Rooney aftur til Englands og lék sinn fyrsta æfingaleik með United. Leikmaðurinn virðist ætla að standa undir væntingunum því hann skoraði fallegt mark í leiknum og var síógnandi að mati VILTU SKJOL A VERÖNDINA? Dalbraut 3,105 Reykjavík - Nánari upplýsingar í sima 567-7773 og 893-6337 um kvöld og helgar MARKISUR www.markisur.com Leiktíðin í NBA hefst um mánaða- mót október og nóvember og liðin eru að þreifa fyrir sér á leikmanna markaðinum. Það hefur margt breyst,leikmenn koma og fara. Aðrir verða um kyrrt. Leikmannamál í NBA Þrír ungir stjörnuleikmenn sömdu aftur við lið sín; LeBron James við Cleveland, Dwayne Wa- de við Miami og Anthony Carmelo við Denver. Það sem vekur athygli er hins vegar að þessir leikmenn ákváðu að gera aðeins þriggja ára samninga, í stað fimm ára sem hefði getað fært þeim andvirði ríflega sex milljarða króna. Þar með eiga þeir möguleika á að gera enn stærri samning eftir þrjú ár og halda jafnframt opnum möguleik- anum á að semja við annað lið að þeim tíma liðnum. Horfa menn þá sérstaklega til þess að LeBron Jam- es gæti farið frá Cleveland ef liðið verður ekki farið að keppa um meistaratitla og að Dwayne Wade kynni að yfirgefa Miami ef liðinu hrakar eftir því sem Shaquille O’Neal eldist og hættir að lokum. Frjálsir samningar Stærstu viðskiptin í sumar eru án efa kaup New Orleans á framherjan- um Peja Stojakovic frá Indiana og kaup Chigaco á miðverðinum Ben Wallace frá Detroit. Báðir leikmennirnir komu á frjálsum samningum og gerðu verð- mæta samninga við félögin. Það sem vekur athygli er að þeir gera langtímasamninga en báðir leik- mennirnir í eldri kantinum þannig að þetta gætu orðið óhagstæðir samningar fyrir félögin innan fárra ára. Umdeilt Umdeildasti samningur ársins er líklega samningur Denver við brasilíska framherjann Nene en í fyrra höfnuðu þeir 3 milljarða lang- tímasamningi við hann. I upphafi leiktíðarinnar meiddist hann og var ekkert meira með í vetur en í sumar endurnýjuðu Denver samn- inginn við Nene sem kostaði þá 4,5 milljarða. Peja Stojakovic New Orleans Hornets Fæddur 9 júní 1977 205 sm. Framherji Kom frá Serbiu og Svartfjalla- landi. Var valinn 14. í nýliðavalinu 1996 af Sacra- mento og fékk risa- samning eftir þrjú ársem nýliði. Seldur til Indiana í fyrra en þeir seldu hann áfram núna til New Orleans fyrir valrétt í nýliðavalinu í ár. Hann gerði afar verðmætan samning við félagið. ■ Valinn þrisvar í úrvalslið NBA (2002, 2003 og 2004) I öðru sæti yfir bestu nýtingu vítaskota (.915) Skoraði flest stig í einum leik fyrir Indiana í vetur (34 stig) IMI ÍDJiJJfJ J r Fréttablaðsins: íið borið út íóttu til Æmrerfl FrttS ■ okki milli sex Og sjo ao •1 fS nú Talsverð upp: -25assíssf Sf™embLaðera6r46a iga til starfa um n®t'fauglýst næstu ðégum ( vl6 Mf?SSlneittaðnóttu sz&gsvsrz - "°gna auKmna * _sþs Morgunbladid býdur blaðbera Fréttablaðsins velkomna til starfa Hringið og fáið upplýsingar um laus hverfi í síma 569 1440 eða sendið tölvupóst á bladberi@mbl.is Fréttablaðlð 29. júlí sl. Ben Wallace Chicago Bulls Fæddur 10. september 1974 202 sm. Miðvörður LeBron James Cleveland Cavaliers Fæddur 30. desember 1984 199 sm. Framherji Kom frá framhaldsskólaliði Virginíu. Wallace fór ekki í gegnum nýliðavaliö held- ur kom á frjálsri sölu til Washington 1996. Þaöan var hann seldur tii Orlando og síöan fór hann í skiptum fyrir Granl Hill til Detroit. (sumar fór hann á frjálsum samningi til Chicago og gerði mjög verðmætan samning við liðið. ■ Þrisvar sinnum í úrvalsliði NBA Varnarmaður NBA '02/'03, '04/05 og '05/06 Valin I varnallð NBA 2005 og 2006 Á topp 5-listanum yfir var- in skot og stolna bolta í NBA Dwayne Wade Miami Heat Fæddur 17. janúar 1982 190 sm. Bakvörður Kom f rá framhaldsskóla liði Marquette. Var valinn fimmti í nýliðavalinu 2003 af Miami. Fyrsti nýliði Miami til að vera kosinn leikmaður vikunnar i NBA. ■ Vallnn í nýliðalið ársins 2004 Leiktíðln '05/06 27,2 stig að meötali í leik 5.7 fráköst 6.7 stoðsendingar Kom frá framhaldsskólaliði St. Vincent. LeBron var valinn fyrstur í nýliðavalinu 2003 og ári síðar valin nýliði ársins í deildinni. Einn af fáum nýliðum NBA til aö skora að meðaltali 20 stig í leik, takafimm fráköstog eiga fimm stoðsendingar. ■ Nýliöi ársins '03/'04 Leiktíðin 05/06 34,1 stig að meðtali í leik 7,0 frá- köst 6,6 stoð- sendingar Anthony Carmelo Denver Nuggets Fæddur29. maí 1984 199 sm. Framherji Kom frá framhaldsskólaliði Syracuse. Valinn þriðji i nýliðavalinu 2003 af Denver og á fyrstu leiktíð sinni í NBA var hann marsinnis valinn nýliðl mán- aðarsins. ■ Valinn í nýliðalið ársins 2004 Leiktíðin '05/ 06 26,6 stig að meðtali í leik 4,9 fráköst 2,7 stoðsendingar

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.