blaðið - 02.08.2006, Blaðsíða 25
blaðið MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 2006
25
veiði
veidi@bladid.net
Losnið við karlinn
„Gefiö karlmanni fisk og hann á mat
út daginn. Kennið honum aö fiska og
þú losnar þú viö hann alla helgina.“
Zenna Schaffer
Friður og fegurð i náttúru íslands:
Bara bónus að fá fisk
Unnur Helga Óttarsdóttir
er áhugamanneskja um
laxveiði og hún er dugleg að
festa á filmu dýrmæt augnablik úr
sinum veiðitúrum.
„Ég er nýkominn með veiðidelluna
og reyni sem oftast að komast út úr
bænum í lax. Ég fékk minn fyrsta
lax í fyrra í Eystri-Rangá í fyrra,
það var 6 punda fallegur fiskur
og eftir það varð ekki aftur snúið.
Maðurinn minn hefur stundað
stangveiði í mörg ár og það má
segja að hann hafi smitað mig af
þessu. Það er mjög gaman að deila
þessu áhugamáli og við reynum að
fara sem mest saman í veiðiferðir.
Hann er þó meðlimur í hinum ýmsu
karlaklúbbum sem stunda veiði og
þar eru konur ekki æskilegar. Ég
þarf því líklega að fara að koma
mér í einhvern kvennaklúbb sem
fer endrum og eins í laxveiði," segir
Unnur Helga og hlær.
Unnur hefur enn sem komið er
ekki veitt mikið á flugu og segist
ekki vera sérlega lagin við það.
En hún ætlar svo sannarlega að
bæta kunnáttuna því hún stefnir
bráðlega að því að sækja námskeið
þar sem tökin á flugunni eru
kennd.
„I september er ég nefnilega að
fara í Norðurá með manninum
minum þar sem einungis er
leyfilegt að veiða á flugu og því
verð ég að vera búin að læra þetta
áður en ég held þangað."
Unnur Helga þarf ekki að hugsa
Fegurðin í náttúrunni
Þessa mynd tók Unnur Helga
við Eystri Rangá
sig mikið um þegar hún er spurð
um eftirlætis veiðistaðinn. „Eystri
Rangá er í miklu uppáhaldi hjá mér,
þar fékk ég minn fyrsta lax og áin
er mér þess vegna mjög kær. Þar er
líka fín aðstaða og gott að vera. I
síðustu viku var ég einmitt þar og
átti þar yndislega daga við veiði."
Laxveiði er ekki gefins frekar en
annað i þessum heimi en Unnur
Helga telur að kostnaðurinn ætti
ekki að þurfa að stíga fólki til höfuðs.
„Þetta er vissulega ekki ódýrt sport
en kannski ekki mikið dýrara en
önnur áhugamál sem fólks stundar.
Þetta er svo sannarlega þess virði
og ég sé ekki eftir krónu sem ég
ver i veiðina. Það er ómetanlegt
að vera út í í íslenskri náttúru og
njóta kyrrðarinnar. Svo er það bara
bónus ef maður fær fisk.“
Veiðisagan
Krækti í
þann stóra
Örn Árnason leikari er mikill
veiðimaður og kann því
nokkrar góðar veiðisögur.
Minnisstæðust er sagan
þegar hann krækti í þann
stærsta á ævinni. „Ég, Jóhann
Sigurðarson leikari, Sigurður
Sigurjónsson og fleiri vorum
við veiðar. Það var frekar
hvasst og við vorum að veiða
á flugu. Það gustar ansi
hressilega á móti okkur á
svæðinu og ég er að kasta
flugunni. Svo lendi ég í því að
Ifnan böðlast einhvern veginn
fyrir framan mig og kuðlast í
andlitið á mér. Um leið fann ég
smá sting í nefið og uppgötva
svo hvers kyns er, að ég er
búinn að fá fluguna í nefið.
Það var ekki mjög þægilegt.
Ég ætlaði að losa hana en þá
var agnúið því miður farið inn
fyrir. Samt sem áður klippi ég
fluguna úr nefinu. Síðan labba
ég upp á land til Jóa og segi að
ég hafi nú krækt í þann stærsta
á ævinni, um 200 pund. Hann
hváir en sér síðan hvers kyns er
og fær óstöðvandi hláturskast.
Hann skoðar þetta í bak og
fyrir og skildi ekkert í því hve
vel gert þetta var hjá mér. Við
fórum svo upp f Reykjahlíð og
þar var hjúkrunarkona sem tók
á móti okkur. Hún fjarlægði
þetta með smá skurðaðgerð,
það blæddi pínu en það hætti.
Þetta var mikil fluga sem ég
fékk f nefið. Það voru nokkur
vitni að þessu og þetta vakti
heilmikla lukku,“ segir Örn og
hlær. „Fólk flækir flugurnar oft
f rassinn á sér en kannski ekki
í nefið. Til allrar lukku var ég
með gleraugu þannig að þetta
fór ekki þangað. Ég get prísað
mig sælan að þetta hafi farið í
nefið en ekki augun.“
Við reykjum fiskinn
REYKOFNINMhyj
Skemmuvegur 14 • 200 Kópavoc
Fax 587 2134 • Sími 557 2122
Drcifiiij;: Vciðihtisið • Hólmaslóð 4*101 Reykjavík • Siini: 562 0095 - 898 4047
Veiðiportið
Ertu orðin leiður á að borga
500-700 fyrir einn spún?
Spúnar á aðeins 295 kr!
Veiðiportið, fyrir
hagkvæma veiðimenn!
Grandagarði 3.
Sími: 552-9940
www.bilamarkadurinn.is
s: 567-1800 (HTR(^Y7I\
PEUGEOT 206 CC 2,0 árg.03
Ek.l5.þV.l,800,-Lán.1,395,-
TOYOTA YARIS 1,0 '99 Ek.87.þ V.550,-
VW BJALLA 2.0 '03Ek.61þ.
V.1,890,-Lán.1,550,-
AORIA CLASSICA 613PK HJÓLHÝSI
03/06 V.2,700,-Lán.2,200,-
NISSAN PATR0L SE+ 35" 03/99