blaðið - 02.08.2006, Blaðsíða 16

blaðið - 02.08.2006, Blaðsíða 16
blaði Útgáfufélag: Árog dagurehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson Ritstjóri: Sigurjón M. Egilsson Fréttastjóri: Brynjólfur Þór Guðmundsson Ritstjórnarfuiltrúi: Janus Sigurjónsson Ýkjur og staðreyndir Vissulega er er vont þegar menn berja hver annan og vissulega er það vont þegar rúður eru brotnar og aðrar eigur okkar eru skemmdar af fólki í ölvímu eða vímu annarra fíkniefna. Það er böl hversu illa við látum þegar við höldum okkur vera að skemmta okkur. Hitt er annað að það er engin ástæða til að gera meira úr vandanum en efni standa til. Engin ástæða. Þeir sem hafa ráðið sig, eða hafa verið kjörnir, til að gæta að velferð okkar hinna verða að gæta hófs í því sem þeir segja og því sem þeir gera. Ástæðu- laust er að tala sem vandinn sé meiri en hann er, og ástæðulaust er að halda þvi fram að breytingar hafi orðið til hins verra. Um það er deilt og um það sýnist sitt hverjum. Þess vegna er krafa okkar að þeir sem ábyrgðina bera geri það með reisn, yfirvegun og hófsemi. Alla tíð hefur það verið svo þegar drukkið fólk kemur saman í stórum hópum þá er hætta á að illa fari. Þá skiptir minnstu hvort það er á manna- mótum í nafni hátíða eða hvort það er skipulagslaust í miðborg Reykja- víkur. Þannig hefur þetta verið og þannig verður það. Eina sem unnt er að gera, er að reyna að lágmarka skaðann, ofbeldið og hrottann. Þrátt fyrir að borið hafi á ýkjum í umræðunni virðist sem ákveðin firr- ing sé meðal fólks. Bílum og hjólum er ekið á áður óþekktum hraða, mátt- litlir smáglæpamenn ógna fólki með bareflum eða öðrum vopnum og láta sem ekkert sé sjálfsagðra en að ryðjast inn á fólk og krefjast peninga, of- beldisfullir menn leggja leið sína þar sem fólk er samankomið og berja mann og annan. Fæst af þesu er nýtt, því miður. Þetta er þekkt, helst að nú hafi bæst við glæpaakstur vélhjólafólks. Annað hefur fylgt okkur. Krafan sem er hægt að gera til þeirra sem bera ábyrgðina er að almenn- ingur geti farið um í sæmilegri vissu um að verða ekki ógnað af samborg- urunum, hvort sem fantar bera hnúajárn eða kraftmikil ökutæki. Það er hlutverk hins opinbera að tryggja frið borgaranna. Þrátt fyrir að margt sé að bætir það ekki stöðuna ef lögregla eða ráðamenn tala um að verr sé fyrir okkur komið en það er í raun. Ýkjurnar skemma. f langan tíma hefur miðborg Reykjavíkur verið sem yfirgefinn vígvöllur að morgni laugardaga og sunnudaga. Það er ekkert nýtt að yfir götum og gangstéttum sé glersalli, rænulítið eða jafnvel rænulaust fólk á bekkjum eða götum, hópur fólks á stórtækum vinnuvélum að keppast við að koma öllu í betra horf áður en ibúarnir vakna og sorgin og eymdin blasir við öllum sem sjá vilja. Þannig hefur þetta verið og þannig er þetta. Kannski er mesta furða hversu margir komast heilir heim eftir slíka óvissuferð sem það er að fara í mannsöfnuðinn. Þrátt fyrir hversu bagalega er fyrir okkur komið verðum við að forðast að ýkja frásagnir af ólifnaðnum og finna leiðir til að bæta lífið. Staðreyndirnar eru nægar og ýkjur eru þarflausar. Sigurjón M. Egilsson. Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjóm & auglýsingar: Hádegismóum 2,110 Reykjavík Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Simbréf á auglýsingadeild: 510 3711 Netföng: bladid@bladid.net, frettir@bladid.net, auglysingar@bladid.net Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins Dreifing: íslandspóstur ýsendur, upplýsingar veita: Rúnarsdóttir • Simi 510 3727 • Gsm 856 4250 • kata@bladid.net ison • Sími 510 3723 • Gsm 691 2209 • maggi@bladid.net 16 I ÁLIT MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 2006 blaðið 3* Er refsivarslan blönk? 1 október 2004 birti samkeppn- isráð ákvörðun sína um ólögmætt samráð olíufélaganna, Esso, Shell og Olís. Rannsókn hafði þá staðið yfir á félögum frá þvi i desember 2001, er húsleit var gerð hjá þeim vegna meintra brota á samkeppnislögum. Stjórnendum tveggja olíufélag- anna, Esso og Olís, varð Ijóst nokkru síðar að best væri að starfa með Sam- keppnisstofnun; taka þátt í að upp- lýsa hverning samráðið fór fram, hverjir tóku þátt í því og hvar þeir héldu fundi sína, ef því var að skipta. Þetta var gert í von um afslátt stjórn- valdssekta. Sú varð raunin. Frá því er ákvörðun Samkeppnis- ráðs lá fyrir hefur málið svo velkst áfram í kerfinu. Fyrst skutu félögin ákvörðun Samkeppnisráðs til áfrýj- unarnefndar samkeppnismála, sem lækkaði stjórnvaldsektirnar, og síðan til héraðsdóms. Væntanlega er málskotið til dómstóla gert í von um enn meiri sektarafslátt. Þetta er rétt hugsað hjá stjórnendum hinna brotlegu félaga, þar sem fyrrverandi forsætisráðherra og núverandi seðla- bankastjóri, Davið Oddsson, hefur sagt það í raun tilgangslaust að sekta olíufélögin, því þau muni velta sekt- inni beint yfir á neytendur þ.e. hina sömu og félögin hafa í gegnum tíð- ina snuðað með ólögmætu samráði. Samkeppnislög gera ráð fyrir því að þeir sem brotlegir gerast við lögin geti þurft að sæta refsingu, sektum og jafnvel fangelsi, ef sakir eru miklar. Samkeppnisstofnun beindi því samráðsmáli olíufélaganna til rikis- lögreglustjóra, sem á m.a. samkvæmt lögum að rannsaka hvítflibbaglæpi. Yfirmaður þeirrar ágætu ríkisstofn- unar ætlaði i fyrstu ekki að vilja taka við málinu, þó hann hafi verið fús til flestra verka í refsivörslunni. Gerði það þó að lokum; lauk rann- sókninni á undraskömmum tíma og sendi málið ríkissaksóknara til ákvörðunar um útgáfu ákæru. Rikissaksóknari setti einn mann í að fara yfir samráðsmál olíufélag- anna, sem er þó mikið umfangs. Sá má bara vinna við það i dagvinnu. Reiknar hann þvi ekki með að kom- ast til botns í því, hvort til ákæru komi eða ekki fyrr en í haust. Von- andi verður það áður en málið verður fimm ára. Þennan seinagang í meðferð þessa stóra og ógeðfellda samráðsmáls - þar sem talað var um viðskipta- vini olíufélagan sem fífl og hvatt til gagnaeyðingingar svo ekki kæmist upp um strákinn Tuma - er fróðlegt að bera saman við Baugsmálið sem hófst með húsleit hjá Baugi í lok ág- úst 2002. Þegar rannsaka þurfti Jón Ásgeir Jóhannesson og þá, sem með honum störfuðu, skorti réttarvörsl- una hvorki fé hvorki til rannsókn- arinnar sjálfrar né til ráðningar nýs saksóknara til að gefa út nýjar ákærur þegar sú dapra staðreynd blasti við, að nær allt sem embætti ríkislögreglustjóra hafði sjálft gert reyndist ónýtt; ódómtækt. Refsivarslan ætti, þó ekki væri nema til að gæta alls jafnræðis meðal þegnanna, eins og boðið er í stjórnarskránni, að sýna meintum brotum forsvarsmanna olíufélag- anna sama áhuga og Baugsmálinu. Ríkið hlýtur að eiga einhvern aur aflögu sé mið tekið af afkomutölum rikissjóðs, til að setja í opinbera rannsókn á samráðsmáli olíufélag- anna. Auk þess sem það er vont fyrir þá sem grunaðir eru um að hafa stýrt og stjórnað samráðinu að velkjast lengi í vafa um sekt sina eða sakleysi. Seinagangur á rann- sókn málsins kann að fela í sér brot á mannréttindum þeirra, jafnvel þó þeir hafi haft almenning að fifli og m.a. snuðað dómsmálaráðuneytið með samráði sínu þegar menn þar á bæ voru að leita eftir sem hag- stæðustu eldsneytisverði fyrir Land- helgisgæsluna; ríkisstofnun, sem hefur m.a. það göfuga hluverk að sinna björgu hér á landi og hér við land. Hugsanlega gæti ríkið orðið bótaskylt vegna þessa dráttar á refsi- meðferð samráðsmáls oliufélaganna og samráðið þar með ríkisstyrkt af skattgreiðendum. Þeim hinum sömu og borguðu samráðsbrúsann. Höfundur er lögmaður og stjórnarformaður Árs og dags, útgáfufélags Blaðsins. Klippt & skorið Athygli vakti í viðtali, sem Höskuldur Kári Schram átti við herra Ólaf Ragnar Grimsson og birtist í Blaðinu í gær, að þar kvaðst forsetinn ekki útiloka að hann sæktist eftir endurkjöri eftir tvö ár. Sagði herra Ólafur Ragnarað hann hefði ekkert velt því fyrir sér en ákvörð- unar væri að vænta á seinni hluta næsta árs. Skemmri má fyrirvarinn enda varla vera ef hann lætur af embætti í lok kjörtímabilsins, því eins og dæmin sanna þurfa menn býsna rúman tíma til þess að velja nýjan forseta. Mörgum finnst þó líklegt að forset- inn sækist ekki eftir endurkjöri og er minnt á að hann hafi verið um það spurður á framboðsfundi hinn 12. júní 1996 hversu þaulsetnir forsetar ættu að vera á Bessastöðum. Kvaðst forsetaframbjóð- andinn telja það langan tíma fyrir forseta að sitja i sextán ár í emb- ætti, þótt svo að bæði Ásgeir Ásgeirsson og Vigdís Finnbogadóttir hefðu gegnt embætti svo lengi. Sjálfur teldi hann tvö til þrjú kjör- tímabil hæfilegri tíma fyrir setu forseta í heimi hraðra breytinga, njóti forseti stuðnings til þeirrar setu í emb- ætti (samræmi við hefð. (síðustu forseta- kosningum lögðu um 28 þúsund manns leið sína á kjörstað til þess að skila auðu og leyndi forsetinn ekki vonbrigðum sínum með það. Af þessu draga menn þá ályktun, að ekki sé líklegt að herra Ólafur Ragnar sækist eftir endurkjöri árið 2008. Eitt telja menn þó geta breytt því,enþaðeraf- staða frú Dorrit Mouss- aieff. Bent er á að hún njóti hlutverks forseta- frúar til hins ýtrasta og geti vafalaust tallð bónda sinn á að sitja enn um hríð. Nema hug- urinn stefni eitthvað allt annað. Kosningaárið 2008 verður herra Ólafur Ragnar 65 ára gam- all, en frú Dorrit aðeins 58 ára. andres.magnusson@bladid.net

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.