blaðið - 02.08.2006, Blaðsíða 24

blaðið - 02.08.2006, Blaðsíða 24
24 I FERÐALÖ6 MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 2006 blaöi6 Flugferðin fljótari að líða Þrátt fyrir að langar flugferðir stöðvi ekki ferðaþyrsta fslendinga þegar leggja á land undir fót getur verið gott að hafa hugmyndir á takteinum sem gera flugferðina skemmti- legri. Það getur verið ansi leiðingjarnt að húka í flugvéi og bíða í ofvæni eftir lendingu á áfangastað, sérstaklega ef um langt flug er að ræða, og því er ekki úr vegi að verða sér úti um hluti sem hægt er að dunda sér við meðan á fluginu stendur. Það er um að gera að leggja höfuðið í bleyti og sanka að sér skemmtilegum hugmyndum með fyrirvara svo að allt sé tilbúið þegar lagt er af stað. Meðfylgjandi eru fáeinar hugmyndir að hlutum sem geta létt mönnum lífið í vélinni. ___________________________________ halldora@bladid.net l-pod l-podinn getur stytt mönnum stundir hvar sem er; í líkams- ræktarstöðinni, í göngunni eða bara hvar sem er. Fyrir flug- ferðina er þessi skemmtilega græja alveg tilvalin, enda getur ferðalangurinn verið í eigin heimi með þá tónlist sem hann kýs og þannig notið sfn mei- ra en ella. Passið bara að raula ekki óvart upphátt - það yrði fremur skammarlegt að syngja úr sér lifur og lungu frammi fyrir öðrum farþegum! Spil, spil og aftur spil Þegar tveir eða fleiri ferðast saman má að sjálfsögðu styt- ta flugtímann til muna með þvíað taka ínokkurspil. Back- gammon, Yatsi eða minni útgáfa af tafli henta vel, auk þess sem gömlu góðu fimmtíu og tvö eiga alltaf vel við. Góð og meðfærileg bók Það er endalaust til af skemmtilegum bókum sem taka ekki mikið pláss. Slfkar bækur má fá í næstu bókabúð eða á flugvellinum og kosta yfirleitt ekki marga skildingana. Það er fátt betra en að gleyma sérígóðri sögu meðan á flugferðinni stend- ur - sérstaklega ef um skemmtilega og spennandi bók er að ræða. Verið því búin að kynna ykkur þær bækur sem gætu hentað. Krossgaturit Að leysa krossgátu getur tekið dágóðan tíma og auðvelt er að gleyma sér við slí- ka iðju. Krossgátur eru einnig hin besta skemmtun og ekki skemmir fyrir að hug- urinn fer á flug og þjálfast sem aldrei fyrr. Það er um að gera að fjárfesta í nokkrum krossgátublöðum fyrir lagið sem verða svo leyst í fluginu, á strönd- inni eða þegar lagst er í rúmið á kvöldin. ferða- Fartölva Þeirsem eiga fartölvu og treysta sér til þess að taka hana með á áfangastað ættu svo sannarlega að hafa hana með ífluginu. I tölvunni eru yfirleitt leikir og fleiri skemmtilegheit, auk þess sem hægt erað undirbúa sig fyrir vinnu eða hvaðeina annað sem tölvan nýtist í. Þá má auðvitað taka með sér góðar mynd- ir sem skella má í tölvunna og gleyma sér þannig um stund. Tískutímarit Að sjálfsögðu eiga menn að lesa fréttir og fleira ídagblöðunum, en þar sem blöðin eru yfirleitt fáanleg í vélinni er kannski óþarft að taka þau með sérstaklega. Tískutfmarit eru hins vegar ekki íboði inni, en þau er einmitt skemmtilegt að rýna íþegar bú- ið er að fara yfir mál líðandi stundar i dagblöðunum. Sniðugt er að kaupa sér nokkur tískutímaritin fyrir ferðina, en flestöll þeirra eru seld í vélinni. Það er aldrei betri tími til þess að kynna sér komandi tiskustrauma en í langri flugferð. Þannig má leggja línurnar fyrir næsta búðarráp! íflugvél- Eyrnatappar Þó svo að eyrnatapparnir einir og sér stytti mönn- um ekki stundir geta þeir gert það að verkum að fólksofni, sem styttirað sjálfsögðu tímann. Marg- ir hafa í gegnum tíðina tamið sér að drekka einn kaldan fyrir flug með það fyrir augum að sofna, en allar slikar aðgerðir má sniðganga ef eyrnatappar eru fyrir hendi. Nammi namm Það er kannski aldrei við hæfi að mæla með sæl- gæti, en þegar kemur að ferðalögum verður að segjast sem er að nammi má vera við hönd. Ef sælgæti leynist í pokahorninu má næla sér í nokkra mola og gera svolftiö vel við sig þegar flugið er orðið þreyt- andi og menn vilja hressingu. Getur verið alveg nauðsynlegt. ED Electrolux Slátturvélamarkaðurinn Ný verslun á Vagnhöfða 8 Isama gata og Bílabúð Benna) S: 517 2010 % ivww.slattuuel.is v Flymo loftpúðavélarnar \ komnar \»tí Verð Irá 19.900,- Bectrolu* Bestu verðin í bænum PARTNER Rafmagns vélsög meðbðkka verðkr. 9.900.- PARTNER Bensín vélsög Verðkr. 14.900.- Tilboðsverð Slátturvélatraktor Bríggs & Stratton orf agengis (þarfekki að blanda olíuvið bensín minni hávaði) Verð kr. 26.900,- Verð áðurkr. 37.900,- 4Hö m/drifi og 751. safnara v Verð kr. 38.900,- 19 HöWkvaskiptur 107 cm slátturbreidd Verð kr. 199.000,- Verð áðurkr. 299.000,

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.