blaðið - 02.08.2006, Blaðsíða 4

blaðið - 02.08.2006, Blaðsíða 4
4 I FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 2006 blaftiö Israelskrherinn Sækja lengra inn í Líbanon Flugvél lenti á áttundu braut ■ Blaðið mánudaginn 31. júlí. Flugmálastjórn: Ekki bannað að lenda utan vallar ftast fá flugstjórar þó heimild til tendingar hjá landeigenda Mynd/HlynurÞórMagnússon £sso -»Verslun /jjSjalfsali Hart var barist í suðurhluta Lib- anon í gær eftir að ísraelskar her- sveitir fóru enn lengra inn í landið til að uppræta vígamenn Hizballah á svæðinu og tryggja svokallað „ör- yggisbelti“ sem á að koma í veg fyrir eldflaugaárásir þeirra á skotmörk í ísrael. fsraelar gerðu loftárásir á bækistöðvar Hizballah í landinu og á vegi sem liggja til sýrlensku landa- mæranna þrátt fyrir að hafa sagst ætla að virða fjörutiu og átta stunda hlé á þeim á sunnudag. ER PABBI DÍLERINN ÞINN? Foreldrar og aðrir fullorðnir mega ekkí kaupa áfengi handa börnum yngri en 20 ára. Það er lögbrot. LÝÐH EILSUSTÖÐ ísraelska ríkisstjórnin ákvað á mánudag að auka umfang landhern- aðarins innan Líbanons. Ehud Olm- ert, forsætisráðherra, hefur sagt að hernaðaraðgerðirnar standi yfir þangað til að lokið verði að uppræta Hizballah i suðurhluta landsins. Condoleezza Rice, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, sem sagðist bjartsýn á að vopnahlé komist á í vikunni sagði í gær að mikið verk væri óunnið áður en að það gæti komist á. Flugvelum ma lenda utan flugvalla ■ Hægt að kaupa utanvallatryggingu ■ Golfvallarlending í rannsókn Eftir Gunnar Reyni Valþórsson gunnar@bladid.net Lendingar flugvéla utan skráðra flugvalla eru heimilar hér á landi en flugmönnum er uppálagt að gæta öryggis þegar það er gert. Undan- farið hefur nokkuð borið á fréttum þess efnis að flugmenn lendi vélum sínum á ólíklegustu stöðum. Fyrir rúmri viku síðan lenti flugvél á golf- vellinum á Stykkishólmi þar sem fjölmennt mót var í gangi. Einnig fréttist af flugmanni sem teymdi vélina að bensínstöðinni á Reyk- „Flugstjórinn er ábyrgur fyrir flugtaki og lendingu og einnig því hvar hann lendir." Pótur Maack, framkvæmdastjóri flugöryggissviðs Flugmálastjórnar hólum til þess að fylla á tankinn. Pétur Maack, framkvæmdastjóri flugöryggissviðs Flugmálastjórnar, segir að í reglugerð um almannaflug sé sagt að flugstjóri beri ábyrgð á starfrækslu og öryggi flugvélarinnar og öryggi allra manna um borð á meðan á fartíma stendur. „Flugstjór- inn er ábyrgur fyrir flugtaki og lend- ingu og einnig því hvar hann íendir. Hann verður að gæta öryggis allra í því samhengi." Pétur segir þó að venjulega fari flugtök og lendingar fram á skráðum flugvöllum. Með því móti sé einfaldast fyrir flugstjórann að tryggja öryggi. „Það er ekki bannað að lenda á óskráðum flugvöllum og það er ekki óalgengt að lent sé á túnum, í fjöru eða á auðum svæðum inni í landi,“ segir Pétur og bætir við að í þess konar tilvikum verði að gæta öryggis og að oftast séu slikir staðir kannaðir sérstaklega fýrirfram. Pétur bendir einnig á að tryggingafélögin bjóði upp á sérstaka utanvallatryggingu. „Það er þó rétt að benda á að um lend- ingar utanvalla geta gilt önnur lög og reglur eins og umhverfislög og lög um eignarrétt og oftast fá flugstjórar leyfi til lendingar hjá viðkomandi landeig- enda.“ Atvikið á golfvellinum í Stykk- ishólmi mun enn vera í athugun hjá Flugmálastjórn og því vildi Pétur ekki tjá sig um það að svo stöddu. Björgunarsveit varnarliðsins: Bretar fagna komu þyrlusveitarinnar I frétt í nýjasta tölublaði Stars and Stripes, blaði bandaríska hersins, er sagt frá 56. björgunarsveit banda- ríska flughersins, sem til skamms tíma var staðsett á Keflavíkurflug- velli. 1 kjölfar brotthvarfs varnar- liðsins frá Keflavíkurflugvelli var sveitin færð til og er nú með bæki- stöðvar sínar í Lakenheath á Eng- landi. Þar segir að nokkra mánuði muni taka að gera sveitina starfhæfa á ný á nýjum slóðum en að því loknu Þyrlurnar flytjast til Englands. muni þyrlurnar koma sér vel í björg- unarstörfum þar í landi rétt eins og þær hafa gert um árabil á Islandi. Fasteignamarkaður: Minnsta í fimm ár 1 síðustu viku var hundrað og fjórum fasteignasamningum þinglýst á höfuðborgarsvæðinu sem er nokkuð minna en meðaltal síðustu tólf vikna sem nemur 146 samningum. Að sögn greiningar- deildar KB banka er útlit fyrir að vikulegur fjöldi kaupsamninga í júlí verði um 117 að meðaltali og er þetta minnsta velta í júlímán- uði frá upphafi mælinga árið 2001. „Velta á fasteignamarkaði hefur nokkra fylgni við þróun íbúðaverðs og var veltan til að mynda heldur lök árið 2001 þegar íbúðaverð tók að lækka að raun- virði. Það að veltan nú sé að kom- ast á svipaðar slóðir og þá rennir stoðum undir spár um að heldur fari að hægjast á eftirspurn á fast- eignamarkaði,“ segir í Hálffimm fréttum KB banka. v .. - allt fyrir garðinn Landslagsráðgjöf MEST Þegar fjárfesta á í garðinum er ómetanlegt að sérfróðir fagaðilar séu með í ráðum. Við hjá MEST fylgjum viðskiptavínum okkar alla leið og veitum honum alhliða fag- þjónustu varðandi garðinn. MEST býður upp á gott úrval af hellum & garðeiningum, skrautsteypu og skrautsteinum. Hjá MEST getur þú fengið aðstoð landslagshönnuða við að skipuleggja garðinn þinn. Hafðu samband og fáðu nánari upplýsingar í síma 4 400 400. - allt til bygginga 111 mesT

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.